Lögmaður Bankasýslunnar segir bankasöluna hafa verið löglega Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. apríl 2022 09:00 Fullt tungl yfir höfuðstöðvum Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Þórólfur Heiðar Þorsteinsson, lögmaður Bankasýslu ríkisins, telur ljóst að framkvæmd á sölu á 22,5 prósent hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið samkvæmt lögum. Fjármálaráðherra hafi ekki borið að samþykkja hvert og eitt tilboð sem barst. Þetta kemur fram í aðsendri grein Þórólfs sem birtist á Vísi í dag. Þar vísar hann í gagnrýni Oddnýjar G. Harðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, þar sem hún lýsti þeirri skoðun sinni að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi brotið lög þegar 22,5 prósent hlutur ríkisins í Íslandsbanka var seldur á dögunum. Inntak gagnrýninnar var það að Bjarni hafi brotið 4. grein laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum þar sem segir að ráðherra taki ákvörðun um hvort tilboð skuli samþykkt eða þeim hafnað og undirritar samninga fyrir hönd ríkisins um sölu eignarhlutarins. Aðspurð um hvort það hafi ekki átt að vera Bankasýslan sem færi yfir hvert og eitt kauptilboð í ferlinu sagði Oddný: „Auðvitað er það hennar hlutverk að vinna úr tilboðunum. Og leggja svo tillöguna fyrir fjármálaráðherrann, sem annað hvort samþykkir eða hafnar tillögunni. Hann verður að vita, fjármálaráðherra Íslands hvað hann er að gera þegar hann er að einkavæða bankanna. Hverjir eru að fá hluti ríkisins á afslætti í bönkunum,“ sagði hún. Í greininni sem Þórólfur birti á Vísi í morgun segir hann að það sé hans mat að bankasalan hafi verið í samræmi við lögin sem Oddný vísaði til, sem og lögskýringargögn sem þeim fylgdu. Rökstuddi lokað útboð Í greininni er vísað í málsgrein í lögskýringargögnum sem fylgdu frumvarpinu þar sem tekið er fram að almennt sé gert ráð fyrir því að bjóða skuli eignarhlut til sölu í opnu útboði, rökstyðja þurfi sérstaklega ef ekki standi til að bjóða hlut til sölu með slíkum hætti. Hefur þessi málsgrein meðal annars verið tilefni gagnrýni á söluferlið í mars, sem var í lokuðu útboði, en ekki opnu líkt og í fyrra skiptið sem ríkið seldi stóran hlut í Íslandsbanka. Bendir Þórólfur á í greininni að Bankasýslan hafi í janúar sett fram rökstuðning fyrir því að halda lokað útboð. „Það var gert í minnisblaði sem fylgdi tillögu til ráðherra þann 20. janúar sl. og lagt var fyrir ráðherra, ráðuneyti og nefndir Alþingis í því opinbera og gagnsæja ferli sem viðhaft var fyrir útboðið. Engar athugasemdir voru gerðar við lögmæti í því ferli,“ skrifar Þórólfur. Ráðherra þurfi ekki að samþykkja hvert og eitt tilboð Í greininni bendir hann einnig á að ráðherra þurfi ekki að samþykkja hvert og eitt tilboð í útboði. Telur hann að sá lagatexti sem Oddný vísaði til og byggði gagnrýna sína á, eigi ekki við um almennt eða lokað útboð. „Þegar þessi lagatexti er lesinn er auðséð að hann miðast fremur við beina sölu en almennt eða lokað útboð, þar sem mikill fjölda tilboða berst sem taka þarf afstöðu til á skömmum tíma. Í fyrrnefndum lögskýringagögnum er þessi lagatexti útskýrður nánar. Þar segir að sala hluta með útboði sé ferli sem sé frábrugðið beinni sölu. Þegar um slíkt er að ræða eru einstök tilboð ekki metin og getur ráðherra þannig falið Bankasýslu ríkisins að annast endanlegan frágang vegna sölu,“ skrifar Þórólfur. Segir hann enn fremur að Bankasýslan hafi óskað eftir samþykki ráðherra um magn og verð á þeim hlutum sem átti að selja, að öðru leyti hafi verið óskað eftir umboði hans til úthlutunar eftir tilteknum viðmiðum. „Ráðherra svaraði rökstuddu mati Bankasýslu ríkisins á þá leið að fallist væri á tillöguna. Þannig veitti hann stofnuninni umboð til að ljúka sölumeðferð í samræmi við rökstudda matið. Þessi aðferðafræði á sér skýra lagastoð um að ekki sé gert ráð fyrir mati á einstaka tilboðum þegar um útboð er að ræða og að ráðherra geti falið stofnuninni að annast endanlegan frágang vegna sölu.“ Lesa má grein Þórólfs hér. Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Íslenskir bankar Tengdar fréttir Telur að Bjarni hafi brotið lög og segir að hann þurfi að víkja Fyrrum fjármálaráðherra telur að Bjarni Benediktsson hafi ekki farið að lögum við söluna á Íslandsbanka og þurfi að víkja. Fjármálaráðherra vísar því alfarið á bug og sér enga ástæðu til þess. Þegar mesti bylurinn vegna sölunnar verði yfirstaðinn muni Íslandsbankamálið sjást í öðru ljósi. 20. apríl 2022 20:15 Fjármálaráðherra vísar alfarið á bug að hafa brotið lög Fyrrverandi fjármálaráðherra telur að fjármálaráðherra hafi brotið lög við söluna á Íslandsbanka. Hann þurfi að víkja, salan sýni spillingu og einkavinavæðingu. Fjármálaráðherra vísar þessu algjörlega á bug og ætlar hvergi að víkja. 20. apríl 2022 13:30 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Þetta kemur fram í aðsendri grein Þórólfs sem birtist á Vísi í dag. Þar vísar hann í gagnrýni Oddnýjar G. Harðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, þar sem hún lýsti þeirri skoðun sinni að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi brotið lög þegar 22,5 prósent hlutur ríkisins í Íslandsbanka var seldur á dögunum. Inntak gagnrýninnar var það að Bjarni hafi brotið 4. grein laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum þar sem segir að ráðherra taki ákvörðun um hvort tilboð skuli samþykkt eða þeim hafnað og undirritar samninga fyrir hönd ríkisins um sölu eignarhlutarins. Aðspurð um hvort það hafi ekki átt að vera Bankasýslan sem færi yfir hvert og eitt kauptilboð í ferlinu sagði Oddný: „Auðvitað er það hennar hlutverk að vinna úr tilboðunum. Og leggja svo tillöguna fyrir fjármálaráðherrann, sem annað hvort samþykkir eða hafnar tillögunni. Hann verður að vita, fjármálaráðherra Íslands hvað hann er að gera þegar hann er að einkavæða bankanna. Hverjir eru að fá hluti ríkisins á afslætti í bönkunum,“ sagði hún. Í greininni sem Þórólfur birti á Vísi í morgun segir hann að það sé hans mat að bankasalan hafi verið í samræmi við lögin sem Oddný vísaði til, sem og lögskýringargögn sem þeim fylgdu. Rökstuddi lokað útboð Í greininni er vísað í málsgrein í lögskýringargögnum sem fylgdu frumvarpinu þar sem tekið er fram að almennt sé gert ráð fyrir því að bjóða skuli eignarhlut til sölu í opnu útboði, rökstyðja þurfi sérstaklega ef ekki standi til að bjóða hlut til sölu með slíkum hætti. Hefur þessi málsgrein meðal annars verið tilefni gagnrýni á söluferlið í mars, sem var í lokuðu útboði, en ekki opnu líkt og í fyrra skiptið sem ríkið seldi stóran hlut í Íslandsbanka. Bendir Þórólfur á í greininni að Bankasýslan hafi í janúar sett fram rökstuðning fyrir því að halda lokað útboð. „Það var gert í minnisblaði sem fylgdi tillögu til ráðherra þann 20. janúar sl. og lagt var fyrir ráðherra, ráðuneyti og nefndir Alþingis í því opinbera og gagnsæja ferli sem viðhaft var fyrir útboðið. Engar athugasemdir voru gerðar við lögmæti í því ferli,“ skrifar Þórólfur. Ráðherra þurfi ekki að samþykkja hvert og eitt tilboð Í greininni bendir hann einnig á að ráðherra þurfi ekki að samþykkja hvert og eitt tilboð í útboði. Telur hann að sá lagatexti sem Oddný vísaði til og byggði gagnrýna sína á, eigi ekki við um almennt eða lokað útboð. „Þegar þessi lagatexti er lesinn er auðséð að hann miðast fremur við beina sölu en almennt eða lokað útboð, þar sem mikill fjölda tilboða berst sem taka þarf afstöðu til á skömmum tíma. Í fyrrnefndum lögskýringagögnum er þessi lagatexti útskýrður nánar. Þar segir að sala hluta með útboði sé ferli sem sé frábrugðið beinni sölu. Þegar um slíkt er að ræða eru einstök tilboð ekki metin og getur ráðherra þannig falið Bankasýslu ríkisins að annast endanlegan frágang vegna sölu,“ skrifar Þórólfur. Segir hann enn fremur að Bankasýslan hafi óskað eftir samþykki ráðherra um magn og verð á þeim hlutum sem átti að selja, að öðru leyti hafi verið óskað eftir umboði hans til úthlutunar eftir tilteknum viðmiðum. „Ráðherra svaraði rökstuddu mati Bankasýslu ríkisins á þá leið að fallist væri á tillöguna. Þannig veitti hann stofnuninni umboð til að ljúka sölumeðferð í samræmi við rökstudda matið. Þessi aðferðafræði á sér skýra lagastoð um að ekki sé gert ráð fyrir mati á einstaka tilboðum þegar um útboð er að ræða og að ráðherra geti falið stofnuninni að annast endanlegan frágang vegna sölu.“ Lesa má grein Þórólfs hér.
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Íslenskir bankar Tengdar fréttir Telur að Bjarni hafi brotið lög og segir að hann þurfi að víkja Fyrrum fjármálaráðherra telur að Bjarni Benediktsson hafi ekki farið að lögum við söluna á Íslandsbanka og þurfi að víkja. Fjármálaráðherra vísar því alfarið á bug og sér enga ástæðu til þess. Þegar mesti bylurinn vegna sölunnar verði yfirstaðinn muni Íslandsbankamálið sjást í öðru ljósi. 20. apríl 2022 20:15 Fjármálaráðherra vísar alfarið á bug að hafa brotið lög Fyrrverandi fjármálaráðherra telur að fjármálaráðherra hafi brotið lög við söluna á Íslandsbanka. Hann þurfi að víkja, salan sýni spillingu og einkavinavæðingu. Fjármálaráðherra vísar þessu algjörlega á bug og ætlar hvergi að víkja. 20. apríl 2022 13:30 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Telur að Bjarni hafi brotið lög og segir að hann þurfi að víkja Fyrrum fjármálaráðherra telur að Bjarni Benediktsson hafi ekki farið að lögum við söluna á Íslandsbanka og þurfi að víkja. Fjármálaráðherra vísar því alfarið á bug og sér enga ástæðu til þess. Þegar mesti bylurinn vegna sölunnar verði yfirstaðinn muni Íslandsbankamálið sjást í öðru ljósi. 20. apríl 2022 20:15
Fjármálaráðherra vísar alfarið á bug að hafa brotið lög Fyrrverandi fjármálaráðherra telur að fjármálaráðherra hafi brotið lög við söluna á Íslandsbanka. Hann þurfi að víkja, salan sýni spillingu og einkavinavæðingu. Fjármálaráðherra vísar þessu algjörlega á bug og ætlar hvergi að víkja. 20. apríl 2022 13:30