Þar segir að Halldór Karl muni taka við liði Hamars í Hveragerði eftir gott tímabil í Grafarvogi. Mun hann taka við liði Hamars sem leikur í 1. deild karla en liðið endaði í 9. sæti af tíu liðum á nýafstöðnu tímabili.
Fjölnir átti hins vegar einkar gott tímabil en kvennalið félagsins varð deildarmeistari Subway-deildar kvenna. Um var að ræða fyrsta titil í sögu meistaraflokka félagsins í stóru boltaíþróttunum þremur, það er hand-, fót- og körfubolta.
Karlalið félagsins fór svo í undanúrslit 1. deildar en féll þar úr leik gegn Hetti frá Egilsstöðum.
Halldór Karl starfaði hjá Fjölni í fjögur ár en þar áður hafði hann verið aðstoðarþjálfari KR ásamt því að þjálfa yngri flokka félagsins. Þá starfar hann einnig sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs kvenna og aðalþjálfari U-20 ára landsliðs kvenna.