„Ég hef ekkert umburðarlyndi fyrir blekkingum“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. apríl 2022 18:15 Theodóra S. Þorsteinsdóttir, er einn ræðumanna á mótmælum sem boðuð eru á morgun til höfuðs fjármálaráðherra og bankasölunni. Theodóra S. Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúi í Kópavogi segir ljóst að íslenskur almenningur geti ekki látið bjóða sér það óréttlæti sem hún segir birtast í útboðinu á hluta ríkisins í Íslandsbanka. Hún er einn af ræðumönnum sem tekur til máls á mótmælum sem boðuð eru á Austurvelli á morgun klukkan 13.45. „Þetta ástand núna, það hreyfir við mér. Pabbi minn, heitinn, tók þátt í búsáhaldabyltingunni. Hann mætti alltaf til að sýna samstöðu og ég gerði það ekki en ég ætla að gera það núna,“ segir Theodóra sem segir margt við atburðaráð síðasta útboðs á hlut ríkisins í Íslandsbanka minna á bankahrunið. „Ég hef alveg átt nokkra daga hérna heima hjá mér þar sem ég hef verið að velta þessu ástandi fyrir mér. Það er ýmislegt sem rifjast upp. Mér finnst eins og sagan sé að endurtaka sig. Jafnvel þó við höfum fengið heilu hvítbækurnar um að kerfið hafi verið styrkt og að regluverkið sé orðið sterkara þá erum við enn þá stödd þar að það er hægt að blekkja. Við erum bara stödd þar. Þetta er bara mannanna verk og mér finnst þetta vera vont ástand og ég vil stíga fram og taka þátt í mótmælunum.“ Finnst þér íslenskur almenningur hafa verið blekktur? „Já, ég held að íslenskur almenningur hafi verið blekktur, ég held að þingið hafi verði blekkt, nefndirnar hafa verið blekktar og þetta er bara sambærilegt og kom fram í þessari skýrslu 2017, þar sem var sýnt fram á blekkingar við einkavæðingu sem leiddi af sér bankahrunið 2008 og mér finnst þetta bara grafalvarlegt. Mér finnst það líka alvarlegt að stjórnvöld láti ekki ná í sig, það er lítið um svör og þeim finnst þetta einhvern veginn bara léttvægt og það finnst mér alvarlegt. Ég hef ekkert umburðarlyndi fyrir blekkingum. Kröfur mótmælenda eru að bankasölunni verði rift og að fjármálaráðherra segi af sér. „Ég held að við ættum að sýna samstöðu og mæta. Það er mitt mat. Miðað við þær fréttir sem eru að berast um þessa bankasölu; þetta óréttlæti og þessi mismunun þá er þetta eitthvað sem við getum ekki látið bjóða okkur aftur. Það er alveg á hreinu.“ Salan á Íslandsbanka Hrunið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Telur að Bjarni hafi brotið lög og segir að hann þurfi að víkja Fyrrum fjármálaráðherra telur að Bjarni Benediktsson hafi ekki farið að lögum við söluna á Íslandsbanka og þurfi að víkja. Fjármálaráðherra vísar því alfarið á bug og sér enga ástæðu til þess. Þegar mesti bylurinn vegna sölunnar verði yfirstaðinn muni Íslandsbankamálið sjást í öðru ljósi. 20. apríl 2022 20:15 Fjármálaráðherra vísar alfarið á bug að hafa brotið lög Fyrrverandi fjármálaráðherra telur að fjármálaráðherra hafi brotið lög við söluna á Íslandsbanka. Hann þurfi að víkja, salan sýni spillingu og einkavinavæðingu. Fjármálaráðherra vísar þessu algjörlega á bug og ætlar hvergi að víkja. 20. apríl 2022 13:30 Ríkisstjórnin hunsaði viðvörunarorð stjórnarandstöðunnar Hvers vegna hunsuðu Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir ekki aðeins viðvörunarorð stjórnarandstöðunnar á Alþingi heldur einnig viðvörunarorð Lilju Alfreðsdóttur samráðherra í ríkisstjórn þegar fimmtungshlutur í Íslandsbanka var seldur núna í mars? 20. apríl 2022 12:31 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Hún er einn af ræðumönnum sem tekur til máls á mótmælum sem boðuð eru á Austurvelli á morgun klukkan 13.45. „Þetta ástand núna, það hreyfir við mér. Pabbi minn, heitinn, tók þátt í búsáhaldabyltingunni. Hann mætti alltaf til að sýna samstöðu og ég gerði það ekki en ég ætla að gera það núna,“ segir Theodóra sem segir margt við atburðaráð síðasta útboðs á hlut ríkisins í Íslandsbanka minna á bankahrunið. „Ég hef alveg átt nokkra daga hérna heima hjá mér þar sem ég hef verið að velta þessu ástandi fyrir mér. Það er ýmislegt sem rifjast upp. Mér finnst eins og sagan sé að endurtaka sig. Jafnvel þó við höfum fengið heilu hvítbækurnar um að kerfið hafi verið styrkt og að regluverkið sé orðið sterkara þá erum við enn þá stödd þar að það er hægt að blekkja. Við erum bara stödd þar. Þetta er bara mannanna verk og mér finnst þetta vera vont ástand og ég vil stíga fram og taka þátt í mótmælunum.“ Finnst þér íslenskur almenningur hafa verið blekktur? „Já, ég held að íslenskur almenningur hafi verið blekktur, ég held að þingið hafi verði blekkt, nefndirnar hafa verið blekktar og þetta er bara sambærilegt og kom fram í þessari skýrslu 2017, þar sem var sýnt fram á blekkingar við einkavæðingu sem leiddi af sér bankahrunið 2008 og mér finnst þetta bara grafalvarlegt. Mér finnst það líka alvarlegt að stjórnvöld láti ekki ná í sig, það er lítið um svör og þeim finnst þetta einhvern veginn bara léttvægt og það finnst mér alvarlegt. Ég hef ekkert umburðarlyndi fyrir blekkingum. Kröfur mótmælenda eru að bankasölunni verði rift og að fjármálaráðherra segi af sér. „Ég held að við ættum að sýna samstöðu og mæta. Það er mitt mat. Miðað við þær fréttir sem eru að berast um þessa bankasölu; þetta óréttlæti og þessi mismunun þá er þetta eitthvað sem við getum ekki látið bjóða okkur aftur. Það er alveg á hreinu.“
Salan á Íslandsbanka Hrunið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Telur að Bjarni hafi brotið lög og segir að hann þurfi að víkja Fyrrum fjármálaráðherra telur að Bjarni Benediktsson hafi ekki farið að lögum við söluna á Íslandsbanka og þurfi að víkja. Fjármálaráðherra vísar því alfarið á bug og sér enga ástæðu til þess. Þegar mesti bylurinn vegna sölunnar verði yfirstaðinn muni Íslandsbankamálið sjást í öðru ljósi. 20. apríl 2022 20:15 Fjármálaráðherra vísar alfarið á bug að hafa brotið lög Fyrrverandi fjármálaráðherra telur að fjármálaráðherra hafi brotið lög við söluna á Íslandsbanka. Hann þurfi að víkja, salan sýni spillingu og einkavinavæðingu. Fjármálaráðherra vísar þessu algjörlega á bug og ætlar hvergi að víkja. 20. apríl 2022 13:30 Ríkisstjórnin hunsaði viðvörunarorð stjórnarandstöðunnar Hvers vegna hunsuðu Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir ekki aðeins viðvörunarorð stjórnarandstöðunnar á Alþingi heldur einnig viðvörunarorð Lilju Alfreðsdóttur samráðherra í ríkisstjórn þegar fimmtungshlutur í Íslandsbanka var seldur núna í mars? 20. apríl 2022 12:31 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Telur að Bjarni hafi brotið lög og segir að hann þurfi að víkja Fyrrum fjármálaráðherra telur að Bjarni Benediktsson hafi ekki farið að lögum við söluna á Íslandsbanka og þurfi að víkja. Fjármálaráðherra vísar því alfarið á bug og sér enga ástæðu til þess. Þegar mesti bylurinn vegna sölunnar verði yfirstaðinn muni Íslandsbankamálið sjást í öðru ljósi. 20. apríl 2022 20:15
Fjármálaráðherra vísar alfarið á bug að hafa brotið lög Fyrrverandi fjármálaráðherra telur að fjármálaráðherra hafi brotið lög við söluna á Íslandsbanka. Hann þurfi að víkja, salan sýni spillingu og einkavinavæðingu. Fjármálaráðherra vísar þessu algjörlega á bug og ætlar hvergi að víkja. 20. apríl 2022 13:30
Ríkisstjórnin hunsaði viðvörunarorð stjórnarandstöðunnar Hvers vegna hunsuðu Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir ekki aðeins viðvörunarorð stjórnarandstöðunnar á Alþingi heldur einnig viðvörunarorð Lilju Alfreðsdóttur samráðherra í ríkisstjórn þegar fimmtungshlutur í Íslandsbanka var seldur núna í mars? 20. apríl 2022 12:31