Lífið

Sólveig Birta komst áfram í The Voice Kids

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Sólveig komst áfram í bardaganum svokallaða. 
Sólveig komst áfram í bardaganum svokallaða.  Skjáskot/sat1

Sólveig Birta Hannesdóttir, sem sló í gegn í þýska Voice fyrir um mánuði síðan, komst rétt í þessu áfram í keppninni.

Í kvöld fór fram svokallaður bardagi þar sem Sólveig keppti við Hans-Eckardt Wenzel og Svenju en öll eru þau keppendur í liði Alvaro. Fluttu þau lagið Shape of my heart sem tónlistarmaðurinn Sting gerði ódauðlegt á sínum tíma.

Hér má hlusta á flutninginn sem skilaði Sólveigu áfram.

Sólveig Birta er ný orðin 13 ára og vakti fyrst athygli þegar hún tók þátt í áheyrnarprufum fyrir þættina en en allir dómararnir fjórir sneru sér við og vildu vinnu með henni.

Sólveig sagðist í samtali við fréttastofu hafa ákveðið sex ára að taka þátt í keppninni.

„Þegar ég var yngri héldum við Voice kids kvöld og ég sagði: Ég ætla einn daginn að vera þarna. Ég var búin að spurja mömmu í nokkur ár hvort ég mætti taka þátt og í ár var tíminn,“ sagði Sólveig í lok mars.

Fjölskylda Sólveigar Birtu fylgdist með flutningnum úr græna herberginu þar sem fagnaðarlæti brutust úr þegar tilkynnt var að Sólveig væri komin áfram í keppninni.

Fagnaðarlæti brutust út eftir flutning Sólveigar Birtu. skjáskot/sat1

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.