Löglegt fíaskó = Ásættanlegt fíaskó? Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 23. apríl 2022 09:01 Umræðan um seinni umferð sölu Íslandsbanki hefur ekki farið framhjá nokkrum manni. Í gær skrifaði Þórólfur Heiðar, lögmaður Bankasýslu ríkisins, grein þar sem hann segir að salan hafi að hans mati verið í samræmi við lög. Nú skal ég ekki segja hvort ætlunin með greininni hafi verið að segja „Salan var lögleg, svo þá er ekkert tilefni til að vera með meiri gagnrýni á Bjarna Ben eða Bankasýsluna“ eða bara innslag í afmarkaðan hluta umræðunnar. En til þess að umræðan færist örugglega ekki bara yfir í löglegt / ólöglegt skotgrafir þá skulum við aðeins fara yfir stöðu mála jafnvel ef, og það er stórt ef, salan var sannanlega alveg lögum samkvæmt. Áður en við förum í einstaka þætti sölunnar er gott að byrja á því að spyrja okkur hvort að eina krafan sem við gerum á okkar æðstu ráðamenn sé virkilega bara sú að þeir starfi löglega? Eru léleg vinnubrögð, vanræksla í starfi, slæm hagfræði, vanvirðing við almannaeigur og það vinnuframlag sem stendur þar að baki bara eitthvað sem skiptir engu máli? Auðvitað skiptir það allt máli. Hvað er löglegt og ólöglegt er ekki mælikvarði á hvað er ásættanleg hegðun, það er bara mælikvarði á hvaða hegðun er til þess fallin að við viljum að ríkið skarist beint í leikinn með refsingum. Við gerum ríkari kröfur en svo til gott sem allra sem við umgöngumst, samanber að við förum eftir ákveðnum mannasiðum. Svo ástandið má vera orðið virkilega slæmt ef við sættum okkur við að ráðherrar ríkissins rétt nái að halda sér réttu megin við lögin (sem er alls ekkert víst í þessu tilviki). Léleg hagfræði Nú virðast markmið sölu bankans hafa verið ýmis, eiginlega bara mismunandi eftir hver er spurður og þá jafnvel hvenær viðkomandi var spurður. Þau virðast amk hafa verið ansi víðfeðm og áttu að tryggja samkeppni, dreift eignarhald, eftir fremsta kosti að langtíma fjárfestar yrðu fyrir minni skerðingum en skammtímafjárfestar og að sem hagstæðasta verð fengist fyrir söluaðila. Tökum nokkra punkta: Söluþóknun fyrir þennan hluta sölunnar var um 1,5% eða um 700 milljónir króna. Nú hefur verið bent á að hefðbundin söluþóknun er á bilinu 0,2-0,3%. Svo hér var greitt svona fimm til áttfalt verð. Í hvaða heimi er það góð hagfræði? Góð hagfræði hefði verið að átta sig á því að í sölu sem er ofurstór á íslenskan mælikvarða væri hægt að semja um lægra hlutfall því upphæðirnar eru svo stórar. En nei, skattgreiðslum ófárra ævistarfa var rétt ákveðnum aðilum á silfurfati að því virðist af því bara. Nú er ljóst að það var mikil umframeftirspurn í útboðinu. Samt var þekktum skammtímafjárfestum ekki ýtt út, t.d. þeim sem keyptu í fyrra útboði og seldu sig strax aftur út. Heldur var ekki einblýnt á þekkta langtímafjárfesta eins og lífeyrissjóðina, því vitanlega er óvissa um afstöðu margra „fagfjárfesta“ og áhætta á að þeir selja fljótt aftur. Svo það virðist engu hafa skipt hverjum var selt, það átti bara að selja. Mikla umframeftirspurnin varð heldur ekki til þess að farið væri fram á hærra verð og verðið fært nær markaðsverði, en það þarf ekki mjög mikla hagfræði kunnáttu til þess að átta sig á því að seljendur eru í kjörstöðu til þess að fá betra verð þegar það er umframeftirspurn. Hér hefur skattgreiðslum mjög mjög margra ævistarfa verið gefið til ákveðinna aðila af því bara. Svo jafnvel ef að allt við söluna er löglegt, viljum við þá í alvörunni hafa mann sem kvittar undir svona ákvarðarnir sem fjármálaráðherra? Hér er ég ekki einu sinni farinn að nefna það að faðir fjármálaráðherra var í kaupenda hópnum, og ýmsir leikendur úr hruninu. Hugsið ykkur, það er verið að selja banka rúmum áratug eftir risastórt bankahrun og hvorki Bjarni né Bankasýslan reynir að haga því þannig að það líti traustvekjandi út fyrir almenningi. Það voru kjörin tækifæri til að stýra sölunni að lífeyrissjóðunum og stóru aðilunum en frekar er tekin ákvörðun um að halda inni alskyns litlum fjárfestum með mis vafasöm tengsl og fortíð, og það er ekki einu sinni hægt að fela sig á bak við að þeim hafi verið haldið inni til að fá besta verð. Í raun er erfitt að átta sig á því afhverju var farin sú söluleið sem var farin í ljósi þess að það var þegar löngu orðið dreift eignarhald og þessari sölu var ekki beint til sérstakra aðila. Hefði þá ekki verið eðlilegra að selja hlutinn á opnum markaði hægt og rólega? Fá þá alltaf markaðsverð án afsláttar og enga gagnrýni á hverjum er selt? Í raun stendur bara eftir að það var selt hóp með enga sérstaka eiginleika, með engum sérstökum skilyrðum en á afslætti. Eina sem virðist hafa verið almennilega planað var að það ætti að selja og selja hratt og segja að það væri flott sama hvað. Salan á fyrri sölunni á Íslandsbanka var um margt lík varðandi ónákvæmni og óvarfærni. Auðvitað þurfti strax að selja þriðjung bankans í einu lagi. Það hefði vitanlega ekki verið neitt ráð í því að byrja á 10, 15 eða 20% til að taka stöðuna. Og það var ekki einu sinni selt „fagfjárfestum“ þá, bara gestum og gangandi sem engu hefði skipt hvort það væri selt 5% eða 75% af bankanum! Nei bara selja hratt á verði sem tryggir seljenda ekki hagstæðustu kjör, sagan sýnir okkur það alveg bersýnilega, og klappa svo bara fyrir sjálfum sér. Skítt með það þó að æviskattgreiðslum hundruðum og þúsunda Íslendinga sé kastað á glæ, það er bara betra að selja hratt og núna! Nú og það varð auðvitað að borga söluráðgjöfum himinháa valkvæða bónusgreiðslu eftirá, þeir hjálpuðu nú við að selja strax stóran hlut á undirverði. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei verið góður í bisniss, eða amk ekki fyrir hönd þeirra aðila sem hann á að vera vinna fyrir, almennings það er. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hinsvegar verið rosalega góður í að halda á lofti hugmyndinni að hann einn skilji fjármál og að öðrum sé ekki treystandi fyrir ríkiskassanum. En jafnvel ef þetta endalausa fíaskó sem salan á Íslandsbanka er er löglegt þá sýna dæmin að ofan að þetta er vægast sagt léleg hagfræði og viðskiptahættir. Svo auðvitað getum við sem þjóð ekki sætt okkur við að menn sem vanrækja skyldur sínar gagnvart okkur svona rosalega sitji við stjórnartaumana. Höfundur skorar á lesendur til að útskýra afhverju ofangreind atriði eru viðskiptasnilld en ekki merki um vanhæfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Salan á Íslandsbanka Stjórnsýsla Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Umræðan um seinni umferð sölu Íslandsbanki hefur ekki farið framhjá nokkrum manni. Í gær skrifaði Þórólfur Heiðar, lögmaður Bankasýslu ríkisins, grein þar sem hann segir að salan hafi að hans mati verið í samræmi við lög. Nú skal ég ekki segja hvort ætlunin með greininni hafi verið að segja „Salan var lögleg, svo þá er ekkert tilefni til að vera með meiri gagnrýni á Bjarna Ben eða Bankasýsluna“ eða bara innslag í afmarkaðan hluta umræðunnar. En til þess að umræðan færist örugglega ekki bara yfir í löglegt / ólöglegt skotgrafir þá skulum við aðeins fara yfir stöðu mála jafnvel ef, og það er stórt ef, salan var sannanlega alveg lögum samkvæmt. Áður en við förum í einstaka þætti sölunnar er gott að byrja á því að spyrja okkur hvort að eina krafan sem við gerum á okkar æðstu ráðamenn sé virkilega bara sú að þeir starfi löglega? Eru léleg vinnubrögð, vanræksla í starfi, slæm hagfræði, vanvirðing við almannaeigur og það vinnuframlag sem stendur þar að baki bara eitthvað sem skiptir engu máli? Auðvitað skiptir það allt máli. Hvað er löglegt og ólöglegt er ekki mælikvarði á hvað er ásættanleg hegðun, það er bara mælikvarði á hvaða hegðun er til þess fallin að við viljum að ríkið skarist beint í leikinn með refsingum. Við gerum ríkari kröfur en svo til gott sem allra sem við umgöngumst, samanber að við förum eftir ákveðnum mannasiðum. Svo ástandið má vera orðið virkilega slæmt ef við sættum okkur við að ráðherrar ríkissins rétt nái að halda sér réttu megin við lögin (sem er alls ekkert víst í þessu tilviki). Léleg hagfræði Nú virðast markmið sölu bankans hafa verið ýmis, eiginlega bara mismunandi eftir hver er spurður og þá jafnvel hvenær viðkomandi var spurður. Þau virðast amk hafa verið ansi víðfeðm og áttu að tryggja samkeppni, dreift eignarhald, eftir fremsta kosti að langtíma fjárfestar yrðu fyrir minni skerðingum en skammtímafjárfestar og að sem hagstæðasta verð fengist fyrir söluaðila. Tökum nokkra punkta: Söluþóknun fyrir þennan hluta sölunnar var um 1,5% eða um 700 milljónir króna. Nú hefur verið bent á að hefðbundin söluþóknun er á bilinu 0,2-0,3%. Svo hér var greitt svona fimm til áttfalt verð. Í hvaða heimi er það góð hagfræði? Góð hagfræði hefði verið að átta sig á því að í sölu sem er ofurstór á íslenskan mælikvarða væri hægt að semja um lægra hlutfall því upphæðirnar eru svo stórar. En nei, skattgreiðslum ófárra ævistarfa var rétt ákveðnum aðilum á silfurfati að því virðist af því bara. Nú er ljóst að það var mikil umframeftirspurn í útboðinu. Samt var þekktum skammtímafjárfestum ekki ýtt út, t.d. þeim sem keyptu í fyrra útboði og seldu sig strax aftur út. Heldur var ekki einblýnt á þekkta langtímafjárfesta eins og lífeyrissjóðina, því vitanlega er óvissa um afstöðu margra „fagfjárfesta“ og áhætta á að þeir selja fljótt aftur. Svo það virðist engu hafa skipt hverjum var selt, það átti bara að selja. Mikla umframeftirspurnin varð heldur ekki til þess að farið væri fram á hærra verð og verðið fært nær markaðsverði, en það þarf ekki mjög mikla hagfræði kunnáttu til þess að átta sig á því að seljendur eru í kjörstöðu til þess að fá betra verð þegar það er umframeftirspurn. Hér hefur skattgreiðslum mjög mjög margra ævistarfa verið gefið til ákveðinna aðila af því bara. Svo jafnvel ef að allt við söluna er löglegt, viljum við þá í alvörunni hafa mann sem kvittar undir svona ákvarðarnir sem fjármálaráðherra? Hér er ég ekki einu sinni farinn að nefna það að faðir fjármálaráðherra var í kaupenda hópnum, og ýmsir leikendur úr hruninu. Hugsið ykkur, það er verið að selja banka rúmum áratug eftir risastórt bankahrun og hvorki Bjarni né Bankasýslan reynir að haga því þannig að það líti traustvekjandi út fyrir almenningi. Það voru kjörin tækifæri til að stýra sölunni að lífeyrissjóðunum og stóru aðilunum en frekar er tekin ákvörðun um að halda inni alskyns litlum fjárfestum með mis vafasöm tengsl og fortíð, og það er ekki einu sinni hægt að fela sig á bak við að þeim hafi verið haldið inni til að fá besta verð. Í raun er erfitt að átta sig á því afhverju var farin sú söluleið sem var farin í ljósi þess að það var þegar löngu orðið dreift eignarhald og þessari sölu var ekki beint til sérstakra aðila. Hefði þá ekki verið eðlilegra að selja hlutinn á opnum markaði hægt og rólega? Fá þá alltaf markaðsverð án afsláttar og enga gagnrýni á hverjum er selt? Í raun stendur bara eftir að það var selt hóp með enga sérstaka eiginleika, með engum sérstökum skilyrðum en á afslætti. Eina sem virðist hafa verið almennilega planað var að það ætti að selja og selja hratt og segja að það væri flott sama hvað. Salan á fyrri sölunni á Íslandsbanka var um margt lík varðandi ónákvæmni og óvarfærni. Auðvitað þurfti strax að selja þriðjung bankans í einu lagi. Það hefði vitanlega ekki verið neitt ráð í því að byrja á 10, 15 eða 20% til að taka stöðuna. Og það var ekki einu sinni selt „fagfjárfestum“ þá, bara gestum og gangandi sem engu hefði skipt hvort það væri selt 5% eða 75% af bankanum! Nei bara selja hratt á verði sem tryggir seljenda ekki hagstæðustu kjör, sagan sýnir okkur það alveg bersýnilega, og klappa svo bara fyrir sjálfum sér. Skítt með það þó að æviskattgreiðslum hundruðum og þúsunda Íslendinga sé kastað á glæ, það er bara betra að selja hratt og núna! Nú og það varð auðvitað að borga söluráðgjöfum himinháa valkvæða bónusgreiðslu eftirá, þeir hjálpuðu nú við að selja strax stóran hlut á undirverði. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei verið góður í bisniss, eða amk ekki fyrir hönd þeirra aðila sem hann á að vera vinna fyrir, almennings það er. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hinsvegar verið rosalega góður í að halda á lofti hugmyndinni að hann einn skilji fjármál og að öðrum sé ekki treystandi fyrir ríkiskassanum. En jafnvel ef þetta endalausa fíaskó sem salan á Íslandsbanka er er löglegt þá sýna dæmin að ofan að þetta er vægast sagt léleg hagfræði og viðskiptahættir. Svo auðvitað getum við sem þjóð ekki sætt okkur við að menn sem vanrækja skyldur sínar gagnvart okkur svona rosalega sitji við stjórnartaumana. Höfundur skorar á lesendur til að útskýra afhverju ofangreind atriði eru viðskiptasnilld en ekki merki um vanhæfi.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun