Lyon vann PSG án Söru Atli Arason skrifar 24. apríl 2022 17:15 Wendie Renard, leikmaður Lyon, skorar úr vítaspyrnu í leiknum Getty Images Lyon vann 3-2 endurkomusigur í ótrúlegum leik í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag. Var þetta fyrri viðureign liðanna af tveimur en leikið var á Parc Olympique Lyonnais, heimavelli Lyon. Sara Björk Gunnarsdóttir sat allan tímann á varamannabekk Lyon. Marie-Antoinette Katoto kom gestunum yfir strax á sjöttu mínútu leiksins en Wendie Renard jafnaði leikinn úr vítaspyrnu á 23. mínútu. Catarina Macario, leikmaður Lyon, skoraði svo tvö mörk sitt hvoru megin við hálfleikinn til að koma Lyon í tveggja marka forystu áður en Paulina Dudek minnkaði muninn niður í 3-2 með marki úr vítaspyrnu á 58. mínútu. Lokatölur 3-2 í leik sem hefur verið nefndur baráttan um Frakkland. Seinni viðureign liðanna er næsta laugardag og þá er óhætt að lofa spennu og hita miðað við fyrri leikinn. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna
Lyon vann 3-2 endurkomusigur í ótrúlegum leik í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag. Var þetta fyrri viðureign liðanna af tveimur en leikið var á Parc Olympique Lyonnais, heimavelli Lyon. Sara Björk Gunnarsdóttir sat allan tímann á varamannabekk Lyon. Marie-Antoinette Katoto kom gestunum yfir strax á sjöttu mínútu leiksins en Wendie Renard jafnaði leikinn úr vítaspyrnu á 23. mínútu. Catarina Macario, leikmaður Lyon, skoraði svo tvö mörk sitt hvoru megin við hálfleikinn til að koma Lyon í tveggja marka forystu áður en Paulina Dudek minnkaði muninn niður í 3-2 með marki úr vítaspyrnu á 58. mínútu. Lokatölur 3-2 í leik sem hefur verið nefndur baráttan um Frakkland. Seinni viðureign liðanna er næsta laugardag og þá er óhætt að lofa spennu og hita miðað við fyrri leikinn.
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“