Innlent

Bongó­blíða um allt land í dag

Smári Jökull Jónsson skrifar
Það verður sól og blíða á landinu í dag.
Það verður sól og blíða á landinu í dag. Vísir

Sumarið virðist ætla að byrja með látum því spáð er mikilli veðurblíðu um allt land í dag. 

Eftir ansi margar appelsínugular viðvaranir síðan um áramótin og hvern storminn á fætur öðrum er spáð sannkallaðri bongóblíðu um nánast allt land í dag.

Eins og sjá má á veðurkortinu er spáð sólskini víða um land og fer hitastigið upp í fjórtán gráður á Suðurlandi eftir hádegið.

Á höfuðborgarsvæðinu verður heiðskírt fram eftir degi og sólin verður einnig allsráðandi á Vestfjörðum, Norðurlandi sem og fyrir austan.

„Hæg suðlæg eða breytileg átt og yfirleitt bjartviðri, en skýjað með köflum vestanlands og sums staðar þoka við suðaustur- og austurströndina,“ segir í veðurspá dagsins.

Á morgun er einnig spáð fínasta veðri þó svo að stöku ský dragi fyrir sólu. Þá er einnig gert ráð fyrir þónokkrum hlýindum og líkt og í dag verður hlýjast á sunnanverðu landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×