Dómari gekk út þegar Giuliani var afhjúpaður í sjónvarpsþætti Smári Jökull Jónsson skrifar 23. apríl 2022 16:24 Það kom mörgum á óvart þegar í ljós kom að Rudy Giuliani leyndist á bakvið grímuna. Vísir/Getty Rudy Giuliani, fyrrum lögfræðingur Donald Trump og borgarstjóri New York, var afhjúpaður í þættinum The Masked Singer í gær og það varð til þess að einn dómaranna gekk út. Sjónvarpsþátturinn The Masked Singer hefur verið vinsæll víða um heim síðustu misserin en þar koma þekktir einstaklingar fram í grímubúningi og syngja. Áhorfendur kjósa þá keppendur sem þeir vilja sjá áfram og þeir sem detta út þurfa að taka grímuna af og sýna hverjir þeir eru. Í vikunni var sjónvarpsþátturinn sýndur á Fox sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum og er óhætt að segja að áhorfendur hafi verið hissa þegar í ljós kom hver leyndist á bakvið grímubúninginn. Það var enginn annar en Rudy Giulani, fyrrum lögfræðingur Donald Trump og borgarstjóri í New York. Giulani var einn af helstu bandamönnum Trump í forsetatíð hans sem og í ólátunum eftir að Joe Biden var kjörinn forseti. Hann var meðal annars í forgrunni þegar eftirminnilegur blaðamannafundur Trump við Four Seasons Total Gardening var haldinn sem vakti mikla athygli. Þá missti hann lögfræðiréttindi sín fyrir að dreifa falsfréttum um forsetakosningarnar. Eins og sést í myndbandinu hér fyrir ofan eru áhorfendur vægast sagt hissa þegar Giulani er afhjúpaður. Giulani er mjög umdeildur og grínistinn Ken Jeong, einn af dómurunum, gekk út þegar í ljós kom að Giulani stæði á sviðinu. Giulani söng lagið Bad to the bone með George Thorogood sem mörgum finnst eflaust viðeigandi. Framkoma Giulani í þættinum hefur vakið sterk viðbrögð og tímaritið Variety hefur sagt hana þá verstu í þáttunum hingað til. One can only assume this was a decision made by an aggregation of calculating opportunists, unburdened by conscience or moral compass. But hey, it s Fox. https://t.co/jbzmTqJCLM— Seth MacFarlane (@SethMacFarlane) April 21, 2022 One can only assume this was a decision made by an aggregation of calculating opportunists, unburdened by conscience or moral compass. But hey, it s Fox. https://t.co/jbzmTqJCLM— Seth MacFarlane (@SethMacFarlane) April 21, 2022 Bandaríkin Donald Trump Hollywood Hæfileikaþættir Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Sjónvarpsþátturinn The Masked Singer hefur verið vinsæll víða um heim síðustu misserin en þar koma þekktir einstaklingar fram í grímubúningi og syngja. Áhorfendur kjósa þá keppendur sem þeir vilja sjá áfram og þeir sem detta út þurfa að taka grímuna af og sýna hverjir þeir eru. Í vikunni var sjónvarpsþátturinn sýndur á Fox sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum og er óhætt að segja að áhorfendur hafi verið hissa þegar í ljós kom hver leyndist á bakvið grímubúninginn. Það var enginn annar en Rudy Giulani, fyrrum lögfræðingur Donald Trump og borgarstjóri í New York. Giulani var einn af helstu bandamönnum Trump í forsetatíð hans sem og í ólátunum eftir að Joe Biden var kjörinn forseti. Hann var meðal annars í forgrunni þegar eftirminnilegur blaðamannafundur Trump við Four Seasons Total Gardening var haldinn sem vakti mikla athygli. Þá missti hann lögfræðiréttindi sín fyrir að dreifa falsfréttum um forsetakosningarnar. Eins og sést í myndbandinu hér fyrir ofan eru áhorfendur vægast sagt hissa þegar Giulani er afhjúpaður. Giulani er mjög umdeildur og grínistinn Ken Jeong, einn af dómurunum, gekk út þegar í ljós kom að Giulani stæði á sviðinu. Giulani söng lagið Bad to the bone með George Thorogood sem mörgum finnst eflaust viðeigandi. Framkoma Giulani í þættinum hefur vakið sterk viðbrögð og tímaritið Variety hefur sagt hana þá verstu í þáttunum hingað til. One can only assume this was a decision made by an aggregation of calculating opportunists, unburdened by conscience or moral compass. But hey, it s Fox. https://t.co/jbzmTqJCLM— Seth MacFarlane (@SethMacFarlane) April 21, 2022 One can only assume this was a decision made by an aggregation of calculating opportunists, unburdened by conscience or moral compass. But hey, it s Fox. https://t.co/jbzmTqJCLM— Seth MacFarlane (@SethMacFarlane) April 21, 2022
Bandaríkin Donald Trump Hollywood Hæfileikaþættir Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein