Fótbolti

Guðlaugur Victor í byrjunarliði Schalke sem missti toppsætið

Atli Arason skrifar
Guðlaugur Victor Palsson og félagar í Schalke eiga enn þá möguleika á því að komast upp í efstu deild.
Guðlaugur Victor Palsson og félagar í Schalke eiga enn þá möguleika á því að komast upp í efstu deild. Joris Verwijst/BSR Agency/Getty Images

Guðlaugur Victor Pálsson spilaði allan leikinn á miðju Schalke í 1-4 tapi liðsins á heimavelli gegn Werder Bremen í toppslag næst efstu deildar í Þýskalandi.

Gruev og Fullkrug sjá til þess að gestirnir eru tveimur mörkum yfir í hálfleik. Þegar tæpar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik er Werder Bremen komið í fjögurra marka forystu eftir tvo mörk frá Marvin Ducksch. Schalke skorar svo sárabótamark á 88. mínútu í gegnum Simon Terodde.

Sigur Bremen þýðir að liðið fer upp fyrir Schalke á topp deildarinnar, Bremen er nú með 57 stig á meðan Schalke hefur 56 stig þegar bæði lið eiga þrjá leiki eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×