„Þessi endurkoma fór vonum framar“ Atli Arason skrifar 24. apríl 2022 14:00 Björn Róbert, til vinstri, var valinn besti leikmaður Íslands í 5-2 sigrinum á Georgíu. Björn skoraði 2 mörk í þeim leik IIHF Björn Róbert Sigurðarson, landsliðsmaður í íshokkí, var í vikunni að spila sína fyrstu landsleiki í u.þ.b. 5 ár en hann hefur verið í pásu frá íþróttinni. Björn tók skautana af hillunni fyrir heimsmeistaramótið og gerði sér lítið fyrir og varð stigahæsti leikmaður landsliðsins en hann kom að flestum mörkum Íslands á mótinu, skoraði þrjú mörk og lagði upp önnur sex. „Þetta var alveg geggjað, það er alltaf gaman þegar að það gengur vel. Þessi endurkoma fór vonum framar og alveg frábært að fá að spila með þessu liði,“ sagði Björn í viðtali við Vísi. Ísland vann alla fjóra leiki sína á nýafstöðnu móti með markatölunni 25:7 en mótið fór allt fram í Skautahöllinni í Laugardal. „Það er gaman að ná móti sem er haldið hérna heima og virkilega sætt að ná í gullið fyrir framan fulla stúku. Þetta var mikil barátta á köflum og hefði getað endað öðruvísi en við lögðum svo sannarlega allt í þetta og kláruðum dæmið.“ Björn er 28 ára gamall. Síðast þegar hann var í landsliðinu var hann einn af yngstu leikmönnunum en núna er hann meðal þeirra elstu. Hann telur að íslenska landsliðið eigi bjarta framtíð fyrir sér. „Já það hafa bæst við mikið af ungum og nýjum strákum síðan ég spilaði síðast. Það var ánægjulegt að sjá hvað þeir eru orðnir góðir og gott fyrir landsliðið að eiga þessa flottu fulltrúa til næstu ára,“ svaraði Björn aðspurður út í breytinguna á landsliðinu. Íslenska landsliðið fer úr B-riðli í 2. deild upp í A-riðil 2. deildar eða A2. A2 er fjórða efsta styrkleikastigið af alls átta styrkleikastigum. Í dag er Holland, Kína, Króatía, Spánn og Ísrael í þeim styrkleikaflokk en sá riðill hefst á morgunn og verður leikinn í Zagreb. Allt eru þetta sterkar þjóðir en markmiðið hjá Íslandi á næsta ári er að halda sér í þessum styrkleikaflokk. „Við þurfum auðvitað að halda áfram að bæta okkur. Síðast þegar ég var í landsliðinu vorum við í þessari deild og tel ég okkur betur eiga heima þar. Markmiðið mun sennilega breytast núna úr því að vinna gull og í að halda okkur uppi, en að það verður að meta hverju sinni. Löndin þarna eru mjög sterk en það gerir þetta bara skemmtilegra,“ sagði Björn Róbert Sigurðarson, landsliðsmaður í íshokkí. Íshokkí Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Sjá meira
„Þetta var alveg geggjað, það er alltaf gaman þegar að það gengur vel. Þessi endurkoma fór vonum framar og alveg frábært að fá að spila með þessu liði,“ sagði Björn í viðtali við Vísi. Ísland vann alla fjóra leiki sína á nýafstöðnu móti með markatölunni 25:7 en mótið fór allt fram í Skautahöllinni í Laugardal. „Það er gaman að ná móti sem er haldið hérna heima og virkilega sætt að ná í gullið fyrir framan fulla stúku. Þetta var mikil barátta á köflum og hefði getað endað öðruvísi en við lögðum svo sannarlega allt í þetta og kláruðum dæmið.“ Björn er 28 ára gamall. Síðast þegar hann var í landsliðinu var hann einn af yngstu leikmönnunum en núna er hann meðal þeirra elstu. Hann telur að íslenska landsliðið eigi bjarta framtíð fyrir sér. „Já það hafa bæst við mikið af ungum og nýjum strákum síðan ég spilaði síðast. Það var ánægjulegt að sjá hvað þeir eru orðnir góðir og gott fyrir landsliðið að eiga þessa flottu fulltrúa til næstu ára,“ svaraði Björn aðspurður út í breytinguna á landsliðinu. Íslenska landsliðið fer úr B-riðli í 2. deild upp í A-riðil 2. deildar eða A2. A2 er fjórða efsta styrkleikastigið af alls átta styrkleikastigum. Í dag er Holland, Kína, Króatía, Spánn og Ísrael í þeim styrkleikaflokk en sá riðill hefst á morgunn og verður leikinn í Zagreb. Allt eru þetta sterkar þjóðir en markmiðið hjá Íslandi á næsta ári er að halda sér í þessum styrkleikaflokk. „Við þurfum auðvitað að halda áfram að bæta okkur. Síðast þegar ég var í landsliðinu vorum við í þessari deild og tel ég okkur betur eiga heima þar. Markmiðið mun sennilega breytast núna úr því að vinna gull og í að halda okkur uppi, en að það verður að meta hverju sinni. Löndin þarna eru mjög sterk en það gerir þetta bara skemmtilegra,“ sagði Björn Róbert Sigurðarson, landsliðsmaður í íshokkí.
Íshokkí Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Sjá meira