Reggie Miller lét Ben Simmons heyra það Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. apríl 2022 11:01 Ben Simmons mætir litríkur til leiks og situr á varamannabekk Brooklyn Nets í þessari úrslitakeppni en hann er ekkert að fara að klæða sig í keppnisbúning liðsins á næstunni eins og menn héldu um tíma. AP/John Minchillo Það er margir búnir að fá nóg af hrakfallasögu NBA-körfuboltamannsins Ben Simmons og nýjustu fréttirnar fóru illa í einn af mestu keppnismönnum sögunnar. Reggie Miller tókst aldrei að vinna NBA-titilinn en var nokkrum sinnum nálægt því. Hann spilaði allan ferilinn með Indiana Pacers og sýndi ávallt ótrúlegan sigurvilja á sínum farsæla ferli þótt að titilinn hafi aldrei komið í hús. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Miller var allt annað en ánægður með nýjustu fréttirnar af Ben Simmons sem hefur verið leikmaður Brooklyn Nets í marga mánuði en hefur enn ekki spilað með liðinu. Orðrómur um endurkomu Simmons hefur verið í gangi alla úrslitakeppnina og bandarískir fjölmiðlamenn þóttust vera búnir að hlera það að hann væri að fara að spila í leik fjögur. Nets tapaði hins vegar þriðja leiknum í röð á móti Boston Celtics og er þvi einum tapleik frá sumarfríi. Eftir tap Nets í leiknum á laugardagskvöldið þá breyttist allt og nú komu fréttir um að Ben Simmons myndi ekki leika með Brooklyn í fjórða leiknum. Í síðasta leik hans datt hann út úr úrslitakeppninni með Philadelphia 76ers og átti þá á hættu að detta út úr úrslitakeppninni í tveimur leikjum í röð sem enginn hefur lent í frá því að úrslitakeppni NBA-deildarinnar var stofnuð. Þessar fréttir kölluðu á hörð viðbrögð frá Reggie Miller. „Ekki láta svona maður!!! Ekki með í leik fjögur þegar orðrómur var um að þú myndir spila þinn fyrsta leik. Þessi gæi er með núll prósent keppnisskap,“ skrifaði Reggie Miller á Twitter. „Það var smá von um að Nets gæti komið til baka í þessu einvígi. Þú ert með KD og Kyrie í liðinu og allt sem þarf er að vinna einn leik og meta stöðuna eftir það,“ skrifaði Miller á Twitter. Hann bætti við í myllumerki. „Sýndu karlmennsku,“ skrifaði Miller. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) NBA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Fleiri fréttir Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Sjá meira
Reggie Miller tókst aldrei að vinna NBA-titilinn en var nokkrum sinnum nálægt því. Hann spilaði allan ferilinn með Indiana Pacers og sýndi ávallt ótrúlegan sigurvilja á sínum farsæla ferli þótt að titilinn hafi aldrei komið í hús. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Miller var allt annað en ánægður með nýjustu fréttirnar af Ben Simmons sem hefur verið leikmaður Brooklyn Nets í marga mánuði en hefur enn ekki spilað með liðinu. Orðrómur um endurkomu Simmons hefur verið í gangi alla úrslitakeppnina og bandarískir fjölmiðlamenn þóttust vera búnir að hlera það að hann væri að fara að spila í leik fjögur. Nets tapaði hins vegar þriðja leiknum í röð á móti Boston Celtics og er þvi einum tapleik frá sumarfríi. Eftir tap Nets í leiknum á laugardagskvöldið þá breyttist allt og nú komu fréttir um að Ben Simmons myndi ekki leika með Brooklyn í fjórða leiknum. Í síðasta leik hans datt hann út úr úrslitakeppninni með Philadelphia 76ers og átti þá á hættu að detta út úr úrslitakeppninni í tveimur leikjum í röð sem enginn hefur lent í frá því að úrslitakeppni NBA-deildarinnar var stofnuð. Þessar fréttir kölluðu á hörð viðbrögð frá Reggie Miller. „Ekki láta svona maður!!! Ekki með í leik fjögur þegar orðrómur var um að þú myndir spila þinn fyrsta leik. Þessi gæi er með núll prósent keppnisskap,“ skrifaði Reggie Miller á Twitter. „Það var smá von um að Nets gæti komið til baka í þessu einvígi. Þú ert með KD og Kyrie í liðinu og allt sem þarf er að vinna einn leik og meta stöðuna eftir það,“ skrifaði Miller á Twitter. Hann bætti við í myllumerki. „Sýndu karlmennsku,“ skrifaði Miller. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport)
NBA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Fleiri fréttir Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Sjá meira