Umferðarstjórnun með gervigreind Gunnar Sær Ragnarsson skrifar 25. apríl 2022 13:01 Umferðin á höfuðborgarsvæðinu er löngu sprungin. Við höfum öll upplifað hefðbundna umferðarhnúta, og þeim tímum dagsins sem þeir myndast fjölgar. Ómarkvissa núverandi umferðarstjórnunar á höfuðborgarsvæðinu sýnir sig nú á fleiri tímum en einungis kringum átta til hálf tíu á morgnana og klukkan fjögur til hálf sex á daginn. Það liggur fyrir að þörf er á nýrri nálgun í umferðarstjórnun hér á höfuðborgarsvæðinu, en skipulag þess er öðruvísi en í erlendum borgum og krefst öðruvísi áherslna. Snjöll umferð Staðan í umferðarstjórnun er þessi í dag: úrelt tækni er nýtt þar sem ljósaskipti ákveðast fyrir fram (með örfáum undantekningum t.d. ljós við Kópavogslaug og við Garðaskóla) og örfáir starfsmenn fylgjast með. Erlendis fjölgar þeim borgum ört sem nýta gervigreind við umferðastjórnun. Þar er nýjasta tækni notuð til að leysa umferðarhnúta og koma farartækjum hraðar frá A til B. En hvernig getur gervigreind einfaldað umferðarstjórnun til muna? Hvað gerir hún? Á fyrstu dögum lærir hún umferðarmynstur og tekur mið af aðstæðum, veðráttu og tíma dags. Hún horfir á alla samgöngumáta, þ.e. bílar, almenningssamgöngur (aðallega strætóbílar hér á landi) ásamt gangandi og hjólandi vegfarendur. Gervigreindin notar myndavélar, skynjara og jafnvel forrit á borð við Google Maps við þann lærdóm. Með síaukandi þekkingu á umferðinni og þeim mynstrum sem það lærir getur gervigreindin stjórnað umferðinni, leyst umferðarhnúta og komið í veg fyrir flöskuhálsa. Með þessu bætist umferðarflæði allan daginn alla daga og gervigreindin leggur hönd á plóg við að leysa erfiða hnúta á háannatímum. Erlendar fyrirmyndir Þó svo að hugmynd um umferðarstjórnun hljómar útópísk þá er hún ekki ný af nálinni. Við værum ekki að finna upp hjólið. Erlendis færist nýting gervigreindar við umferðarstjórnun verulega í aukana og fyrirtæki sem bjóða upp á slíkar lausnir hafa haslað sér völl á markaði. Sem dæmi um borgir sem nýta þessa lausn má nefna Berlin, Barcelona, Singapore og Las Vegas. Víða á Norðurlöndunum er tæknin nýtt við umferðarstjórnun, en höfundur fann ekki heimildir fyrir því að hún sé nýtt þar í öllum fösum. Þá kemur til álita að í dæmatalningunni koma stórar borgir fram. Ísland er fámenn þjóð og á höfuðborgarsvæðinu búa töluvert færri íbúar en í þessum borgum. Í því samhengi er bent á borgina Hagen í Þýskalandi, en þar búa um 188 þúsund manns. Færri en hér á höfuðborgarsvæðinu. Í Hagen er gervigreind nýtt á ofangreindan máta við að stjórna umferð og leysa hnúta. Ef öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu sameinast í verkefni um að innleiða notkun gervigreindar við umferðarstjórnun þá er það gerlegt. Stórhöfuðborgarsvæðinu til hagsbóta Samgöngur eru grunnstoð samfélagsins. Við viljum öll að þær séu eins góðar og hægt er. Góðar samgöngur eru hagræðing fyrir bæði atvinnulífið og samfélagið í heild. Foreldrar þurfa ekki að kvíða fyrir umferðinni við að sækja börnin sín í leik- eða grunnskóla eftir vinnu og fólk er líklegra til að koma tímanlega í skóla og vinnu. Enn fleiri dæmi má finna um ágæti góðra samgangna, sem myndu eflaust bætast með notkun gervigreindar. Einnig er um umhverfismál að ræða. Það minnkar losun ef bifreiðar komast fyrr á áfangastað og eru ekki stanslaust að hemla og gefa í. Megum ekki stíga á bremsuna Stjórnvöld hafa nú þegar brugðist við sprunginni umferð á höfuðborgarsvæðinu. Þar á innviðaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, mikið lof skilið. Hann hefur náð að mynda samkomulag sveitarfélaganna um samgöngusáttmála ásamt því að hefja framkvæmdir við nýja Sundabrú, loksins. Blessunarlega erum við með ráðherra sem hefur stigið stór skref, en við getum þó ekki stigið á bremsuna. Við þurfum að gefa í og leita fleiri lausna á stöðu umferðarinnar á höfuðborgarsvæðinu. Ein þeirra lausna ætti að vera sú að Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu taki höndum saman og innleiði notkun gervigreindar við umferðarstjórnun í samvinnu við ríkið í þágu allra íbúa svæðisins. Höfundur situr í 4. sæti á lista Framsóknar í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu er löngu sprungin. Við höfum öll upplifað hefðbundna umferðarhnúta, og þeim tímum dagsins sem þeir myndast fjölgar. Ómarkvissa núverandi umferðarstjórnunar á höfuðborgarsvæðinu sýnir sig nú á fleiri tímum en einungis kringum átta til hálf tíu á morgnana og klukkan fjögur til hálf sex á daginn. Það liggur fyrir að þörf er á nýrri nálgun í umferðarstjórnun hér á höfuðborgarsvæðinu, en skipulag þess er öðruvísi en í erlendum borgum og krefst öðruvísi áherslna. Snjöll umferð Staðan í umferðarstjórnun er þessi í dag: úrelt tækni er nýtt þar sem ljósaskipti ákveðast fyrir fram (með örfáum undantekningum t.d. ljós við Kópavogslaug og við Garðaskóla) og örfáir starfsmenn fylgjast með. Erlendis fjölgar þeim borgum ört sem nýta gervigreind við umferðastjórnun. Þar er nýjasta tækni notuð til að leysa umferðarhnúta og koma farartækjum hraðar frá A til B. En hvernig getur gervigreind einfaldað umferðarstjórnun til muna? Hvað gerir hún? Á fyrstu dögum lærir hún umferðarmynstur og tekur mið af aðstæðum, veðráttu og tíma dags. Hún horfir á alla samgöngumáta, þ.e. bílar, almenningssamgöngur (aðallega strætóbílar hér á landi) ásamt gangandi og hjólandi vegfarendur. Gervigreindin notar myndavélar, skynjara og jafnvel forrit á borð við Google Maps við þann lærdóm. Með síaukandi þekkingu á umferðinni og þeim mynstrum sem það lærir getur gervigreindin stjórnað umferðinni, leyst umferðarhnúta og komið í veg fyrir flöskuhálsa. Með þessu bætist umferðarflæði allan daginn alla daga og gervigreindin leggur hönd á plóg við að leysa erfiða hnúta á háannatímum. Erlendar fyrirmyndir Þó svo að hugmynd um umferðarstjórnun hljómar útópísk þá er hún ekki ný af nálinni. Við værum ekki að finna upp hjólið. Erlendis færist nýting gervigreindar við umferðarstjórnun verulega í aukana og fyrirtæki sem bjóða upp á slíkar lausnir hafa haslað sér völl á markaði. Sem dæmi um borgir sem nýta þessa lausn má nefna Berlin, Barcelona, Singapore og Las Vegas. Víða á Norðurlöndunum er tæknin nýtt við umferðarstjórnun, en höfundur fann ekki heimildir fyrir því að hún sé nýtt þar í öllum fösum. Þá kemur til álita að í dæmatalningunni koma stórar borgir fram. Ísland er fámenn þjóð og á höfuðborgarsvæðinu búa töluvert færri íbúar en í þessum borgum. Í því samhengi er bent á borgina Hagen í Þýskalandi, en þar búa um 188 þúsund manns. Færri en hér á höfuðborgarsvæðinu. Í Hagen er gervigreind nýtt á ofangreindan máta við að stjórna umferð og leysa hnúta. Ef öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu sameinast í verkefni um að innleiða notkun gervigreindar við umferðarstjórnun þá er það gerlegt. Stórhöfuðborgarsvæðinu til hagsbóta Samgöngur eru grunnstoð samfélagsins. Við viljum öll að þær séu eins góðar og hægt er. Góðar samgöngur eru hagræðing fyrir bæði atvinnulífið og samfélagið í heild. Foreldrar þurfa ekki að kvíða fyrir umferðinni við að sækja börnin sín í leik- eða grunnskóla eftir vinnu og fólk er líklegra til að koma tímanlega í skóla og vinnu. Enn fleiri dæmi má finna um ágæti góðra samgangna, sem myndu eflaust bætast með notkun gervigreindar. Einnig er um umhverfismál að ræða. Það minnkar losun ef bifreiðar komast fyrr á áfangastað og eru ekki stanslaust að hemla og gefa í. Megum ekki stíga á bremsuna Stjórnvöld hafa nú þegar brugðist við sprunginni umferð á höfuðborgarsvæðinu. Þar á innviðaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, mikið lof skilið. Hann hefur náð að mynda samkomulag sveitarfélaganna um samgöngusáttmála ásamt því að hefja framkvæmdir við nýja Sundabrú, loksins. Blessunarlega erum við með ráðherra sem hefur stigið stór skref, en við getum þó ekki stigið á bremsuna. Við þurfum að gefa í og leita fleiri lausna á stöðu umferðarinnar á höfuðborgarsvæðinu. Ein þeirra lausna ætti að vera sú að Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu taki höndum saman og innleiði notkun gervigreindar við umferðarstjórnun í samvinnu við ríkið í þágu allra íbúa svæðisins. Höfundur situr í 4. sæti á lista Framsóknar í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun