Fjarðabyggð fyrir öll Kamilla Borg Hjálmarsdóttir skrifar 25. apríl 2022 13:46 Notendastýrð persónuleg aðstoð er byggð á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf en sú hugmyndafræði gengur út á sjálfsákvörðunarrétt, jöfn tækifæri alls fólks og sjálfsvirðingu. NPA byggir einnig á mannréttindum fatlaðs fólks og réttindum þeirra til þess að lifa sjálfstæðu lífi í samfélaginu. Þjónustuformið er byggt upp á þann veg að notandi þjónustunnar stjórnar henni sjálfur. Fatlað fólk ákveður því sjálft hvernig þjónustu það fær, hvar þjónustan er veitt, hvernig, hvenær og hver veitir hana. Hér á landi hefur notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) verið lögfest í lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var fullgildur á Íslandi árið 2016 en hann er ekki lögfestur. Við fullgildingu samningsins ber ríkinu þó skylda til þess að tryggja fötluðu fólki þau lágmarksréttindi sem samningurinn kveður á um. 19.grein samningsins segir til um skuldbindingu aðildarríkja að tryggja fötluðu fólki tækifæri til þess að velja sér búsetustað og veita fötluðu fólki aðgang að persónumiðaðri þjónustu. Í reglugerð um notendastýrða persónulega aðstoð nr. 1250/2018 er kveðið á um ábyrgð sveitarfélaga á gerð og framkvæmd NPA samninga ásamt fjárhagslegri framkvæmd þjónustunnar. Heildarkostnaður þjónustunnar skiptist á milli sveitarfélaga og ríkisins en sveitarfélög standa kostnað af 75% þjónustu en ríki 25%. Ég tel mikilvægt að Fjarðabyggð beiti sér enn frekar fyrir bættri persónumiðaðri þjónustu við fatlað fólk í samræmi við lög og reglugerðir með samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks til hliðsjónar. Ég vil sjá sveitarfélagið okkar vekja athygli á mikilvægi lögfestingu samningsins og tel ég nauðsynlegt að þrýsta á ríkið í þeim efnum. Samningurinn grundvallast af nýju sjónarhorni á fötlun sem viðurkennir fatlað fólk sem beina þátttakendur í réttarkerfinu en ekki viðfangsefni annarra eins og áður hefur tíðkast. Öll eiga að fá tækifæri til að lifa sjálfstæðu lífi í samfélagi án aðgreiningar. Fjarðabyggð á að vera fyrir okkur öll. Höfundur er þroskaþjálfi og skipar 14. sæti Fjarðalistans - lista félagshyggjufólks í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Málefni fatlaðs fólks Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Notendastýrð persónuleg aðstoð er byggð á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf en sú hugmyndafræði gengur út á sjálfsákvörðunarrétt, jöfn tækifæri alls fólks og sjálfsvirðingu. NPA byggir einnig á mannréttindum fatlaðs fólks og réttindum þeirra til þess að lifa sjálfstæðu lífi í samfélaginu. Þjónustuformið er byggt upp á þann veg að notandi þjónustunnar stjórnar henni sjálfur. Fatlað fólk ákveður því sjálft hvernig þjónustu það fær, hvar þjónustan er veitt, hvernig, hvenær og hver veitir hana. Hér á landi hefur notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) verið lögfest í lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var fullgildur á Íslandi árið 2016 en hann er ekki lögfestur. Við fullgildingu samningsins ber ríkinu þó skylda til þess að tryggja fötluðu fólki þau lágmarksréttindi sem samningurinn kveður á um. 19.grein samningsins segir til um skuldbindingu aðildarríkja að tryggja fötluðu fólki tækifæri til þess að velja sér búsetustað og veita fötluðu fólki aðgang að persónumiðaðri þjónustu. Í reglugerð um notendastýrða persónulega aðstoð nr. 1250/2018 er kveðið á um ábyrgð sveitarfélaga á gerð og framkvæmd NPA samninga ásamt fjárhagslegri framkvæmd þjónustunnar. Heildarkostnaður þjónustunnar skiptist á milli sveitarfélaga og ríkisins en sveitarfélög standa kostnað af 75% þjónustu en ríki 25%. Ég tel mikilvægt að Fjarðabyggð beiti sér enn frekar fyrir bættri persónumiðaðri þjónustu við fatlað fólk í samræmi við lög og reglugerðir með samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks til hliðsjónar. Ég vil sjá sveitarfélagið okkar vekja athygli á mikilvægi lögfestingu samningsins og tel ég nauðsynlegt að þrýsta á ríkið í þeim efnum. Samningurinn grundvallast af nýju sjónarhorni á fötlun sem viðurkennir fatlað fólk sem beina þátttakendur í réttarkerfinu en ekki viðfangsefni annarra eins og áður hefur tíðkast. Öll eiga að fá tækifæri til að lifa sjálfstæðu lífi í samfélagi án aðgreiningar. Fjarðabyggð á að vera fyrir okkur öll. Höfundur er þroskaþjálfi og skipar 14. sæti Fjarðalistans - lista félagshyggjufólks í Fjarðabyggð.
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar