Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum Bylgjunnar heyrum við í ósáttum þingmönnum vegna sölunnar á hlutum ríkisins í Íslandsbanka.

Sú ákvörðun Bankasýslu ríkisins að fara fram á frestun fundar í fjárlaganefnd þar sem fulltrúar Bankasýslunnar áttu að ræða söluna hefur vakið reiði og forundran þingmanna, úr öllum flokkum.

Þá fjöllum við um stöðuna í Úkraínu og ræðum við Ólaf Stephensen framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda sem gagnrýnir íslensk fyrirtæki fyrir að slíta ekki á tengsl sín við Rússland. 

Einnig fjöllum við um kosningarnar í Frakklandi og ræðum við forstjóra fyrirtækis sem hlýtur Kuðunginn í ár en það er umhverfisviðurkenning umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins sem veitt er á degi umhverfisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×