Fuglar um allt land detta dauðir niður Sunna Valgerðardóttir skrifar 25. apríl 2022 18:32 Haförninn sem fannst dauður við Breiðafjörð var smitaður af mjög skæðu afbrigði fuglaflensunnar, H5N1, og búast sérfræðingar MAST við því að hinir fuglarnir hafi sömuleiðis smitast af því. Það kemur ekki í ljós fyrr en sýnin skila sér frá Þýskalandi, en haförninn er eini fuglinn sem hefur verið greindur til fulls. Vísir/Valli Fuglaflensa hefur nú greinst í að minnsta kosti tólf villtum fuglum víða um landið og ljóst er að þessi skæði sjúkdómur er nú orðinn útbreiddur og smithætta fyrir alifugla er mikil. Viðbúnaðarstig verður hækkað í rautt þegar sjúkdómurinn greinist í alifuglum og þurfa bændur að gæta sín vel. Sjúkdómurinn greindist í átta sýnum af fimmtán sem tekin voru úr villtum, dauðum fuglum í síðustu viku. Fimm sýni reyndust óljós og verða rannsökuð nánar, en einungis tvö voru neikvæð. Fyrsti fuglinn sem greindist var haförn við Breiðafjörð sem drapst 2021. Síðan þá hafa fundist sjö sýktar súlur - fjórar á Suðurnesjum og þrjár við Búðir á Snæfellsnesi. Ein smituð heiðagæs fannst við Hornafjörð, einn hrafn í Árnessýslu, ein grágæs á Akureyri og einn svartbakur á Húsavík. Nokkrar heimilishænur á bænum Skeið í Árnessýslu reyndust líka smitaðar og voru þær aflífaðar. Líklegt að fuglarnir séu með skætt afbrigði flensunnar Sýni sem tekin voru úr alifuglum á tveimur stöðum í síðustu viku voru neikvæð. Matvælastofnun ítrekar mikilvægi þess að fuglaeigendur verndi fugla sína gegn smiti. Enn er beðið eftir niðurstöðum frá Þýskalandi sem segja til um hvort haförninn sé sá eini sem sé smitaður af H5N1 afbrigðinu - sem er mjög smitandi og mjög banvænt - en óttast er að hinir fuglarnir hafi smitast af sama afbrigðinu, sem er nú dreift víða um Evrópu. Nú er í gildi gult viðbúnaðarstig vegna sjúkdómsins, en það verður hækkað í rautt þegar og ef smit greinist á alifuglabúum. Matvælastofnun hefur tekið saman ýmsan fróðleik um fuglaflesuna á vef sínum. Fuglar Dýraheilbrigði Dýr Tengdar fréttir Fuglaflensa greinist í fleiri villtum fuglum Fuglaflensuveirur af gerðinni H5 greindust í átta sýnum af fimmtán sem tekin voru úr villtum fuglum í vikunni og rannsökuð á Tilraunastöð HÍ að Keldum. Matvælastofnun ítrekar mikilvægi þess að fuglaeigendur verndi fugla sína gegn smiti. 23. apríl 2022 19:02 „Þetta er inflúensuveira sem getur stökkbreyst mjög auðveldlega” Yfirdýralæknir segir alvarlegt ef smit af skæðu fuglaflensuafbrigði berst inn á alifuglabú. Veiran getur drepið fugla á tveimur dögum. Heimilishænsn eru fyrstu heimilisdýrin á Íslandi sem hafa greinst með veiruna. MAST hefur útbúið kort sem sýnir útbreiðslu smita og sýna sem hafa verið tekin. 20. apríl 2022 22:31 Fuglaflensa staðfest í hænunum á Skeiðum Fuglaflensan hefur nú greinst í heimilishænum en sýni voru tekin úr hænum á bænum Reykjum á Skeiðum í síðustu viku. Tilkynnt var um það síðastliðinn föstudag að fuglaflensa hefði greinst í þremur villtum fuglum, þar á meðal í hrafni sem fannst dauður á Skeiðum. Þá var sterkur grunur um að hænurnar á Skeiðum væru smitaðar sem hefur nú verið staðfest. 19. apríl 2022 18:27 Landsmenn hugi að sóttvörnum Það gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér ef fuglaflensa berst inn á stærri alifuglabú að sögn yfirdýralæknis Matvælastofnunar. Landsmenn eru hvattir til að huga vel að sóttvörnum, ekki síst í kringum dauða fugla. 18. apríl 2022 13:00 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjá meira
Sjúkdómurinn greindist í átta sýnum af fimmtán sem tekin voru úr villtum, dauðum fuglum í síðustu viku. Fimm sýni reyndust óljós og verða rannsökuð nánar, en einungis tvö voru neikvæð. Fyrsti fuglinn sem greindist var haförn við Breiðafjörð sem drapst 2021. Síðan þá hafa fundist sjö sýktar súlur - fjórar á Suðurnesjum og þrjár við Búðir á Snæfellsnesi. Ein smituð heiðagæs fannst við Hornafjörð, einn hrafn í Árnessýslu, ein grágæs á Akureyri og einn svartbakur á Húsavík. Nokkrar heimilishænur á bænum Skeið í Árnessýslu reyndust líka smitaðar og voru þær aflífaðar. Líklegt að fuglarnir séu með skætt afbrigði flensunnar Sýni sem tekin voru úr alifuglum á tveimur stöðum í síðustu viku voru neikvæð. Matvælastofnun ítrekar mikilvægi þess að fuglaeigendur verndi fugla sína gegn smiti. Enn er beðið eftir niðurstöðum frá Þýskalandi sem segja til um hvort haförninn sé sá eini sem sé smitaður af H5N1 afbrigðinu - sem er mjög smitandi og mjög banvænt - en óttast er að hinir fuglarnir hafi smitast af sama afbrigðinu, sem er nú dreift víða um Evrópu. Nú er í gildi gult viðbúnaðarstig vegna sjúkdómsins, en það verður hækkað í rautt þegar og ef smit greinist á alifuglabúum. Matvælastofnun hefur tekið saman ýmsan fróðleik um fuglaflesuna á vef sínum.
Fuglar Dýraheilbrigði Dýr Tengdar fréttir Fuglaflensa greinist í fleiri villtum fuglum Fuglaflensuveirur af gerðinni H5 greindust í átta sýnum af fimmtán sem tekin voru úr villtum fuglum í vikunni og rannsökuð á Tilraunastöð HÍ að Keldum. Matvælastofnun ítrekar mikilvægi þess að fuglaeigendur verndi fugla sína gegn smiti. 23. apríl 2022 19:02 „Þetta er inflúensuveira sem getur stökkbreyst mjög auðveldlega” Yfirdýralæknir segir alvarlegt ef smit af skæðu fuglaflensuafbrigði berst inn á alifuglabú. Veiran getur drepið fugla á tveimur dögum. Heimilishænsn eru fyrstu heimilisdýrin á Íslandi sem hafa greinst með veiruna. MAST hefur útbúið kort sem sýnir útbreiðslu smita og sýna sem hafa verið tekin. 20. apríl 2022 22:31 Fuglaflensa staðfest í hænunum á Skeiðum Fuglaflensan hefur nú greinst í heimilishænum en sýni voru tekin úr hænum á bænum Reykjum á Skeiðum í síðustu viku. Tilkynnt var um það síðastliðinn föstudag að fuglaflensa hefði greinst í þremur villtum fuglum, þar á meðal í hrafni sem fannst dauður á Skeiðum. Þá var sterkur grunur um að hænurnar á Skeiðum væru smitaðar sem hefur nú verið staðfest. 19. apríl 2022 18:27 Landsmenn hugi að sóttvörnum Það gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér ef fuglaflensa berst inn á stærri alifuglabú að sögn yfirdýralæknis Matvælastofnunar. Landsmenn eru hvattir til að huga vel að sóttvörnum, ekki síst í kringum dauða fugla. 18. apríl 2022 13:00 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjá meira
Fuglaflensa greinist í fleiri villtum fuglum Fuglaflensuveirur af gerðinni H5 greindust í átta sýnum af fimmtán sem tekin voru úr villtum fuglum í vikunni og rannsökuð á Tilraunastöð HÍ að Keldum. Matvælastofnun ítrekar mikilvægi þess að fuglaeigendur verndi fugla sína gegn smiti. 23. apríl 2022 19:02
„Þetta er inflúensuveira sem getur stökkbreyst mjög auðveldlega” Yfirdýralæknir segir alvarlegt ef smit af skæðu fuglaflensuafbrigði berst inn á alifuglabú. Veiran getur drepið fugla á tveimur dögum. Heimilishænsn eru fyrstu heimilisdýrin á Íslandi sem hafa greinst með veiruna. MAST hefur útbúið kort sem sýnir útbreiðslu smita og sýna sem hafa verið tekin. 20. apríl 2022 22:31
Fuglaflensa staðfest í hænunum á Skeiðum Fuglaflensan hefur nú greinst í heimilishænum en sýni voru tekin úr hænum á bænum Reykjum á Skeiðum í síðustu viku. Tilkynnt var um það síðastliðinn föstudag að fuglaflensa hefði greinst í þremur villtum fuglum, þar á meðal í hrafni sem fannst dauður á Skeiðum. Þá var sterkur grunur um að hænurnar á Skeiðum væru smitaðar sem hefur nú verið staðfest. 19. apríl 2022 18:27
Landsmenn hugi að sóttvörnum Það gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér ef fuglaflensa berst inn á stærri alifuglabú að sögn yfirdýralæknis Matvælastofnunar. Landsmenn eru hvattir til að huga vel að sóttvörnum, ekki síst í kringum dauða fugla. 18. apríl 2022 13:00