Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum fjöllum við um bankasöluna umdeildu en tekist var á um málið á þingi langt fram á nótt.

Einnig greinum við frá þeirri ákvörðun dómsmálaráðherra að börn sem vistuð voru á Hjalteyri skuli fá greiddar bætur frá ríkinu.

Þá verður rætt við hagsmunasamtökin Rauðu regnhlífina sem kalla eftir skaðaminnkandi nálgun í gagnvart þeim sem stunda kynlífsvinnu á Íslandi. 

Einnig greinum við frá helstu vendingum í Úkraínu en svo gæti farið að héraðið Transnistría dragist inn í átökin. Einnig ræðum við komandi sveitastjórnarkosningar en Pallborð verður á Vísi síðar í dag þar sem Hafnarfjörður verður í brennidepli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×