Nauðgaði og ýtti konu ofan í gjótu eftir að hún hafnaði bónorði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. apríl 2022 13:34 Maðurinn nauðgaði konunni áður en hann ýtti henni ofan í gjótu og yfirgaf hana. Myndin er af sænskum helli en tengist ekki fréttinni. Getty/Arterra Lögreglan í Svíþjóð hefur til rannsóknar karlmann sem talinn er hafa nauðgað konu og ýtt henni í gjótu eftir að hún hafnaði bónorði hans. Konan fannst á föstudaginn eftir að hafa legið í gjótunni í tvo daga. Síðdegis á föstudaginn síðastliðinn barst viðbragðsaðilum í Norberg í Västmanland hjálparbeiðni frá manni sem hafði verið með börnin sín á gangi í skóglendi fyrir utan bæinn. Í skóginum er að finna gamla námu en þaðan höfðu maðurinn og börnin hans heyrt hjálparköll frá ungri konu. Maðurinn fann konuna ofan í um 25 metra djúpri gjótu. Þegar lögregla, slökkvilið og björgunarsveitir mættu á staðinn var slökkviliðsmaður látinn síga niður í gjótuna til þess að sækja konuna, sem var síðan flutt á sjúkrahús með þyrlu. Lars Johansson, formaður björgunarsveitarinnar í Avesta, segir í samtali við Aftonbladet að konan sé heppin að hafa lifað fallið af. „Hún er mjög heppin, það var örlítill snjór í botni gjótunnar sem gæti hafa mýkt lendinguna. Þetta var samt mjög hátt fall og endar venjulega ekki svona vel þegar fólk fellur niður meira en 20 metra,“ segir Johansson í samtali við blaðið. Konan var slösuð eftir fallið og hafði ofkælst en ástand hennar er annars óþekkt fjölmiðlum í Svíþjóð. Karlmaður, sem talinn er hafa nauðgað konunni og ýtt henni ofan í gjótuna, var handtekinn í suðurhluta Svíþjóðar í gær. Hann hefur nú verið úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um nauðgun og tilraun til manndráps. Samkvæmt frétt Aftonbladet herma heimildir þess að maðurinn hafi beðið konunnar á miðvikudag þarna í skóglendinu fyrir utan Norberg. Þegar hún hafi hafnað bónorðinu hafi hann nauðgað henni og kastað henni í gjótuna. Svíþjóð Erlend sakamál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Síðdegis á föstudaginn síðastliðinn barst viðbragðsaðilum í Norberg í Västmanland hjálparbeiðni frá manni sem hafði verið með börnin sín á gangi í skóglendi fyrir utan bæinn. Í skóginum er að finna gamla námu en þaðan höfðu maðurinn og börnin hans heyrt hjálparköll frá ungri konu. Maðurinn fann konuna ofan í um 25 metra djúpri gjótu. Þegar lögregla, slökkvilið og björgunarsveitir mættu á staðinn var slökkviliðsmaður látinn síga niður í gjótuna til þess að sækja konuna, sem var síðan flutt á sjúkrahús með þyrlu. Lars Johansson, formaður björgunarsveitarinnar í Avesta, segir í samtali við Aftonbladet að konan sé heppin að hafa lifað fallið af. „Hún er mjög heppin, það var örlítill snjór í botni gjótunnar sem gæti hafa mýkt lendinguna. Þetta var samt mjög hátt fall og endar venjulega ekki svona vel þegar fólk fellur niður meira en 20 metra,“ segir Johansson í samtali við blaðið. Konan var slösuð eftir fallið og hafði ofkælst en ástand hennar er annars óþekkt fjölmiðlum í Svíþjóð. Karlmaður, sem talinn er hafa nauðgað konunni og ýtt henni ofan í gjótuna, var handtekinn í suðurhluta Svíþjóðar í gær. Hann hefur nú verið úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um nauðgun og tilraun til manndráps. Samkvæmt frétt Aftonbladet herma heimildir þess að maðurinn hafi beðið konunnar á miðvikudag þarna í skóglendinu fyrir utan Norberg. Þegar hún hafi hafnað bónorðinu hafi hann nauðgað henni og kastað henni í gjótuna.
Svíþjóð Erlend sakamál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira