Lífið

Róbert seldi höllina á 350 milljónir

Bjarki Sigurðsson skrifar
Róbert Wessmann keypti húsið árið 2017 en hefur nú selt það.
Róbert Wessmann keypti húsið árið 2017 en hefur nú selt það. Alvotech

Róbert Wessmann, stofnandi Alvogen og Alvotech, hefur selt hús sitt á Arnarnesi í Garðabæ á 350 milljónir.

Húsið er rúmir 426 fermetrar en kaupandinn er félagið Laug ehf. sem er í eigu Kristjáns Magnasonar og Jóhanns Guðlaugs Jóhannssonar. Jóhann er náinn samstarfsmaður Róberts samkvæmt Viðskiptablaðinu sem greindi fyrst frá sölunni. 

Húsið þegar það var sett á sölu árið 2017.Fasteignamarkaðurinn

Húsið var byggt árið 1990 en endurnýjað árin 2019-2021. Róbert keypti eignina árið 2017 fyrir 187,5 milljónir króna.

Samkvæmt fasteignaauglýsingunni sem birt var árið 2017, stendur húsið á lóð sem er 1.406 fermetrar að stærð og er með stórum, afgirtum og skjólsælum veröndum. Baðhús var byggt við húsið árið 2007. Í því má finna salerni, stóran heitan pott, vatnsgufubað og sturtuherbergi.

Róbert seldi húsið á 350 milljónir króna, fjórum árum eftir að hann keypti það á 187,5 milljónir.Fasteignamarkaðurinn

Mikil lofthæð er í húsinu og innbyggð lýsing í flestum loftum. Hússtjórnarkerfi er í húsinu, tveir gasarnar, ein kamína og einn arinn.

Fasteignamarkaðurinn
Fasteignamarkaðurinn
Fasteignamarkaðurinn





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.