Ekki leita dýrt yfir ódýrt - Leysum frekar umferðarvandann strax Jóhannes Loftsson skrifar 26. apríl 2022 23:00 Samgöngusáttmálinn sem kynntur var árið 2018, var einstætt tímamótasamkomulag þar sem háar fjárhæðir voru eyrnamerktar risaframkvæmdum sem margar voru þá enn á slíku hugmyndastigi að fáir vissu í raun um hvað var verið að semja. Tökum Miklubrautarstokkinn sem dæmi. Grafa á 10 metra djúpan skurð í hverfi sem endar nafnið á “mýri” og röskun á grunnvatnsstöðu gæti mögulega skemmt aðliggjandi byggingar. Í síðustu Miklubrautarframkvæmd fóru umferðartafir við Klambratún algjörlega úr böndunum og nú á að fara í aðra framkvæmd á sama stað sem verður a.m.k. 50 sinnum dýrari. Að mörgu leiti svipar verkefninu meira til fasteignaþróunarverkefnis, því til stendur að byggja blokkir yfir og kringum stokkinn. Megnið af þeim óbeina kostnaði sem tengist þessu er ekki innifalinn og margar aðvörunarbjöllur klingja að margfalt framúrkeyrsluverkefni gæti verið að fæðast. Nú mætti búast við því að mikill ávinningur kæmi af svo dýrri framkvæmd. Þegar nánar er að gáð er þó aðeins verið að laga umferðina á tveimur ljósagatnamótum og við báða enda stokksins taka við umferðarljós. Eftir framkvæmdina gætu ökumenn því allt eins endað í stífluðum illa loftræstum stokk með tóma vasa. Til stendur að fjármagna samgöngusáttmálann með lóðasölu og vegsköttum. Til að það sé hægt, gæti reynst nauðsynlegt að viðhalda háu fasteignaverði og hætt er við að vegskattarnir muni vara um langa framtíð. Dæmin erlendis sanna það. Ódýru lausnirnar eru fljótlegastar Lykillinn að því að laga umferðina hratt er að framkvæmdum sé forgangsraðað eftir gagnsemi. Vega og meta þarf hverja einustu krónu miðað við það gagn sem hún skilar í að bæta umferðarflæðið. Þá eru það ekki endilega stærstu verkefnin sem fengju mest vægi, heldur líka litlar fljótlegar framkvæmdir sem kalla á lítið rask. Fljótlegasta aðferðin til að bæta umferðarflæðið væri með bættri umferðarstýringu. Í dag eru of mörg ljós á Miklubrautinni til að slík stýring virki vel. Skipta þarf út öllum stökum gönguljósum með göngubrúm til að gera slíka stýringu mögulega svo flæðið komi aftur. Þannig má fyrir litla upphæð strax ná miklum árangri strax. Margar aðrar álíka minni lausnir má eflaust finna út um allan bæ, en þær komast ekki á áætlun meðan skynsamlegu kerfi fyrir forgangsröðun vantar. Samgönguása fyrir alla Til lengri tíma þarf líka að huga að stærri verkefnum. Áður fyrr voru öll verkefni arðsemismetin og í áætlun Vegagerðinnar árið 2003, var kannað hvað kostaði að breyta öllum gatnamótum á Miklubraut og Kringlumýrarbraut í mislæg. Kostnaðurinn reyndist svipaður og nú er áætlað að eyða í Miklubrautastokkinn einan. Slíkar framkvæmdir sem laga umferðarflæðið munu gagnast öllum, bæði einkabíl og strætó. Megin röksemdin fyrir borgarlínunni mundi hverfa ef þessir hnútar eru lagaðir, því það þarf enginn forgang í umferð sem flæðir hindranalaust. Bestu samgönguásar í Reykjavík eru þegar komnir, en til að þeir virki þarf að byrja að verja umferðarflæðið. Nýr borgarlínuumferðarás er óþörf sóun á landi og vegafé, sem mun tefja aðrar þarfari framkvæmdir. Viðeyjarleiðin er framtíðin Ein öflugasta samgöngutenging sem hægt er að ráðast í á höfuðborgarsvæðinu liggur í gegnum Viðey. Með því að tengja eyjuna landi við Laugarnes (gegnum botngöng) við Gufunes (gegnum landfyllingu) og við Kjalarnessvæði (gegnum hefðbundin göng) verður til samgöngutenging sem í senn leysir vanda Sæbrautar og hluta Miklubrautar og styttir ferðatímann úr bænum um 20 mínútur. Ekkert mál væri að fjármagna þessa framkvæmd á sama hátt og Hvalfjarðargöngin með notkunargjöldum, því hagkvæmnin er slík að notendur myndu hagnast á hverri ferð. Tími alvöru lausna er kominn Ábyrg framtíð (x Y) er nýtt stjórnmálaafl sem vill hafna samgöngusáttmálanum, áður en hann leiðir til hærra fasteignaverðs og varanlegra vegskatta. Með alvöru lausnum má leysa umferðarvandamálin strax á mun hagkvæmari hátt. Höfundur er verkfræðingur og oddviti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samgöngur Skipulag Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Ábyrg framtíð Jóhannes Loftsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Samgöngusáttmálinn sem kynntur var árið 2018, var einstætt tímamótasamkomulag þar sem háar fjárhæðir voru eyrnamerktar risaframkvæmdum sem margar voru þá enn á slíku hugmyndastigi að fáir vissu í raun um hvað var verið að semja. Tökum Miklubrautarstokkinn sem dæmi. Grafa á 10 metra djúpan skurð í hverfi sem endar nafnið á “mýri” og röskun á grunnvatnsstöðu gæti mögulega skemmt aðliggjandi byggingar. Í síðustu Miklubrautarframkvæmd fóru umferðartafir við Klambratún algjörlega úr böndunum og nú á að fara í aðra framkvæmd á sama stað sem verður a.m.k. 50 sinnum dýrari. Að mörgu leiti svipar verkefninu meira til fasteignaþróunarverkefnis, því til stendur að byggja blokkir yfir og kringum stokkinn. Megnið af þeim óbeina kostnaði sem tengist þessu er ekki innifalinn og margar aðvörunarbjöllur klingja að margfalt framúrkeyrsluverkefni gæti verið að fæðast. Nú mætti búast við því að mikill ávinningur kæmi af svo dýrri framkvæmd. Þegar nánar er að gáð er þó aðeins verið að laga umferðina á tveimur ljósagatnamótum og við báða enda stokksins taka við umferðarljós. Eftir framkvæmdina gætu ökumenn því allt eins endað í stífluðum illa loftræstum stokk með tóma vasa. Til stendur að fjármagna samgöngusáttmálann með lóðasölu og vegsköttum. Til að það sé hægt, gæti reynst nauðsynlegt að viðhalda háu fasteignaverði og hætt er við að vegskattarnir muni vara um langa framtíð. Dæmin erlendis sanna það. Ódýru lausnirnar eru fljótlegastar Lykillinn að því að laga umferðina hratt er að framkvæmdum sé forgangsraðað eftir gagnsemi. Vega og meta þarf hverja einustu krónu miðað við það gagn sem hún skilar í að bæta umferðarflæðið. Þá eru það ekki endilega stærstu verkefnin sem fengju mest vægi, heldur líka litlar fljótlegar framkvæmdir sem kalla á lítið rask. Fljótlegasta aðferðin til að bæta umferðarflæðið væri með bættri umferðarstýringu. Í dag eru of mörg ljós á Miklubrautinni til að slík stýring virki vel. Skipta þarf út öllum stökum gönguljósum með göngubrúm til að gera slíka stýringu mögulega svo flæðið komi aftur. Þannig má fyrir litla upphæð strax ná miklum árangri strax. Margar aðrar álíka minni lausnir má eflaust finna út um allan bæ, en þær komast ekki á áætlun meðan skynsamlegu kerfi fyrir forgangsröðun vantar. Samgönguása fyrir alla Til lengri tíma þarf líka að huga að stærri verkefnum. Áður fyrr voru öll verkefni arðsemismetin og í áætlun Vegagerðinnar árið 2003, var kannað hvað kostaði að breyta öllum gatnamótum á Miklubraut og Kringlumýrarbraut í mislæg. Kostnaðurinn reyndist svipaður og nú er áætlað að eyða í Miklubrautastokkinn einan. Slíkar framkvæmdir sem laga umferðarflæðið munu gagnast öllum, bæði einkabíl og strætó. Megin röksemdin fyrir borgarlínunni mundi hverfa ef þessir hnútar eru lagaðir, því það þarf enginn forgang í umferð sem flæðir hindranalaust. Bestu samgönguásar í Reykjavík eru þegar komnir, en til að þeir virki þarf að byrja að verja umferðarflæðið. Nýr borgarlínuumferðarás er óþörf sóun á landi og vegafé, sem mun tefja aðrar þarfari framkvæmdir. Viðeyjarleiðin er framtíðin Ein öflugasta samgöngutenging sem hægt er að ráðast í á höfuðborgarsvæðinu liggur í gegnum Viðey. Með því að tengja eyjuna landi við Laugarnes (gegnum botngöng) við Gufunes (gegnum landfyllingu) og við Kjalarnessvæði (gegnum hefðbundin göng) verður til samgöngutenging sem í senn leysir vanda Sæbrautar og hluta Miklubrautar og styttir ferðatímann úr bænum um 20 mínútur. Ekkert mál væri að fjármagna þessa framkvæmd á sama hátt og Hvalfjarðargöngin með notkunargjöldum, því hagkvæmnin er slík að notendur myndu hagnast á hverri ferð. Tími alvöru lausna er kominn Ábyrg framtíð (x Y) er nýtt stjórnmálaafl sem vill hafna samgöngusáttmálanum, áður en hann leiðir til hærra fasteignaverðs og varanlegra vegskatta. Með alvöru lausnum má leysa umferðarvandamálin strax á mun hagkvæmari hátt. Höfundur er verkfræðingur og oddviti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun