Anfield fær ekki EM-leiki af því hann er of lítill Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2022 10:31 Divock Origi skorar mark sitt fyrir Liverpool á móti Everton á Anfield um helgina fyrir framan Kop-stúkuna frægu. AP/Jon Super Liverpool spilar undanúrslitaleik í Meistaradeildinni á Anfield leikvanginum á móti Villarreal í kvöld en þessi heimsfrægi leikvangur nær þó ekki lágmarki UEFA fyrir Evrópumótið í fótbolta. Knattspyrnusamband Evrópu er með strangar reglur þegar kemur að því að halda leiki á Evrópumótinu í fótbolta reyndar bara fyrir karlamótið því eins og við Íslendingum þekkjum þá er í lagi að setja leiki á EM kvenna á litla æfingavelli. Það myndu nú flestir halda að Anfield næði að uppfylla gæðakröfur sambandsins en annað er að koma á daginn. Enskir miðlar slá því upp að Anfield verði skilinn út undan þegar ákveðið á hvaða völlum verði spilað á Evrópumótinu á Bretlandseyjum 2028. Alls verða valdir fimmtán leikvangar þar af tíu á Englandi. Þrátt fyrir að vera einn frægasti leikvangur landsins þá veður Anfield ekki í þessum hópi og ástæðan er stærð grasflatarins. Lágmarkskröfur fyrir leikvang að halda leiki á EM er að vera með grasflöt sem getur hýst leikvang sem er að lágmarki 105 metrar á lengd og 68 metrar á breidd. Anfield leikvangurinn er bara 101 metri á lengd á milli Kop-stúkunnar og stúkunnar við Anfield sem er nú unnið að því að stækka. Stærri stúka mun þó ekki leysa vandamálið því leikflöturinn mun ekkert stækka þótt að stúkan stækki. Enska knattspyrnusambandið á að hafa látið Liverpool-menn vita af því að af þessum sökum komi Anfield ekki til greina. Eina leiðin fyrir Liverpool borg að hýsa leiki er að Everton takist að klára nýja Bramley Moore leikvanginn í tíma. Sá leikvangur á að vera tekinn í notkun fyrir 2024-25 tímabilið og eru góðar líkur á því. Enski boltinn Bretland Mest lesið Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Í beinni: Frankfurt - Tottenham | Tímabilið undir hjá Spurs Í beinni: Chelsea - Legia | Chelsea-menn í kjörstöðu Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu er með strangar reglur þegar kemur að því að halda leiki á Evrópumótinu í fótbolta reyndar bara fyrir karlamótið því eins og við Íslendingum þekkjum þá er í lagi að setja leiki á EM kvenna á litla æfingavelli. Það myndu nú flestir halda að Anfield næði að uppfylla gæðakröfur sambandsins en annað er að koma á daginn. Enskir miðlar slá því upp að Anfield verði skilinn út undan þegar ákveðið á hvaða völlum verði spilað á Evrópumótinu á Bretlandseyjum 2028. Alls verða valdir fimmtán leikvangar þar af tíu á Englandi. Þrátt fyrir að vera einn frægasti leikvangur landsins þá veður Anfield ekki í þessum hópi og ástæðan er stærð grasflatarins. Lágmarkskröfur fyrir leikvang að halda leiki á EM er að vera með grasflöt sem getur hýst leikvang sem er að lágmarki 105 metrar á lengd og 68 metrar á breidd. Anfield leikvangurinn er bara 101 metri á lengd á milli Kop-stúkunnar og stúkunnar við Anfield sem er nú unnið að því að stækka. Stærri stúka mun þó ekki leysa vandamálið því leikflöturinn mun ekkert stækka þótt að stúkan stækki. Enska knattspyrnusambandið á að hafa látið Liverpool-menn vita af því að af þessum sökum komi Anfield ekki til greina. Eina leiðin fyrir Liverpool borg að hýsa leiki er að Everton takist að klára nýja Bramley Moore leikvanginn í tíma. Sá leikvangur á að vera tekinn í notkun fyrir 2024-25 tímabilið og eru góðar líkur á því.
Enski boltinn Bretland Mest lesið Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Í beinni: Frankfurt - Tottenham | Tímabilið undir hjá Spurs Í beinni: Chelsea - Legia | Chelsea-menn í kjörstöðu Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Sjá meira