Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Þór/KA 4-1 | Öruggur sigur Blika í fyrsta leik Smári Jökull Jónsson skrifar 27. apríl 2022 20:13 Blikaliðið fagnaði sigri í kvöld. Vísir/Vilhelm Breiðablik vann sanngjarnan 4-1 sigur á Þór/KA í 1.umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Hafrún Rakel Halldórsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Blika. Hafrún kom Breiðablik yfir strax á 8.mínútu og Anna Petryk kom Kópavogsliðinu í 2-0 á 19.mínútu og Breiðablik mikið betra liðið. Þór/KA var í stökustu vandræðum og átti erfitt með að halda boltanum innan liðsins. Hafrún Rakel bætti þriðja markinu við fyrir hálfleik og staðan þá 3-0. Heimaliðið gerði svo endanlega út um leikinn í upphafi síðari hálfleiks þegar Natasha Anasi skoraði með skalla eftir hornspyrnu. Þór/KA beit aðeins frá sér síðustu tuttugu mínúturnar og fengu færi til að skora, aðallega í kjölfar hornspyrna Andreu Mistar Pálsdóttur. Markið kom svo á 86.mínútu þegar Margrét Árnadóttir skoraði með skalla. Það var smá rangstöðulykt af því marki en það stóð. Lokatölur 4-1 og fyrstu þrjú stigin komin í hús hjá Breiðablik. Af hverju vann Breiðablik? Lengst af í dag var mikill gæðamunur á liðunum. Breiðablik réði lögum og lofum á vellinum og Þór/KA mætti eiginlega ekki til leiks í fyrri hálfleiknum. Varnarlega gerðu þær ekki vel í fyrsta markinu Þær áttu einnig í vandræðum með að halda boltanum innan liðsins og gegn svona sterku liði er erfitt að vera alltaf að elta. Þessar stóðu upp úr: Hafrún Rakel lék frábærlega áður en hún fór útaf. Hún hefur oftar en ekki leikið í vinstri bakverði hjá Blikum þó svo að kantstaðan sé henni ekki ókunn. Hún var ógnandi og dugleg að koma sér upp kantinn. Vonandi fyrir Blika að meiðsli hennar séu ekki alvarleg en það leit ekkert alltof vel út þegar hún fór af velli. Natasha Anasi átti góðan leik í vörn Blika sem og Heiðdís Lilýardóttir. Þær mynda gríðarsterkt miðvarðarpar sem erfitt verður að komast framhjá. Ásta Eir Árnadóttir var öflug í hægri bakverði og þá áttu þær Hildur Antonsdóttir og Anna Petryk ágætan leik á miðjunni. Telma greip vel inní í markinu þegar á þurfti að halda. Hjá Þór/KA var Margrét Árnadóttir nokkuð dugleg og skoraði fínt skallamark. Andrea Mist átti hættulegar hornspyrnur sem sköpuðu hættu. Hvað gekk illa? Þór/KA gekk illa í flestu í fyrri hálfleik. Þær voru alltof linar í návígjum og héldu boltanum ekki vel innan liðsins. Það var eins og þær hefðu einfaldlega borið of mikla virðingu fyrir Breiðablik sem hefur verið stórveldi í kvennaboltanum síðustu árin. Breiðablik var í vandræðum með hornspyrnur Þór/KA í síðari hálfleik. Akureyrarstúlkur unnu yfirleitt fyrsta boltann í loftinu og í kjölfarið lenti vörn Blika í vandræðum. Hvað gerist næst? Breiðablik á næst leik gegn Keflavík á útivelli en Keflvíkingar unnu 4-0 sigur gegn KR í kvöld. Þór/KA á heimaleik í næstu umferð þegar þær taka á móti Val sem spáð er titlinum í sumar. Ásmundur: Erum með öflugan hóp og okkar verkefni er að búa til gott lið Ásmundur Arnarsson er þjálfari Blikastúlkna.Vísir/Vilhelm „Ég held við getum ekki farið fram á meira. Við bjuggumst við hörkuleik og þetta er hörkulið sem við erum að spila við. Við komum okkur í góða stöðu snemma í leiknum,“ sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks eftir 4-1 sigur Blika á Þór/KA í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Staðan í hálfleik var 3-0 fyrir Breiðablik og Blikaliðið þá verið mikið betri aðilinn á vellinum. „Það var gott að skora í byrjun seinni hálfleiks og ná fjórða markinu. Svo féllu þær svolítið niður og lokuðu vel þannig að það hægðist á leiknum. Við vorum að reyna, vorum að halda í boltann en auðvitað er alltaf hætta að það komi eitthvað í bakið á manni ef boltinn tapast.“ Þór/KA beit frá sér síðari hluta seinni hálfleiks og náðu verðskuldað inn marki. „Leikurinn fjaraði hálfpartinn út og við urðum værukærar og þær fengu möguleika og náðu marki fullkomlega verðskuldað. 4-1 sigur, við erum ánægð með það.“ Breiðablik átti í vandræðum með að verjast hornspyrnum Þórs/KA í síðari hálfleik og skapaðist oft á tíðum hætta þá. „Hluti af því að vera værukær er að þá ertu undir í þessum föstu leikatriðum og návígjum sem við vorum ekki framan af. Það er eitthvað sem við þurfum að skoða.“ Hafrún Rakel Halldórsdóttir var búin að skora tvö mörk á fyrsta hálftímanum í dag og kom af feykikrafti inn í leikinn. „Hún var gríðarlega öflug. Hún hefur verið í vandræðum með meiðsli í vetur og ekki alveg komin í hundrað prósent stand. Við vonuðumst til að hún gæti klárað fram að hálfleik en því miður kom eitthvað uppá í ristinni og við vonum að það verði ekki brot en það kemur í ljós eftir myndatöku.“ Natasha Anasi kom til Breiðabliks í hafsentinum og kemur mjög öflug inn í miðvarðarstöðu Breiðabliks. „Ég hef sagt að mér finnst hópurinn öflugur og vill ekki taka einhverja eina út. Við erum með öflugan hóp og okkar verkefni er að búa til gott lið úr honum. Það eru margar góðar og við erum ánægð með breiddina eins og staðan er,“ sagði Ásmundur að lokum. Jón Stefán: Bárum of mikla virðingu fyrir þeim Úr leik Þórs/KA og Breiðablik síðan í fyrra.Vísir/Hulda Margrét Jón Stefán Jónsson, annar af þjálfurum Þórs/KA var ekki ánægður með frammistöðu liðs síns í fyrri hálfleiknum í dag. Hann sagði ómögulegt að lenda 2-0 undir gegn Blikum líkt og Þór/KA gerði í dag. „Ég ætla að segja gömlu góðu klisjuna að við mættum ekki til leiks. Það eru mikil vonbrigði hvernig við nálguðumst fyrsta hálftímann eða fyrri hálfleikinn eiginlega í heild sinni,“ sagði Jón Stefán þegar Vísir ræddi við hann að leik loknum í kvöld. „Við vorum langt frá mönnum og bárum of mikla virðingu fyrir þeim. Spennustigið var kolvitlaust og það er einfaldlega þannig. Við urðum litlar og það voru engin eldflaugavísindi inni í hálfleik, það var bara talað um að standa sig eins og fólk.“ Þór/KA náði þó inn marki undir lokin og síðustu 25-30 mínútur leiksins voru mikið betri af þeirra hálfu. „Við sýndum það sem maður vill að maður sýni. Ég veit að Blikarnir voru yfir og kannski komnir í eitthvað þægindasvæði en við sýndum það þarna í lokin og við þurfum að sýna það miklu meira og fyrr í leikjum.“ Besta deild kvenna Breiðablik Þór Akureyri KA Tengdar fréttir Ásmundur: Erum með öflugan hóp og okkar verkefni er að búa til gott lið „Ég held við getum ekki farið fram á meira. Við bjuggumst við hörkuleik og þetta er hörkulið sem við erum að spila við. Við komum okkur í góða stöðu snemma í leiknum,“ sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks eftir 4-1 sigur Blika á Þór/KA í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. 27. apríl 2022 19:55
Breiðablik vann sanngjarnan 4-1 sigur á Þór/KA í 1.umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Hafrún Rakel Halldórsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Blika. Hafrún kom Breiðablik yfir strax á 8.mínútu og Anna Petryk kom Kópavogsliðinu í 2-0 á 19.mínútu og Breiðablik mikið betra liðið. Þór/KA var í stökustu vandræðum og átti erfitt með að halda boltanum innan liðsins. Hafrún Rakel bætti þriðja markinu við fyrir hálfleik og staðan þá 3-0. Heimaliðið gerði svo endanlega út um leikinn í upphafi síðari hálfleiks þegar Natasha Anasi skoraði með skalla eftir hornspyrnu. Þór/KA beit aðeins frá sér síðustu tuttugu mínúturnar og fengu færi til að skora, aðallega í kjölfar hornspyrna Andreu Mistar Pálsdóttur. Markið kom svo á 86.mínútu þegar Margrét Árnadóttir skoraði með skalla. Það var smá rangstöðulykt af því marki en það stóð. Lokatölur 4-1 og fyrstu þrjú stigin komin í hús hjá Breiðablik. Af hverju vann Breiðablik? Lengst af í dag var mikill gæðamunur á liðunum. Breiðablik réði lögum og lofum á vellinum og Þór/KA mætti eiginlega ekki til leiks í fyrri hálfleiknum. Varnarlega gerðu þær ekki vel í fyrsta markinu Þær áttu einnig í vandræðum með að halda boltanum innan liðsins og gegn svona sterku liði er erfitt að vera alltaf að elta. Þessar stóðu upp úr: Hafrún Rakel lék frábærlega áður en hún fór útaf. Hún hefur oftar en ekki leikið í vinstri bakverði hjá Blikum þó svo að kantstaðan sé henni ekki ókunn. Hún var ógnandi og dugleg að koma sér upp kantinn. Vonandi fyrir Blika að meiðsli hennar séu ekki alvarleg en það leit ekkert alltof vel út þegar hún fór af velli. Natasha Anasi átti góðan leik í vörn Blika sem og Heiðdís Lilýardóttir. Þær mynda gríðarsterkt miðvarðarpar sem erfitt verður að komast framhjá. Ásta Eir Árnadóttir var öflug í hægri bakverði og þá áttu þær Hildur Antonsdóttir og Anna Petryk ágætan leik á miðjunni. Telma greip vel inní í markinu þegar á þurfti að halda. Hjá Þór/KA var Margrét Árnadóttir nokkuð dugleg og skoraði fínt skallamark. Andrea Mist átti hættulegar hornspyrnur sem sköpuðu hættu. Hvað gekk illa? Þór/KA gekk illa í flestu í fyrri hálfleik. Þær voru alltof linar í návígjum og héldu boltanum ekki vel innan liðsins. Það var eins og þær hefðu einfaldlega borið of mikla virðingu fyrir Breiðablik sem hefur verið stórveldi í kvennaboltanum síðustu árin. Breiðablik var í vandræðum með hornspyrnur Þór/KA í síðari hálfleik. Akureyrarstúlkur unnu yfirleitt fyrsta boltann í loftinu og í kjölfarið lenti vörn Blika í vandræðum. Hvað gerist næst? Breiðablik á næst leik gegn Keflavík á útivelli en Keflvíkingar unnu 4-0 sigur gegn KR í kvöld. Þór/KA á heimaleik í næstu umferð þegar þær taka á móti Val sem spáð er titlinum í sumar. Ásmundur: Erum með öflugan hóp og okkar verkefni er að búa til gott lið Ásmundur Arnarsson er þjálfari Blikastúlkna.Vísir/Vilhelm „Ég held við getum ekki farið fram á meira. Við bjuggumst við hörkuleik og þetta er hörkulið sem við erum að spila við. Við komum okkur í góða stöðu snemma í leiknum,“ sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks eftir 4-1 sigur Blika á Þór/KA í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Staðan í hálfleik var 3-0 fyrir Breiðablik og Blikaliðið þá verið mikið betri aðilinn á vellinum. „Það var gott að skora í byrjun seinni hálfleiks og ná fjórða markinu. Svo féllu þær svolítið niður og lokuðu vel þannig að það hægðist á leiknum. Við vorum að reyna, vorum að halda í boltann en auðvitað er alltaf hætta að það komi eitthvað í bakið á manni ef boltinn tapast.“ Þór/KA beit frá sér síðari hluta seinni hálfleiks og náðu verðskuldað inn marki. „Leikurinn fjaraði hálfpartinn út og við urðum værukærar og þær fengu möguleika og náðu marki fullkomlega verðskuldað. 4-1 sigur, við erum ánægð með það.“ Breiðablik átti í vandræðum með að verjast hornspyrnum Þórs/KA í síðari hálfleik og skapaðist oft á tíðum hætta þá. „Hluti af því að vera værukær er að þá ertu undir í þessum föstu leikatriðum og návígjum sem við vorum ekki framan af. Það er eitthvað sem við þurfum að skoða.“ Hafrún Rakel Halldórsdóttir var búin að skora tvö mörk á fyrsta hálftímanum í dag og kom af feykikrafti inn í leikinn. „Hún var gríðarlega öflug. Hún hefur verið í vandræðum með meiðsli í vetur og ekki alveg komin í hundrað prósent stand. Við vonuðumst til að hún gæti klárað fram að hálfleik en því miður kom eitthvað uppá í ristinni og við vonum að það verði ekki brot en það kemur í ljós eftir myndatöku.“ Natasha Anasi kom til Breiðabliks í hafsentinum og kemur mjög öflug inn í miðvarðarstöðu Breiðabliks. „Ég hef sagt að mér finnst hópurinn öflugur og vill ekki taka einhverja eina út. Við erum með öflugan hóp og okkar verkefni er að búa til gott lið úr honum. Það eru margar góðar og við erum ánægð með breiddina eins og staðan er,“ sagði Ásmundur að lokum. Jón Stefán: Bárum of mikla virðingu fyrir þeim Úr leik Þórs/KA og Breiðablik síðan í fyrra.Vísir/Hulda Margrét Jón Stefán Jónsson, annar af þjálfurum Þórs/KA var ekki ánægður með frammistöðu liðs síns í fyrri hálfleiknum í dag. Hann sagði ómögulegt að lenda 2-0 undir gegn Blikum líkt og Þór/KA gerði í dag. „Ég ætla að segja gömlu góðu klisjuna að við mættum ekki til leiks. Það eru mikil vonbrigði hvernig við nálguðumst fyrsta hálftímann eða fyrri hálfleikinn eiginlega í heild sinni,“ sagði Jón Stefán þegar Vísir ræddi við hann að leik loknum í kvöld. „Við vorum langt frá mönnum og bárum of mikla virðingu fyrir þeim. Spennustigið var kolvitlaust og það er einfaldlega þannig. Við urðum litlar og það voru engin eldflaugavísindi inni í hálfleik, það var bara talað um að standa sig eins og fólk.“ Þór/KA náði þó inn marki undir lokin og síðustu 25-30 mínútur leiksins voru mikið betri af þeirra hálfu. „Við sýndum það sem maður vill að maður sýni. Ég veit að Blikarnir voru yfir og kannski komnir í eitthvað þægindasvæði en við sýndum það þarna í lokin og við þurfum að sýna það miklu meira og fyrr í leikjum.“
Besta deild kvenna Breiðablik Þór Akureyri KA Tengdar fréttir Ásmundur: Erum með öflugan hóp og okkar verkefni er að búa til gott lið „Ég held við getum ekki farið fram á meira. Við bjuggumst við hörkuleik og þetta er hörkulið sem við erum að spila við. Við komum okkur í góða stöðu snemma í leiknum,“ sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks eftir 4-1 sigur Blika á Þór/KA í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. 27. apríl 2022 19:55
Ásmundur: Erum með öflugan hóp og okkar verkefni er að búa til gott lið „Ég held við getum ekki farið fram á meira. Við bjuggumst við hörkuleik og þetta er hörkulið sem við erum að spila við. Við komum okkur í góða stöðu snemma í leiknum,“ sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks eftir 4-1 sigur Blika á Þór/KA í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. 27. apríl 2022 19:55