Hverjir eru valkostirnir í vor? Helgi Áss Grétarsson skrifar 28. apríl 2022 09:00 Valið fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor er skýrt. Að kjósa annan flokk en Sjálfstæðisflokkinn er ávísun á að núverandi vinstri meirihluta haldi velli, eftir atvikum með einhverjum nýjum meðreiðarsveinum. Núverandi borgarstjóra mun þá sjálfsagt vera áfram við stjórnartaumana en viðkomandi hefur verið viðloðandi æðstu stjórn Reykjavíkurborgar í hér um bil 20 ár. Með því að haka X við Sjálfstæðisflokkinn er hins vegar verið að kjósa borgarstjóraefni sem vill framkvæma, ekki bara tala. Lífsnauðsynlegar breytingar við stjórn Reykjavíkurborgar gætu þá orðið að veruleika. Hvers vegna er þörf á breytingum? Sama hvaða bókhaldsbrellur núverandi meirihluta borgarstjórnar viðhefur, þá eru fjármál Reykjavíkurborgar á slæmum stað. Hér má nefna skuldastöðuna en á yfirstandandi kjörtímabili hafa heildarskuldir Reykjavíkurborgar hækkað um þriðjung. Hallarekstur af hefðbundnum rekstri Reykjavíkurborgar er viðvarandi og launakostnaðar nemur of háu hlutfalli af rekstrartekjum. Brýnt er að taka til í rekstri Reykjavíkurborgar en bættur rekstur mun skila sér til almennings, svo sem með því að arðgreiðslur úr Orkuveitunni fari fremur í að lækka þjónustugjöld á fólk og fyrirtæki í höfuðborginni stað þess að óhóflegar arðgreiðslur frá Orkuveitunni haldi áfram að renna í A-hluta borgarsjóðs. Grunnþjónusta Reykjavíkurborgar er ófullnægjandi. Snjómokstri var illa sinnt í vetur, svo dæmi sé tekið, og úthverfin bera þess vitnis að vera vanrækt. Götuþrif hafa lengi verið í ólagi og ef skattgreiðandi í Reykjavík hefði farið í heimsókn á heimasíðu Reykjavíkurborgar í síðustu viku mátti viðkomandi lesa daglega tilkynningu sem sagði m.a. að verið sé „að innleiða nýtt símkerfi í þjónustuverinu þessa dagana og búast má við truflunum og aukinni bið vegna þessa“. Og það þrátt fyrir það að borgarstjórn hafi á yfirstandandi kjörtímabili samþykkt verkefni um stafræna umbreytingu sem áætlað er að kosti yfir 10 milljarða króna. Kjarni málsins er einfaldur. Forgangsröðun við stjórn Reykjavíkurborgar er í ólestri. Fjármálin eru í ólagi og grunnþjónustan óviðunandi. Stjórnsýslan er svifasein og of mannmörg. Þess vegna er breytinga þörf. Samanburður á valkostum Sjálfstæðisflokkurinn býður fram lista frambjóðenda sem hafa allt til brunns að bera að gera Reykjavík að betri borg. Sama hvað hver segir þá er Sjálfstæðisflokkurinn eini raunhæfi valkosturinn sem tryggir að núverandi borgarstjóri fái langþráð frí frá störfum. Með réttu vali kjósenda í vor munum við fá Reykjavík sem virkar. Höfundur er í 7. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Sjá meira
Valið fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor er skýrt. Að kjósa annan flokk en Sjálfstæðisflokkinn er ávísun á að núverandi vinstri meirihluta haldi velli, eftir atvikum með einhverjum nýjum meðreiðarsveinum. Núverandi borgarstjóra mun þá sjálfsagt vera áfram við stjórnartaumana en viðkomandi hefur verið viðloðandi æðstu stjórn Reykjavíkurborgar í hér um bil 20 ár. Með því að haka X við Sjálfstæðisflokkinn er hins vegar verið að kjósa borgarstjóraefni sem vill framkvæma, ekki bara tala. Lífsnauðsynlegar breytingar við stjórn Reykjavíkurborgar gætu þá orðið að veruleika. Hvers vegna er þörf á breytingum? Sama hvaða bókhaldsbrellur núverandi meirihluta borgarstjórnar viðhefur, þá eru fjármál Reykjavíkurborgar á slæmum stað. Hér má nefna skuldastöðuna en á yfirstandandi kjörtímabili hafa heildarskuldir Reykjavíkurborgar hækkað um þriðjung. Hallarekstur af hefðbundnum rekstri Reykjavíkurborgar er viðvarandi og launakostnaðar nemur of háu hlutfalli af rekstrartekjum. Brýnt er að taka til í rekstri Reykjavíkurborgar en bættur rekstur mun skila sér til almennings, svo sem með því að arðgreiðslur úr Orkuveitunni fari fremur í að lækka þjónustugjöld á fólk og fyrirtæki í höfuðborginni stað þess að óhóflegar arðgreiðslur frá Orkuveitunni haldi áfram að renna í A-hluta borgarsjóðs. Grunnþjónusta Reykjavíkurborgar er ófullnægjandi. Snjómokstri var illa sinnt í vetur, svo dæmi sé tekið, og úthverfin bera þess vitnis að vera vanrækt. Götuþrif hafa lengi verið í ólagi og ef skattgreiðandi í Reykjavík hefði farið í heimsókn á heimasíðu Reykjavíkurborgar í síðustu viku mátti viðkomandi lesa daglega tilkynningu sem sagði m.a. að verið sé „að innleiða nýtt símkerfi í þjónustuverinu þessa dagana og búast má við truflunum og aukinni bið vegna þessa“. Og það þrátt fyrir það að borgarstjórn hafi á yfirstandandi kjörtímabili samþykkt verkefni um stafræna umbreytingu sem áætlað er að kosti yfir 10 milljarða króna. Kjarni málsins er einfaldur. Forgangsröðun við stjórn Reykjavíkurborgar er í ólestri. Fjármálin eru í ólagi og grunnþjónustan óviðunandi. Stjórnsýslan er svifasein og of mannmörg. Þess vegna er breytinga þörf. Samanburður á valkostum Sjálfstæðisflokkurinn býður fram lista frambjóðenda sem hafa allt til brunns að bera að gera Reykjavík að betri borg. Sama hvað hver segir þá er Sjálfstæðisflokkurinn eini raunhæfi valkosturinn sem tryggir að núverandi borgarstjóri fái langþráð frí frá störfum. Með réttu vali kjósenda í vor munum við fá Reykjavík sem virkar. Höfundur er í 7. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2022.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun