Betri bær fyrir börn og unglinga Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 27. apríl 2022 19:30 Félagsmiðstöðvar og forvarnarstarf sveitarfélaga hefur á síðastliðnum áratugum lyft grettistaki í forvarnarmálum á Íslandi í samstarfi við skólana, foreldra og annað íþrótta- og æskulýðsstarf. Með markvissu samstarfi og átaki í félags- og forvarnarmálum hafa unglingadrykkja og tóbaksreykingar snarminnkað og þátttaka ungs fólks í jákvæðu tómstundastarfi aukist til muna. Þátttaka í öflugu tómstundastarfi er einn af lykil verndandi þáttum þegar kemur að farsæld barna og ungmenna ásamt því að tómstundastarf skapar öruggan vettvang fyrir börn og ungmenni til að takast á við krefjandi verkefni á eigin forsendum, fræðast, vaxa og þroskast. Á Seltjarnarnesi er rekin öflug félagsmiðstöð og ungmennahús sem lenti í niðurskurðarhníf meirihluta Sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi árið 2020 en þá var 40% af starfsgildum félagsmiðstöðvarinnar skorin út og staða æskulýðsfulltrúa lögð niður. Þessum niðurskurði mótmæltu íbúar og bæjarfulltrúar harðlega og bent var á þá hættu að niðurskurðurinn myndi bitna á farsæld barna og ungmenna á Seltjarnarnesi. Nú tveimur árum seinna hefur foreldrafélag grunnskóla Seltjarnarness, starfsfólk unglingadeildar grunnskólans og starfsfólk félagsmiðstöðvarinnar sent inn áskorun til bæjarstjórnar um að endurráða eigi í þau stöðugildi sem skorin voru niður. Í áskorun foreldrafélagsins kemur fram að niðurskurðurinn hafi bitnað á faglegri forystu og stefnu í forvarnarmálum á Seltjarnarnesi og dregið hafi verið úr opnun félagsmiðstöðvarinnar ásamt getu starfsfólks til að sinna forvarnarmálum með sama hætti og áður. Einnig segir í áskoruninni að vísbendingar séu uppi um að vímuefnanotkun sé búin að aukast hjá unglingum á Nesinu. Nýr meirihluti bæjarfulltrúa á Seltjarnarnesi Þessu ákalli hefur nýr meirihluti bæjarfulltrúa svarað með tillögu sem samþykkt var á bæjarstjórnarfundi miðvikudaginn 27. apríl um að endurráða æskulýðsfulltrúa á Seltjarnarnesi og efla þannig aftur faglegt tómstundastarf á Nesinu. Þennan nýja meirihluta skipa bæjarfulltrúar Samfylkingar, Neslista/Viðreisnar og Bjarni Torfi Álfþórsson sem sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum fyrr í vetur og er nú í framboði á lista Samfylkingar og óháðra. Þessi sami meirihluti hækkaði útsvarsprósentu bæjarbúa lítillega síðastliðið haust, þ.e. úr 13,7% í 14,09%. Sú hækkun var gerð til að stoppa hallarekstur bæjarsjóðs sem er um 1400 milljónir á síðastliðnum 4 árum og skapa svigrúm til þess að sækja fram í þjónustu við íbúa. Nýr meirihluti bæjarfulltrúa á Seltjarnarnesi hefur þannig með tveimur ákvörðunum náð jafnvægi á rekstur bæjarins, skapað svigrúm til þess að mæta þjónustukröfum íbúa og nýtt það svigrúm til að svara ákalli foreldra og fagfólks. Við erum stolt af þessum ákvörðunum og óskum eftir umboði íbúa til að starfa áfram svona eftir kosningar, með íbúum og fyrir íbúa við að skapa betri bæ fyrir börn og unglinga. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingar og óháðra á Seltjarnarnesi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seltjarnarnes Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Guðmundur Ari Sigurjónsson Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Félagsmiðstöðvar og forvarnarstarf sveitarfélaga hefur á síðastliðnum áratugum lyft grettistaki í forvarnarmálum á Íslandi í samstarfi við skólana, foreldra og annað íþrótta- og æskulýðsstarf. Með markvissu samstarfi og átaki í félags- og forvarnarmálum hafa unglingadrykkja og tóbaksreykingar snarminnkað og þátttaka ungs fólks í jákvæðu tómstundastarfi aukist til muna. Þátttaka í öflugu tómstundastarfi er einn af lykil verndandi þáttum þegar kemur að farsæld barna og ungmenna ásamt því að tómstundastarf skapar öruggan vettvang fyrir börn og ungmenni til að takast á við krefjandi verkefni á eigin forsendum, fræðast, vaxa og þroskast. Á Seltjarnarnesi er rekin öflug félagsmiðstöð og ungmennahús sem lenti í niðurskurðarhníf meirihluta Sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi árið 2020 en þá var 40% af starfsgildum félagsmiðstöðvarinnar skorin út og staða æskulýðsfulltrúa lögð niður. Þessum niðurskurði mótmæltu íbúar og bæjarfulltrúar harðlega og bent var á þá hættu að niðurskurðurinn myndi bitna á farsæld barna og ungmenna á Seltjarnarnesi. Nú tveimur árum seinna hefur foreldrafélag grunnskóla Seltjarnarness, starfsfólk unglingadeildar grunnskólans og starfsfólk félagsmiðstöðvarinnar sent inn áskorun til bæjarstjórnar um að endurráða eigi í þau stöðugildi sem skorin voru niður. Í áskorun foreldrafélagsins kemur fram að niðurskurðurinn hafi bitnað á faglegri forystu og stefnu í forvarnarmálum á Seltjarnarnesi og dregið hafi verið úr opnun félagsmiðstöðvarinnar ásamt getu starfsfólks til að sinna forvarnarmálum með sama hætti og áður. Einnig segir í áskoruninni að vísbendingar séu uppi um að vímuefnanotkun sé búin að aukast hjá unglingum á Nesinu. Nýr meirihluti bæjarfulltrúa á Seltjarnarnesi Þessu ákalli hefur nýr meirihluti bæjarfulltrúa svarað með tillögu sem samþykkt var á bæjarstjórnarfundi miðvikudaginn 27. apríl um að endurráða æskulýðsfulltrúa á Seltjarnarnesi og efla þannig aftur faglegt tómstundastarf á Nesinu. Þennan nýja meirihluta skipa bæjarfulltrúar Samfylkingar, Neslista/Viðreisnar og Bjarni Torfi Álfþórsson sem sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum fyrr í vetur og er nú í framboði á lista Samfylkingar og óháðra. Þessi sami meirihluti hækkaði útsvarsprósentu bæjarbúa lítillega síðastliðið haust, þ.e. úr 13,7% í 14,09%. Sú hækkun var gerð til að stoppa hallarekstur bæjarsjóðs sem er um 1400 milljónir á síðastliðnum 4 árum og skapa svigrúm til þess að sækja fram í þjónustu við íbúa. Nýr meirihluti bæjarfulltrúa á Seltjarnarnesi hefur þannig með tveimur ákvörðunum náð jafnvægi á rekstur bæjarins, skapað svigrúm til þess að mæta þjónustukröfum íbúa og nýtt það svigrúm til að svara ákalli foreldra og fagfólks. Við erum stolt af þessum ákvörðunum og óskum eftir umboði íbúa til að starfa áfram svona eftir kosningar, með íbúum og fyrir íbúa við að skapa betri bæ fyrir börn og unglinga. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingar og óháðra á Seltjarnarnesi.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar