Fagna ákvörðun ríkisstjórnarinnar eftir mikið vatnstjón: „Þetta lýsir því bara hvað aðstæður eru óviðunandi“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 27. apríl 2022 21:31 Brunavarnakerfi fór í gang á annarri hæð byggingarinnar í gær og flæddi vatn um alla hæðina. Mynd/Hekla Dís Pálsdóttir Tjón í húsnæði Listaháskóla Íslands í Þverholti virðist minna en á horfðist í fyrstu þegar mikill vatnsleki kom þar upp í gær. Ríkisstjórnin samþykkti í gær að vinna að húsnæðismálum háskólans og flutning þess í Tollhúsið. Eektor segir það löngu tímabært og hlakkar til að glæða miðbæinn lífi aftur. Vatn flæddi um alla aðra hæð byggingarinnar í gær þegar brunavarnakerfi fór í gang. Fjölmargir nemendur við skólann hjálpuðust að í dag við að tæma rýmið, koma drasli frá, flokka það sem eftir er og finna það sem þarf að þurrka. Ekki er búið að meta hversu mikið tjónið raunverulega er en rektor segir þau hafa sloppið ágætlega miðað við. Sem betur fer sluppu verk margra útskriftarnema sem voru á hæðinni en helst hafa þau áhyggjur af tölvunum sem voru undir vatninu. „Ef að tölvur nemenda hafa skemmst með þeirra hugverkum í, það er kannski sárast, en við munum gera allt sem við getum. Við erum þegar komin með tölvusérfræðinga í að skoða þær tölvur og við erum að gera allt sem við getum til að bæta þeim það og vinna það upp,“ segir Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskólans. Kerfið fór óvart í gang þegar nemendur voru að reyna að tengja fjöltengi í rýminu en Fríða bendir á að það sé mikill skortur á innstungum í öllum sex byggingum Listaháskólans og segir það verulegt vandamál. „Sú staðreynd er svolítið lýsandi fyrir þann húsnæðisvanda sem við erum að glíma við alla daga, allan ársins hring, með öllu þessu frábæra fólki sem vinnur hérna, hvort sem það eru nemendur eða starfsfólk,“ segir Fríða. „Þetta lýsir því bara hvað aðstæður eru óviðunandi og hending að það séu ekki fleiri slys.“ Hafa beðið í rúma tvo áratugi Góðu fréttirnar eru þó þær að ríkisstjórnin samþykkti í gær, sama dag og flóðið varð, að fjármagna flutning háskólans yfir í framtíðarhúsnæði háskólans í Tollhúsið á Tryggvagötu. Fyrst var tilkynnt um að það stæði til að flytja háskólann í það húsnæði í ágúst í fyrra. Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands.Vísir/Bjarni „Þetta er eitthvað sem var lagt upp með strax í upphafi þegar skólinn var stofnaður fyrir 22 árum síðan og það er búið að vera að berjast fyrir þessu allar götur síðan. Þannig þetta hefur alveg gríðarlega mikla þýðingu fyrir okkur,“ segir Fríða. Þær byggingar sem nú hýsa háskólann eru ekki hannaðar fyrir háskólastarf, hvað þá á fræðisviði lista, og því sé þörf mikil. „Við erum hvergi að vinna í faglegu umhverfi sem hæfir þeirri menntun og þeirri vinnu sem við erum að vinna dags daglega,“ segir Fríða. Það fossaði úr þessum krana.Mynd/Hekla Dís Pálsdóttir Hún fagnar því innilega ákvörðun ríkisstjórnarinnar en bætir við að ekki sé um einfalda framkvæmd að ræða. Hún kann ráðherrum miklar þakkir fyrir að fylgja málinu eftir hratt og örugglega, þar á meðal forsætisráðherra, háskólaráðherra og fjármálaráðherra. Þá þakkar hún einnig borgaryfirvöldum, einna helst borgarstjóra Reykjavíkur sem hún segir hafa stutt við háskólann í hátt í áratug. Lyftistöng fyrir listina í landinu Ætla má að verkefnið muni taka nokkur ár og kosta hátt í tólf milljarða. Þrátt fyrir að um háa upphæð sé að ræða fer stór hluti þessa kostnaðar þegar að miklu leyti í að reka aðrar byggingar skólans. „Þannig það er ekki þannig að það sé tekið tvisvar upp úr vasa skattgreiðenda,“ segir Fríða. Hún segir ekki eftir neinu að bíða og er hugmyndavinna að breytingum á Tollhúsinu að hefjast. Fríða segir þau bjartsýn á stöðuna, þrátt fyrir að þau hafi búið við erfiðar aðstæður undanfarin ár. Þá sé um að ræða sóknarfæri fyrir listirnar og skapandi greinar í landinu en með flutningnum verður aðstæður fyrir allar listgreinar undir einu þaki, fyrir listnema, listamenn og almenning. Einnig er um að ræða tækifæri til að glæða borgina aftur lífi. „Ég held að þetta verði lyftistöng fyrir borgina, fyrir skapandi greinar og fyrir listina í landinu, menninguna, og það er ekki mikill fórnarkostnaður samfélagslega til þess að koma svona miklum ávinningi af stað,“ segir Fríða. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Borgarstjórn Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Vatn flæddi um alla aðra hæð byggingarinnar í gær þegar brunavarnakerfi fór í gang. Fjölmargir nemendur við skólann hjálpuðust að í dag við að tæma rýmið, koma drasli frá, flokka það sem eftir er og finna það sem þarf að þurrka. Ekki er búið að meta hversu mikið tjónið raunverulega er en rektor segir þau hafa sloppið ágætlega miðað við. Sem betur fer sluppu verk margra útskriftarnema sem voru á hæðinni en helst hafa þau áhyggjur af tölvunum sem voru undir vatninu. „Ef að tölvur nemenda hafa skemmst með þeirra hugverkum í, það er kannski sárast, en við munum gera allt sem við getum. Við erum þegar komin með tölvusérfræðinga í að skoða þær tölvur og við erum að gera allt sem við getum til að bæta þeim það og vinna það upp,“ segir Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskólans. Kerfið fór óvart í gang þegar nemendur voru að reyna að tengja fjöltengi í rýminu en Fríða bendir á að það sé mikill skortur á innstungum í öllum sex byggingum Listaháskólans og segir það verulegt vandamál. „Sú staðreynd er svolítið lýsandi fyrir þann húsnæðisvanda sem við erum að glíma við alla daga, allan ársins hring, með öllu þessu frábæra fólki sem vinnur hérna, hvort sem það eru nemendur eða starfsfólk,“ segir Fríða. „Þetta lýsir því bara hvað aðstæður eru óviðunandi og hending að það séu ekki fleiri slys.“ Hafa beðið í rúma tvo áratugi Góðu fréttirnar eru þó þær að ríkisstjórnin samþykkti í gær, sama dag og flóðið varð, að fjármagna flutning háskólans yfir í framtíðarhúsnæði háskólans í Tollhúsið á Tryggvagötu. Fyrst var tilkynnt um að það stæði til að flytja háskólann í það húsnæði í ágúst í fyrra. Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands.Vísir/Bjarni „Þetta er eitthvað sem var lagt upp með strax í upphafi þegar skólinn var stofnaður fyrir 22 árum síðan og það er búið að vera að berjast fyrir þessu allar götur síðan. Þannig þetta hefur alveg gríðarlega mikla þýðingu fyrir okkur,“ segir Fríða. Þær byggingar sem nú hýsa háskólann eru ekki hannaðar fyrir háskólastarf, hvað þá á fræðisviði lista, og því sé þörf mikil. „Við erum hvergi að vinna í faglegu umhverfi sem hæfir þeirri menntun og þeirri vinnu sem við erum að vinna dags daglega,“ segir Fríða. Það fossaði úr þessum krana.Mynd/Hekla Dís Pálsdóttir Hún fagnar því innilega ákvörðun ríkisstjórnarinnar en bætir við að ekki sé um einfalda framkvæmd að ræða. Hún kann ráðherrum miklar þakkir fyrir að fylgja málinu eftir hratt og örugglega, þar á meðal forsætisráðherra, háskólaráðherra og fjármálaráðherra. Þá þakkar hún einnig borgaryfirvöldum, einna helst borgarstjóra Reykjavíkur sem hún segir hafa stutt við háskólann í hátt í áratug. Lyftistöng fyrir listina í landinu Ætla má að verkefnið muni taka nokkur ár og kosta hátt í tólf milljarða. Þrátt fyrir að um háa upphæð sé að ræða fer stór hluti þessa kostnaðar þegar að miklu leyti í að reka aðrar byggingar skólans. „Þannig það er ekki þannig að það sé tekið tvisvar upp úr vasa skattgreiðenda,“ segir Fríða. Hún segir ekki eftir neinu að bíða og er hugmyndavinna að breytingum á Tollhúsinu að hefjast. Fríða segir þau bjartsýn á stöðuna, þrátt fyrir að þau hafi búið við erfiðar aðstæður undanfarin ár. Þá sé um að ræða sóknarfæri fyrir listirnar og skapandi greinar í landinu en með flutningnum verður aðstæður fyrir allar listgreinar undir einu þaki, fyrir listnema, listamenn og almenning. Einnig er um að ræða tækifæri til að glæða borgina aftur lífi. „Ég held að þetta verði lyftistöng fyrir borgina, fyrir skapandi greinar og fyrir listina í landinu, menninguna, og það er ekki mikill fórnarkostnaður samfélagslega til þess að koma svona miklum ávinningi af stað,“ segir Fríða.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Borgarstjórn Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira