Felldu tillögu um að draga hópuppsagnir til baka: „Brennum ekki húsið okkar“ Tryggvi Páll Tryggvason og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 27. apríl 2022 22:18 Sólveig Anna Jónsdóttir hvatti félagsmenn Eflingar til að standa saman. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hvatti félagsmenn til að styðja kjörna forystu Eflingar, á félagsfundi félagsins á Hlíðarenda sem nú stendur yfir. Sólveig Anna gagnrýndi harkalega þá félagsmenn sem hafa gagnrýnt hana undanfarnar vikur. Tillaga um að draga hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar var felld á fundinum. Líkt og greint hefur verið frá stendur yfir félagsfundur Eflingar í Valsheimilinu við Hlíðarenda. Fjölmennt er í salnum þar sem stríðandi fylkingar innan félagsins hafa skipst á skotum. Tillaga þess efnis að draga umdeildar hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar til baka var lögð fram á fundinum. Hún var felld með meirihluta atkvæða samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Gagnrýndi Ólöfu Helgu Ein af þeim sem gagnrýnt hefur Sólveigu Önnu að undanförnu er Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrverandi varaformaður Eflingar sem bauð sig fram til formennsku en laut í lægri haldi fyrir Sólveigu Önnu. Þegar Sólveig Anna steig í pontu í kvöld fékk Ólöf Helga sinn skerf af gagnrýni. Frá fundinum. „Hún hefur fátt annað gert síðustu mánuði en að stíga fram með reglulegu millibili. Tala um innræti mitt, samskiptafærni, venjur og svo framvegis. Ég óska þess að hún átti sig á því að kosningunum lauk 15. febrúar. Hún tapaði. Kosningabaráttan er löngu búin. Það er bara kominn tími til að hætta því að vera stöðugt að ráðast að mér og persónu minni,“ sagði Sólveig Anna og hlaut dynjandi lófatak þegar hún sleppti síðustu setningunni. Þá varði hún ákvörðun stjórnar Eflingar um að ráðast í hópuppsagnir og gagnrýndi þá sem segja að lög hafi verið brotin vegna þeirra. Frá fundinum. „Við skulum sýna sjálfum okkur, mér og forystu þessa félags, þá virðingu að vera ekki að ásaka um lögbrot þar sem engin slík eru,“ sagði Sólveig Anna. Hvatti félagsmenn til að standa saman Þá brást hún einnig við spurningu um af hverju ekki hafi verið ráðist í þessar skipulagsbreytingar í fyrri formennskutíð Sólveigar Önnu, en hún tók fyrst við formennsku árið 2018. „Hér var spurt núna undir það síðasta af hverju hafi ekki verið búið að breyta þessu öllu á þeim árum sem liðin erfrá því að ég var fyrst kjörin formaður. Ég bið fólk að reyna að rifja upp hvað við höfum verið að gera. Kjarasamningana sem við höfum verið að fara í gengum, verkfallsaðgerðir og svo framvegis. Sem hafa náð raunverulegum og sögulegum árangri,“ sagði Sólveig Anna. Frá fundinum. Sagði hún andstæðinga sinna innan félagsins ekki hafa það sem til þarf til þess að stuðla að raunverulegum kjarabótum fyrir félagsmenn Eflingar. „Ég bara biðla til ykkar kæru félagar. Hér hefur komið í pontu fólk sem að hefur viljað gera sig breitt á málefnum sem það augljóslega hefur ekki innsýn inn í. Stöndum saman. Við skulum ekki gera það að verkum að forystan í þessu félagi fari í hendurnar á fólki sem að skilur ekki nokkurn skapaðan hlut um þá kjarabaráttu sem að þarf að há fyrir hönd félagsfólks sem mun ekki geta axlað þá miklu ábyrgð sem því fylgir.“ Hvatti hún félagsmenn einnig til að standa saman. „Hér sagði einhver: Brennum ekki húsið okkar. Ég tek undir þessu orð. Kæru félagar, brennum ekki húsið okkar. Stöndum saman. Fellum þessa tillögu og segjum nei, nei og nei svo við getum labbað hérna út, föst, sterk og saman í samstöðunni,“ sagði Sólveig Anna og hlaut dynjandi lófaklapp úr salnum fyrir. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Líkt og greint hefur verið frá stendur yfir félagsfundur Eflingar í Valsheimilinu við Hlíðarenda. Fjölmennt er í salnum þar sem stríðandi fylkingar innan félagsins hafa skipst á skotum. Tillaga þess efnis að draga umdeildar hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar til baka var lögð fram á fundinum. Hún var felld með meirihluta atkvæða samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Gagnrýndi Ólöfu Helgu Ein af þeim sem gagnrýnt hefur Sólveigu Önnu að undanförnu er Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrverandi varaformaður Eflingar sem bauð sig fram til formennsku en laut í lægri haldi fyrir Sólveigu Önnu. Þegar Sólveig Anna steig í pontu í kvöld fékk Ólöf Helga sinn skerf af gagnrýni. Frá fundinum. „Hún hefur fátt annað gert síðustu mánuði en að stíga fram með reglulegu millibili. Tala um innræti mitt, samskiptafærni, venjur og svo framvegis. Ég óska þess að hún átti sig á því að kosningunum lauk 15. febrúar. Hún tapaði. Kosningabaráttan er löngu búin. Það er bara kominn tími til að hætta því að vera stöðugt að ráðast að mér og persónu minni,“ sagði Sólveig Anna og hlaut dynjandi lófatak þegar hún sleppti síðustu setningunni. Þá varði hún ákvörðun stjórnar Eflingar um að ráðast í hópuppsagnir og gagnrýndi þá sem segja að lög hafi verið brotin vegna þeirra. Frá fundinum. „Við skulum sýna sjálfum okkur, mér og forystu þessa félags, þá virðingu að vera ekki að ásaka um lögbrot þar sem engin slík eru,“ sagði Sólveig Anna. Hvatti félagsmenn til að standa saman Þá brást hún einnig við spurningu um af hverju ekki hafi verið ráðist í þessar skipulagsbreytingar í fyrri formennskutíð Sólveigar Önnu, en hún tók fyrst við formennsku árið 2018. „Hér var spurt núna undir það síðasta af hverju hafi ekki verið búið að breyta þessu öllu á þeim árum sem liðin erfrá því að ég var fyrst kjörin formaður. Ég bið fólk að reyna að rifja upp hvað við höfum verið að gera. Kjarasamningana sem við höfum verið að fara í gengum, verkfallsaðgerðir og svo framvegis. Sem hafa náð raunverulegum og sögulegum árangri,“ sagði Sólveig Anna. Frá fundinum. Sagði hún andstæðinga sinna innan félagsins ekki hafa það sem til þarf til þess að stuðla að raunverulegum kjarabótum fyrir félagsmenn Eflingar. „Ég bara biðla til ykkar kæru félagar. Hér hefur komið í pontu fólk sem að hefur viljað gera sig breitt á málefnum sem það augljóslega hefur ekki innsýn inn í. Stöndum saman. Við skulum ekki gera það að verkum að forystan í þessu félagi fari í hendurnar á fólki sem að skilur ekki nokkurn skapaðan hlut um þá kjarabaráttu sem að þarf að há fyrir hönd félagsfólks sem mun ekki geta axlað þá miklu ábyrgð sem því fylgir.“ Hvatti hún félagsmenn einnig til að standa saman. „Hér sagði einhver: Brennum ekki húsið okkar. Ég tek undir þessu orð. Kæru félagar, brennum ekki húsið okkar. Stöndum saman. Fellum þessa tillögu og segjum nei, nei og nei svo við getum labbað hérna út, föst, sterk og saman í samstöðunni,“ sagði Sólveig Anna og hlaut dynjandi lófaklapp úr salnum fyrir.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira