Rangnick reynir að tala upp Man. United: Enn þá spennandi félag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2022 15:30 Ralf Rangnick talar við leikmenn sína á æfingu með Manchester United. Getty/Ash Donelon Ralf Rangnick, fráfarandi knattspyrnustjóri Manchester United, mun starfa áfram hjá félaginu þó að það komi inn nýr knattspyrnustjóri. Það hefur lítið gengið í stuttri stjóratíð Rangnick á Old Trafford en hann reynir að tala liðið upp í nýju viðtali. Rangnick hefur augljóslega smá áhyggjur af því að illa gæti gengið hjá Manchester United að ná í öfluga leikmenn í sumar af því að liðið verður að öllum líkindum ekki með í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Ralf Rangnick has confirmed he will be a part of Manchester United's set-up next season and is looking forward to stepping into an advisory role and helping incoming manager Erik ten Hag "as much as he wants".#MUFC More from @lauriewhitwell https://t.co/9lX0Gj6C75— The Athletic UK (@TheAthleticUK) April 27, 2022 United er núna sex stigum frá Meistaradeildarsæti eftir skelli á móti bæði Arsenal og Liverpool í síðustu viku. Það eru bara fjórir leikir eftir og því þarf afar mikið að gerast svo að United verði með í Meistaradeildinni tímabilið 2022-23. Fyrsta tímabil Erik ten Hag verður því væntanlega uppfullt af fimmtudagsleikjum í miðri viku en ekki leikjum á þriðjudögum og miðvikudögum. „Það væri betra ef við spiluðu í Meistaradeildinni á næsta tímabili en þetta hefur einnig áhrif á fleiri félög. Þetta er ekki bara vandamál hjá Manchester United,“ sagði Ralf Rangnick á blaðamannafundi Manchester United í gær. ESPN segir frá. Manchester United not being in Europe may help Ten Hag, says Ralf Rangnick https://t.co/P59gKcvDKf— The Guardian (@guardian) April 27, 2022 „Við sýndum með nýja samningnum við Bruno [Fernandes] að þetta er enn þá spennandi félag með nýjan knattspyrnustjóra og nýja nálgun,“ sagði Rangnick. „Þetta er ennþá mjög áhugaverður klúbbur og ég hlakka til að hjálpa Erik og öllum hjá félaginu að ná því besta úr liðinu og breyta allri nálgun okkar á næstu leiktíð svo að Manchester United geti orðið toppklúbbur,“ sagði Rangnick. Manchester United hefur aðeins unnið fjóra af síðustu fimmtán leikjum sínum og næsti leikur er á móti Chelsea á Old Trafford í kvöld. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður Sjá meira
Rangnick hefur augljóslega smá áhyggjur af því að illa gæti gengið hjá Manchester United að ná í öfluga leikmenn í sumar af því að liðið verður að öllum líkindum ekki með í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Ralf Rangnick has confirmed he will be a part of Manchester United's set-up next season and is looking forward to stepping into an advisory role and helping incoming manager Erik ten Hag "as much as he wants".#MUFC More from @lauriewhitwell https://t.co/9lX0Gj6C75— The Athletic UK (@TheAthleticUK) April 27, 2022 United er núna sex stigum frá Meistaradeildarsæti eftir skelli á móti bæði Arsenal og Liverpool í síðustu viku. Það eru bara fjórir leikir eftir og því þarf afar mikið að gerast svo að United verði með í Meistaradeildinni tímabilið 2022-23. Fyrsta tímabil Erik ten Hag verður því væntanlega uppfullt af fimmtudagsleikjum í miðri viku en ekki leikjum á þriðjudögum og miðvikudögum. „Það væri betra ef við spiluðu í Meistaradeildinni á næsta tímabili en þetta hefur einnig áhrif á fleiri félög. Þetta er ekki bara vandamál hjá Manchester United,“ sagði Ralf Rangnick á blaðamannafundi Manchester United í gær. ESPN segir frá. Manchester United not being in Europe may help Ten Hag, says Ralf Rangnick https://t.co/P59gKcvDKf— The Guardian (@guardian) April 27, 2022 „Við sýndum með nýja samningnum við Bruno [Fernandes] að þetta er enn þá spennandi félag með nýjan knattspyrnustjóra og nýja nálgun,“ sagði Rangnick. „Þetta er ennþá mjög áhugaverður klúbbur og ég hlakka til að hjálpa Erik og öllum hjá félaginu að ná því besta úr liðinu og breyta allri nálgun okkar á næstu leiktíð svo að Manchester United geti orðið toppklúbbur,“ sagði Rangnick. Manchester United hefur aðeins unnið fjóra af síðustu fimmtán leikjum sínum og næsti leikur er á móti Chelsea á Old Trafford í kvöld.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður Sjá meira