Það er nægt byggingaland í Hafnarfirði Arnhildur Ásdís Kolbeins skrifar 28. apríl 2022 11:30 Allir þurfa þak yfir höfuðið. Ungu hjónin sem eru að hefja búskap með eða án barna, námsmaðurinn sem vill standa á eigin fótum, einstæðu foreldrarnir, einstaklingar á öllum aldri, farandverkafólk, miðaldra hjónin þar sem ungarnir eru flognir úr hreiðrinu, aldraðir, öryrkjar og hinar ýmsu fjölskyldugerðir. Þarfirnar eru mismunandi þar sem ólík íbúðaform henta ólíkum einstaklingum og fjölskyldum. Því er mikilvægt að fjölbreytt framboð húsnæðis sé fyrir hendi bæði til eignar og leigu. Viðvarandi skortur hefur verið á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár. Hann stafar meðal annars af því hversu þunglamalegt skipulagsferlið er og af tregðu ráðandi meirihluta til að viðhalda nægu lóðaframboði. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins setur bæjarfélögum vissar skorður hvað varðar uppbyggingu nýrra svæða og er í núverandi svæðisskipulagi mikil áhersla lögð á þéttingu byggðar. Hafnarfjörður hefur því takmarkaða möguleika innan gildandi skipulags til að bæta við nýbyggingarsvæðum. Nægt landrými er hins vegar fyrir hendi og því allir möguleikar á því að mæta hinni miklu lóðaþörf . Þótt þéttingarreitir séu mikilvægir, þá er ljóst að byggingamagn á slíkum reitum verður alltaf takmarkað, auk þess sem mun dýrara er að byggja þéttingarreiti heldur en ný óbyggð svæði og húsnæði á slíkum svæðum hentar því ekki efnaminni fjölskyldum. Því er mikilvægt að endurskoða svæðisskipulagið strax að loknum kosningum til að lyfta þeim klafa sem er á skipulagsmálum bæjarins í dag. Á kjörtímabilinu sem nú er að renna sitt skeið, eða frá 1. janúar 2018 til 1. janúar 2022, hefur íbúum Hafnarfjarðar samkvæmt tölum Hagstofu einungis fjölgað um 1% eða um 351 íbúa á sama tíma og íbúafjölgun annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu var miklu meiri eða allt að 23%. Hér er um algera stöðnun að ræða í Hafnarfirði sem að mestu leyti má rekja til heimatilbúins skorts á lóðaframboði. Það ófremdarástand sem ríkt hefur á húsnæðismarkaðnum hefur m.a. leitt til þeirrar óásættanlegu stöðu að atvinnuhúsnæði hefur í auknum mæli verið nýtt sem íbúðarhúsnæði en í nýrri skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um búsetu í atvinnuhúsnæði kemur fram að slík búseta sé hlutfallslega langmest í Hafnarfirði eða 1,6% íbúa. Brunavörnum, öryggi og aðbúnaði íbúa er iðulega ábótavant í slíku húsnæði enda ekki ætlað til búsetu. Miðflokkurinn og óháðir í Hafnarfirði ætla að breyta byggðamörkum í svæðisskipulagi og tryggja aukið og fjölbreytt lóðaframboð fyrir íbúða- og atvinnuhúsnæði, auk þess að lækka lóðagjöld svo unnt sé að byggja hagkvæmari íbúðir. M-listinn vinnur fyrir þig! Höfundur skipar 2. sætið á M-lista Miðflokksins og óháðra í Hafnarfirði í komandi sveitarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Miðflokkurinn Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Allir þurfa þak yfir höfuðið. Ungu hjónin sem eru að hefja búskap með eða án barna, námsmaðurinn sem vill standa á eigin fótum, einstæðu foreldrarnir, einstaklingar á öllum aldri, farandverkafólk, miðaldra hjónin þar sem ungarnir eru flognir úr hreiðrinu, aldraðir, öryrkjar og hinar ýmsu fjölskyldugerðir. Þarfirnar eru mismunandi þar sem ólík íbúðaform henta ólíkum einstaklingum og fjölskyldum. Því er mikilvægt að fjölbreytt framboð húsnæðis sé fyrir hendi bæði til eignar og leigu. Viðvarandi skortur hefur verið á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár. Hann stafar meðal annars af því hversu þunglamalegt skipulagsferlið er og af tregðu ráðandi meirihluta til að viðhalda nægu lóðaframboði. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins setur bæjarfélögum vissar skorður hvað varðar uppbyggingu nýrra svæða og er í núverandi svæðisskipulagi mikil áhersla lögð á þéttingu byggðar. Hafnarfjörður hefur því takmarkaða möguleika innan gildandi skipulags til að bæta við nýbyggingarsvæðum. Nægt landrými er hins vegar fyrir hendi og því allir möguleikar á því að mæta hinni miklu lóðaþörf . Þótt þéttingarreitir séu mikilvægir, þá er ljóst að byggingamagn á slíkum reitum verður alltaf takmarkað, auk þess sem mun dýrara er að byggja þéttingarreiti heldur en ný óbyggð svæði og húsnæði á slíkum svæðum hentar því ekki efnaminni fjölskyldum. Því er mikilvægt að endurskoða svæðisskipulagið strax að loknum kosningum til að lyfta þeim klafa sem er á skipulagsmálum bæjarins í dag. Á kjörtímabilinu sem nú er að renna sitt skeið, eða frá 1. janúar 2018 til 1. janúar 2022, hefur íbúum Hafnarfjarðar samkvæmt tölum Hagstofu einungis fjölgað um 1% eða um 351 íbúa á sama tíma og íbúafjölgun annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu var miklu meiri eða allt að 23%. Hér er um algera stöðnun að ræða í Hafnarfirði sem að mestu leyti má rekja til heimatilbúins skorts á lóðaframboði. Það ófremdarástand sem ríkt hefur á húsnæðismarkaðnum hefur m.a. leitt til þeirrar óásættanlegu stöðu að atvinnuhúsnæði hefur í auknum mæli verið nýtt sem íbúðarhúsnæði en í nýrri skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um búsetu í atvinnuhúsnæði kemur fram að slík búseta sé hlutfallslega langmest í Hafnarfirði eða 1,6% íbúa. Brunavörnum, öryggi og aðbúnaði íbúa er iðulega ábótavant í slíku húsnæði enda ekki ætlað til búsetu. Miðflokkurinn og óháðir í Hafnarfirði ætla að breyta byggðamörkum í svæðisskipulagi og tryggja aukið og fjölbreytt lóðaframboð fyrir íbúða- og atvinnuhúsnæði, auk þess að lækka lóðagjöld svo unnt sé að byggja hagkvæmari íbúðir. M-listinn vinnur fyrir þig! Höfundur skipar 2. sætið á M-lista Miðflokksins og óháðra í Hafnarfirði í komandi sveitarstjórnarkosningum.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar