Íslenski boltinn

Hóf sumarið á tvennu en draumurinn breyttist í martröð

Sindri Sverrisson skrifar
Hafrún Rakel Halldórsdóttir og stöllur hennar í Breiðabliki spiluðu fótbolta fram í desember á síðustu leiktíð, eftir að hafa komist í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
Hafrún Rakel Halldórsdóttir og stöllur hennar í Breiðabliki spiluðu fótbolta fram í desember á síðustu leiktíð, eftir að hafa komist í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. vísir/vilhelm

Hafrún Rakel Halldórsdóttir byrjaði Íslandsmótið í fótbolta frábærlega með því að skora tvö mörk fyrir Breiðablik í gær en draumurinn breyttist í martröð þegar hún meiddist.

Hafrún Rakel er 19 ára gömul og hefur verið viðloðandi íslenska landsliðið síðustu misseri, og er því í baráttunni um sæti í EM-hópnum í sumar.

Klippa: Mörk Hafrúnar og meiðslin

Hún ristarbrotnaði hins vegar í 4-1 sigri Breiðabliks gegn Þór/KA í gær, í 1. umferð Bestu deildarinnar, eftir að hafa skorað tvö af fyrstu þremur mörkum Blika. Þetta staðfesti sjúkraþjálfarinn Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, við mbl.is í dag.

Hér að ofan má sjá mörkin og meiðsli Hafrúnar, úr beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gær, en vonir standa til þess að hún verði ekki lengur en í 5-6 vikur frá keppni, að sögn Ásmundar.

Málið verður eflaust rætt í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í kvöld en þátturinn fer í loftið klukkan 22.


Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.


Tengdar fréttir

Ás­mundur: Erum með öflugan hóp og okkar verk­efni er að búa til gott lið

„Ég held við getum ekki farið fram á meira. Við bjuggumst við hörkuleik og þetta er hörkulið sem við erum að spila við. Við komum okkur í góða stöðu snemma í leiknum,“ sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks eftir 4-1 sigur Blika á Þór/KA í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×