Vill borgarstjóri selja Félagsbústaði? Sandra Hlíf Ocares skrifar 28. apríl 2022 16:30 Borgarstjóri stærði sig að því á dögunum að Reykjavíkurborg hefði skilað 23 milljarða hagnaði á á síðasta ári. Þegar nánar er að gáð er staðan hins vegar allt önnur. Grunnrekstur borgarinnar er rekinn með 4 milljarða króna tapi, og borgarsjóður því ósjálfbær. Með öðrum orðum - innheimtar skatttekjur duga ekki til að reka grunnþjónustuna. Rekstri Reykjavíkurborgar er skipt í tvennt: a) A-hluta - sem er grunnrekstur borgarinnar, þ.e.a.s innheimtar skatttekjur á tekjuhliðinni, og þjónusta til borgarbúa á útgjaldahliðinni, og b) B-hluta – dótturfélög borgarinnar, þar sem Orkuveitan og Félagsbústaðir vega langþyngst. Þessi “hagnaður” sem borgarstjóri vísar til er að langmestu til kominn vegna breytinga á virðismati fasteigna í eigu Félagsbústaða. Virðismatshækkun þessara fasteigna nam tæpum 21 milljarði á síðasta ári. Hækkanir á verðmati eru að miklu leyti háðar mati stjórnenda viðkomandi fyrirtækis. Það er því engin tilviljun að hækkun í nýbirtu uppgjöri – sem birt er á kosningavori – er meiri en sú sem borgarstjóra þótti óhætt að taka inn í reikninginn síðustu fjögur árin á undan samanlagt. Nú skulum við horfa framhjá því að líkur eru til þess að Eftirlisstofnun EFTA taki endanlega fyrir uppgjörsaðferð borgarstjóra á Félagsbústöðum með tugmilljarða tjóni fyrir borgarsjóð. Hvað sem því líður er staðreyndin er þó sú að meintur “hagnaður” borgarstjóra byggist einvörðungu á lofti og fjárhagslegum loftfimleikum. Þetta eru ekki raunverulegir fjármunir sem nýtast til rekstrar. Félagsbústaðir eru óhagnaðardrifið félag sem heldur utan um félagslegt húsnæði í eigu borgarinnar. Þessi 21 milljarður verður því aldrei að rekstrarfé fyrir borgarsjóð, og verður sannarlega ekki nýttur í þágu borgarbúa. Ekki nema að Borgarstjóri ætli sér að selja Félagsbústaði? Höfundur er í 8. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra Hlíf Ocares Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Sjá meira
Borgarstjóri stærði sig að því á dögunum að Reykjavíkurborg hefði skilað 23 milljarða hagnaði á á síðasta ári. Þegar nánar er að gáð er staðan hins vegar allt önnur. Grunnrekstur borgarinnar er rekinn með 4 milljarða króna tapi, og borgarsjóður því ósjálfbær. Með öðrum orðum - innheimtar skatttekjur duga ekki til að reka grunnþjónustuna. Rekstri Reykjavíkurborgar er skipt í tvennt: a) A-hluta - sem er grunnrekstur borgarinnar, þ.e.a.s innheimtar skatttekjur á tekjuhliðinni, og þjónusta til borgarbúa á útgjaldahliðinni, og b) B-hluta – dótturfélög borgarinnar, þar sem Orkuveitan og Félagsbústaðir vega langþyngst. Þessi “hagnaður” sem borgarstjóri vísar til er að langmestu til kominn vegna breytinga á virðismati fasteigna í eigu Félagsbústaða. Virðismatshækkun þessara fasteigna nam tæpum 21 milljarði á síðasta ári. Hækkanir á verðmati eru að miklu leyti háðar mati stjórnenda viðkomandi fyrirtækis. Það er því engin tilviljun að hækkun í nýbirtu uppgjöri – sem birt er á kosningavori – er meiri en sú sem borgarstjóra þótti óhætt að taka inn í reikninginn síðustu fjögur árin á undan samanlagt. Nú skulum við horfa framhjá því að líkur eru til þess að Eftirlisstofnun EFTA taki endanlega fyrir uppgjörsaðferð borgarstjóra á Félagsbústöðum með tugmilljarða tjóni fyrir borgarsjóð. Hvað sem því líður er staðreyndin er þó sú að meintur “hagnaður” borgarstjóra byggist einvörðungu á lofti og fjárhagslegum loftfimleikum. Þetta eru ekki raunverulegir fjármunir sem nýtast til rekstrar. Félagsbústaðir eru óhagnaðardrifið félag sem heldur utan um félagslegt húsnæði í eigu borgarinnar. Þessi 21 milljarður verður því aldrei að rekstrarfé fyrir borgarsjóð, og verður sannarlega ekki nýttur í þágu borgarbúa. Ekki nema að Borgarstjóri ætli sér að selja Félagsbústaði? Höfundur er í 8. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun