Pochettino: Pottþétt að við Mbappe verðum áfram hjá PSG Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2022 10:01 Mauricio Pochettino og Kylian Mbappe í leik með Paris Saint-Germain directs his players Kylian Mbappe í Meistaradeildarleiknum afdrífaríka á móti Real Madrid í vetur. Getty/David Ramos Mikið hefur verið sagt og skrifað um framtíð þeirra Mauricio Pochettino og Kylian Mbappe hjá Paris Saint-Germain en flestir hafa búist við því að þeir munu yfirgefa félagið í sumar. Ekkert til í því samkvæmt Pochettino sjálfum. Það hefur verið mikil óvissa um framtíð Pochettino eftir að PSG datt út úr sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Það nýjasta um síðustu helgi var að Antonio Conte væri á leiðinni til Parísar til að taka starfið af honum. Franski framherjinn Kylian Mbappe er síðan að renna út á samningi í sumar og hefur verið statt og stöðugt orðaður við spænska stórliðið Real Madrid. Viðræður um nýjan samning eru hins vegar farnar í gang sem eru góðar fréttir fyrir PSG. Plenty of signs have pointed to Mauricio Pochettino and Kylian Mbappé heading elsewhere this summer, but the PSG manager quite emphatically claims otherwise https://t.co/jk7e8AvNa8— SI Soccer (@si_soccer) April 28, 2022 Pochettino var spurður út í framtíð sína og Mbappe hjá Paris Saint-Germain í gær og það stóð ekki á svarinu hjá honum. „Hundrað prósent öruggt að við verðum báðir áfram,“ sagði Mauricio Pochettino. „Þannig líður mér í dag og þetta er það sem ég sé og get sagt þér,“ sagði Pochettino. „Ég get ekki sagt neitt annað en svona er mín tilfinning og mín sýn. Þetta er samt fótbolti og við vitum aldrei hvað getur gerst. Ég verð hins vegar að svara spurningu þinni eins og mín tilfinning er akkúrat í dag og svona er hún,“ sagði Pochettino. One hundred percent. Mauricio Pochettino when asked if Kylian Mbappe will be at @PSG_Inside next season. pic.twitter.com/2XWlgx7VGF— SPORF (@Sporf) April 28, 2022 Pochettino var orðaður við Manchester United en United ákvað frekar að fá Erik Ten Hag hjá Ajax sem næsta stjóra félagsins. „Ég á eitt ár eftir af samningi mínum og þetta er því ekki spurning um ósk mína heldur bara um stöðu samningsins,“ sagði Pochettino sem gerði PSG að frönskum meisturum um síðustu helgi. Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum Sjá meira
Það hefur verið mikil óvissa um framtíð Pochettino eftir að PSG datt út úr sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Það nýjasta um síðustu helgi var að Antonio Conte væri á leiðinni til Parísar til að taka starfið af honum. Franski framherjinn Kylian Mbappe er síðan að renna út á samningi í sumar og hefur verið statt og stöðugt orðaður við spænska stórliðið Real Madrid. Viðræður um nýjan samning eru hins vegar farnar í gang sem eru góðar fréttir fyrir PSG. Plenty of signs have pointed to Mauricio Pochettino and Kylian Mbappé heading elsewhere this summer, but the PSG manager quite emphatically claims otherwise https://t.co/jk7e8AvNa8— SI Soccer (@si_soccer) April 28, 2022 Pochettino var spurður út í framtíð sína og Mbappe hjá Paris Saint-Germain í gær og það stóð ekki á svarinu hjá honum. „Hundrað prósent öruggt að við verðum báðir áfram,“ sagði Mauricio Pochettino. „Þannig líður mér í dag og þetta er það sem ég sé og get sagt þér,“ sagði Pochettino. „Ég get ekki sagt neitt annað en svona er mín tilfinning og mín sýn. Þetta er samt fótbolti og við vitum aldrei hvað getur gerst. Ég verð hins vegar að svara spurningu þinni eins og mín tilfinning er akkúrat í dag og svona er hún,“ sagði Pochettino. One hundred percent. Mauricio Pochettino when asked if Kylian Mbappe will be at @PSG_Inside next season. pic.twitter.com/2XWlgx7VGF— SPORF (@Sporf) April 28, 2022 Pochettino var orðaður við Manchester United en United ákvað frekar að fá Erik Ten Hag hjá Ajax sem næsta stjóra félagsins. „Ég á eitt ár eftir af samningi mínum og þetta er því ekki spurning um ósk mína heldur bara um stöðu samningsins,“ sagði Pochettino sem gerði PSG að frönskum meisturum um síðustu helgi.
Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum Sjá meira