Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 29. apríl 2022 09:31 Með þéttingu byggðar skapast ný tækifæri fyrir fjárfestingar í hverfunum okkar. Fólksfækkun er snúið við með því að fá inn nýjar íbúðir, fleiri íbúa - fjölbreytt fólk og fjölskyldur. Hópa sem nýta innviði sem fyrir eru innan hverfanna en á sama tíma skapa grundvöll fyrir frekari þjónustu í blandaðri byggð. Íbúar halda uppi þjónustu, atvinnulíf dafnar og dregur að sér ennþá meiri fjárfestingu. Forsendur skapast fyrir hágæða almenningssamgöngur eins og Borgarlínu. Þetta helst í hendur, íbúar, þjónusta og vistvænir fjölbreyttir ferðamátar. Hugmyndir um stóraukna útþenslu og dreifingu byggðar í Reykjavík ganga gegn þessari áætlun. Útþensla mun kippa fótunum undan fjárfestingu í grónum hverfunum og skapa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku og á Miklubraut. Hver vilja kjósa það yfir sig? Fjárfesting sem skilaði fleiri stúlkum Mikill uppbygging hefur átt sér stað víða innan borgarinnar síðustu árin. Dásamleg sundlaug er risin í nýju hverfishjarta Úlfarsársdals, fjölnota knatthús mætt í Breiðholtið ásamt æfingavelli til frjálsra íþrótta og húsi fyrir inniíþróttir. Áhorfendastúka í Árbæ, fjölnota íþróttahús fyrir handbolta og körfubolta ásamt stórbættri aðstöðu fyrir fimleika í Grafarvogi. Fimleikahúsið var mjög þörf viðbót því þá fjölgaði stúlkum marktækt í Grafarvogi í skipulögðu íþróttastarfi en það skiptir máli hvaða íþróttaframboð er veitt í hverfum borgarinnar þegar horft er til þátttöku beggja kynja og þarna skilaði sér sú uppbygging í beinni fjölgun stúlkna í fimleikum. Nýir leikskólar eru að rísa um alla borg og fjölmargir leikskólar hafa verið stækkaðir með nýju húsnæði. Bókasöfn eru að breytast í fjölbreyttar menningarstofnanir í hverfum, draga að sér fólk á öllum aldri, sem er einkar mikilvægt til að sporna við meinsemd 21. aldar - einmannaleikanum. Pólitísk ákvörðun Á síðustu tíu árum hefur orðið bylting á ferðavenjum borgarbúa eftir mikla uppbyggingu á innviðum hjólastíga og með tilkomu rafhjóla. Á síðasta kjörtímabili var tekin pólitísk ákvörðun í ráðhúsinu, undir forystu Samfylkingar, að forgangsraða fjármunum í hjólreiðainnviði fyrir fjölbreytta vistvæna ferðamáta. Stórátak hefur verið gert í lagningu hjólastíga en núna er til dæmis hægt að hjóla fyrir Gufuneshöfða eftir einum fallegasta stíg borgarinnar. Vaskir geta tekið gott tröppuþrek, kerrupúl eða hjólaþol upp og niður Svarthöfða eða hjólað með andvara sjávar við Ánanaust. Markvisst er búið að fjölga hleðslustöðvum fyrir rafmagnsbíla, nýir leikvellir hafa verið teknir í notkun samhliða endurbótum skólalóða, fegrun torga, hreystibrautir hafa verið settar niður, fleiri vatnsbrunnar og græn svæði fegruð. Saman erum við að skapa grænni og fallegri borg - Lífsstílsborgina Reykjavík. Þessu verðum við að halda áfram. Fimmtán mínúta hverfið Kjósendur í Reykjavík þurfa að vita að ekki er hægt að setja tugmilljarða í gróin hverfi samhliða því að leggja tugmilljarða í ný hverfi frá grunni. Það eru ekki til neinar „ódýrar lóðir“ eins og sumir tala um. Lóðir í nýjum hverfum í útjaðri borgarinnar auka kostnað allra sem búa í borginni. Þær nýta ekki fyrirliggjandi innviði og eru mun dýrari, bæði til lengri og skemmri tíma. Hafið í huga að þegar stjórnmálafólk talar um „ódýrar lóðir“ er það í raun að kalla eftir því að aðrir borgarbúar niðurgreiði þessar lóðir. Við viljum ekki snúa til baka í fortíðarborgina, útþensluborgina og bílaborgina sem drekkur til sín allt fé borgarsjóðs heldur viljum við halda áfram að fjárfesta í borg fyrir fólk, þjónustunni sem það sækir og betri lífsgæðum. Skapa áframhaldandi umgjörð fyrir enn sterkari og sjálfbærari hverfi í Reykjavík þar sem margvísleg þjónusta er í göngu- og hjólafjarlægð. Fimmtán mínúta hverfið með minni umferð, betri loftgæðum og meira öryggi fyrir gangandi og hjólandi. Hvernig borg vilt þú búa í? Setjum X við S þann 14.maí 2022 og veljum Reykjavík á réttri leið. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, búsett í Breiðholti og skipar 7. sæti á lista Samfylkingar fyrir borgarstjórnarkosningarnar 14. maí 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Reykjavík Samfylkingin Borgarstjórn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Með þéttingu byggðar skapast ný tækifæri fyrir fjárfestingar í hverfunum okkar. Fólksfækkun er snúið við með því að fá inn nýjar íbúðir, fleiri íbúa - fjölbreytt fólk og fjölskyldur. Hópa sem nýta innviði sem fyrir eru innan hverfanna en á sama tíma skapa grundvöll fyrir frekari þjónustu í blandaðri byggð. Íbúar halda uppi þjónustu, atvinnulíf dafnar og dregur að sér ennþá meiri fjárfestingu. Forsendur skapast fyrir hágæða almenningssamgöngur eins og Borgarlínu. Þetta helst í hendur, íbúar, þjónusta og vistvænir fjölbreyttir ferðamátar. Hugmyndir um stóraukna útþenslu og dreifingu byggðar í Reykjavík ganga gegn þessari áætlun. Útþensla mun kippa fótunum undan fjárfestingu í grónum hverfunum og skapa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku og á Miklubraut. Hver vilja kjósa það yfir sig? Fjárfesting sem skilaði fleiri stúlkum Mikill uppbygging hefur átt sér stað víða innan borgarinnar síðustu árin. Dásamleg sundlaug er risin í nýju hverfishjarta Úlfarsársdals, fjölnota knatthús mætt í Breiðholtið ásamt æfingavelli til frjálsra íþrótta og húsi fyrir inniíþróttir. Áhorfendastúka í Árbæ, fjölnota íþróttahús fyrir handbolta og körfubolta ásamt stórbættri aðstöðu fyrir fimleika í Grafarvogi. Fimleikahúsið var mjög þörf viðbót því þá fjölgaði stúlkum marktækt í Grafarvogi í skipulögðu íþróttastarfi en það skiptir máli hvaða íþróttaframboð er veitt í hverfum borgarinnar þegar horft er til þátttöku beggja kynja og þarna skilaði sér sú uppbygging í beinni fjölgun stúlkna í fimleikum. Nýir leikskólar eru að rísa um alla borg og fjölmargir leikskólar hafa verið stækkaðir með nýju húsnæði. Bókasöfn eru að breytast í fjölbreyttar menningarstofnanir í hverfum, draga að sér fólk á öllum aldri, sem er einkar mikilvægt til að sporna við meinsemd 21. aldar - einmannaleikanum. Pólitísk ákvörðun Á síðustu tíu árum hefur orðið bylting á ferðavenjum borgarbúa eftir mikla uppbyggingu á innviðum hjólastíga og með tilkomu rafhjóla. Á síðasta kjörtímabili var tekin pólitísk ákvörðun í ráðhúsinu, undir forystu Samfylkingar, að forgangsraða fjármunum í hjólreiðainnviði fyrir fjölbreytta vistvæna ferðamáta. Stórátak hefur verið gert í lagningu hjólastíga en núna er til dæmis hægt að hjóla fyrir Gufuneshöfða eftir einum fallegasta stíg borgarinnar. Vaskir geta tekið gott tröppuþrek, kerrupúl eða hjólaþol upp og niður Svarthöfða eða hjólað með andvara sjávar við Ánanaust. Markvisst er búið að fjölga hleðslustöðvum fyrir rafmagnsbíla, nýir leikvellir hafa verið teknir í notkun samhliða endurbótum skólalóða, fegrun torga, hreystibrautir hafa verið settar niður, fleiri vatnsbrunnar og græn svæði fegruð. Saman erum við að skapa grænni og fallegri borg - Lífsstílsborgina Reykjavík. Þessu verðum við að halda áfram. Fimmtán mínúta hverfið Kjósendur í Reykjavík þurfa að vita að ekki er hægt að setja tugmilljarða í gróin hverfi samhliða því að leggja tugmilljarða í ný hverfi frá grunni. Það eru ekki til neinar „ódýrar lóðir“ eins og sumir tala um. Lóðir í nýjum hverfum í útjaðri borgarinnar auka kostnað allra sem búa í borginni. Þær nýta ekki fyrirliggjandi innviði og eru mun dýrari, bæði til lengri og skemmri tíma. Hafið í huga að þegar stjórnmálafólk talar um „ódýrar lóðir“ er það í raun að kalla eftir því að aðrir borgarbúar niðurgreiði þessar lóðir. Við viljum ekki snúa til baka í fortíðarborgina, útþensluborgina og bílaborgina sem drekkur til sín allt fé borgarsjóðs heldur viljum við halda áfram að fjárfesta í borg fyrir fólk, þjónustunni sem það sækir og betri lífsgæðum. Skapa áframhaldandi umgjörð fyrir enn sterkari og sjálfbærari hverfi í Reykjavík þar sem margvísleg þjónusta er í göngu- og hjólafjarlægð. Fimmtán mínúta hverfið með minni umferð, betri loftgæðum og meira öryggi fyrir gangandi og hjólandi. Hvernig borg vilt þú búa í? Setjum X við S þann 14.maí 2022 og veljum Reykjavík á réttri leið. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, búsett í Breiðholti og skipar 7. sæti á lista Samfylkingar fyrir borgarstjórnarkosningarnar 14. maí 2022.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar