Samtakamáttur og baráttuandi kennara er mikill Magnús Þór Jónsson skrifar 30. apríl 2022 12:31 Við þekkjum öll textann um maísólina sem rís, vonina sem hún færir og þau hughrif sem geislar hennar veita samstöðuviljanum. Það er auðvitað engin tilviljun að ljóð Halldórs Laxness er fastur liður í samkomum á alþjóðlegum baráttudegi launafólks þann 1. maí enda ljóðlínurnar meitlaðar í þeirra vitund. Þó að ljóðið sé vissulega orðið nokkurra áratuga gamalt þá talar það enn inn í íslenskt samfélag og er mikilvægt innlegg í kjarabaráttu hvers tíma. Því að þrátt fyrir að mikill ávinningur hafi orðið í kjarabaráttu launafólks frá því að fyrsta íslenska kröfugangan var haldin árið 1923 þá eru enn ærin verkefni fyrir höndum og mikilvægi samstöðunnar og baráttuviljans hefur ekkert dvínað. Hjá okkur kennurum hefur baráttan verið þyrnum stráð og kostað blóð, svita og tár. Sagan okkar geymir átök í tengslum við satt að segja nær alla okkar kjarasamninga þó ekki hafi þeim öllum fylgt verkfallsátök eða viðlíka vinnumatsaðgerðir. Þegar þessi orð eru rituð er blek á nýgerðum kjarasamningi Félags leikskólakennara nýþornað og ekki er langt síðan undirritaðir voru samningar við Félag grunnskólakennara og Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum en enn hefur ekki tekist að ljúka kjarasamningi við stjórnendafélög leik- og grunnskóla innan KÍ. Í öllum þessum samningum hafa lítil skref verið tekin í átt að bættum kjörum kennara en við vitum öll að enn er langt í land með að við náum þeim áföngum á leiðinni sem lengi hefur verið sveiflað að væri handan horns og í raun eru óuppfyllt loforð sem hanga yfir samskiptum okkar við viðsemjendur okkar, ríki og sveitarfélög. Loforð um jöfnun launa sem fylgdu jöfnun lífeyrisréttinda árið 2016 eru þar stærst. Sú sjálfsagða krafa að sérfræðingastéttin kennarar sé með launakjör sambærileg við sérfræðinga á almennum markaði var það ár sett í farveg sem enn hefur ekki skilað af sér neinu sem hönd á festir og það er einfaldlega þannig að tími funda, rannsókna og skýrslna er liðinn og kominn er tími á að taka þau skref sem lofað hefur verið að muni verða tekin. Við höfum tekið á okkur þann hlut sem okkur var ætlað og nú er komið að því að vinnuveitandinn taki sín skref. Þeir kjarasamningar sem að gerðir hafa verið að undanförnu hafa allir átt það sammerkt að þeir fylgja svonefndum lífskjarasamningi, en sá rennur út snemma árs 2023, eða á þeim tíma þar sem flestir okkar samningar renna líka út. Það er því okkur öllum ljóst að fram undan eru lykiltímar í kjarabaráttu kennara enn á ný. Í aðdraganda nýgerðra kjarasamninga mátti öllum vera ljóst að samtakamáttur og baráttuandi kennarastéttarinnar er mikill. Við höfum unnið enn eitt stórvirkið síðustu ár þar sem við náðum betri árangri í varnarbaráttu menntunar í heimsfaraldri en annars staðar í heiminum og erum tilbúin að nýta þá reynslu til að verða enn betri í störfum okkar, öllum börnum til heilla. Ég treysti því að viðsemjendur okkar standi við að þau fallegu orð sem okkur voru færð í þeirri baráttu og hafi í raun réttri sýnt þeim fram á mikilvægi kennarastéttarinnar fyrir íslenskt samfélag og tryggi henni þann aðbúnað sem hún þarf í störfum sínum. Vissulega kemur ýmislegt þar inn í en stærsti þátturinn eru að sjálfsögðu launakjör stéttarinnar og þá einfaldlega að gefin loforð verði efnd. Eins og nefnt hefur verið í umræðum kennara víða í vetur, núna er næst. Sá tími er kominn! Við skulum taka þátt í viðburðum baráttudags launafólks nú á sunnudaginn. Með því heiðrum við baráttu þeirra sem á undan okkur hafa gengið og þjöppum okkur líka saman fyrir komandi verkefni, við ætlum að bera saman fána þessa framtíðarlands! Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Kjaramál Magnús Þór Jónsson Verkalýðsdagurinn Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Við þekkjum öll textann um maísólina sem rís, vonina sem hún færir og þau hughrif sem geislar hennar veita samstöðuviljanum. Það er auðvitað engin tilviljun að ljóð Halldórs Laxness er fastur liður í samkomum á alþjóðlegum baráttudegi launafólks þann 1. maí enda ljóðlínurnar meitlaðar í þeirra vitund. Þó að ljóðið sé vissulega orðið nokkurra áratuga gamalt þá talar það enn inn í íslenskt samfélag og er mikilvægt innlegg í kjarabaráttu hvers tíma. Því að þrátt fyrir að mikill ávinningur hafi orðið í kjarabaráttu launafólks frá því að fyrsta íslenska kröfugangan var haldin árið 1923 þá eru enn ærin verkefni fyrir höndum og mikilvægi samstöðunnar og baráttuviljans hefur ekkert dvínað. Hjá okkur kennurum hefur baráttan verið þyrnum stráð og kostað blóð, svita og tár. Sagan okkar geymir átök í tengslum við satt að segja nær alla okkar kjarasamninga þó ekki hafi þeim öllum fylgt verkfallsátök eða viðlíka vinnumatsaðgerðir. Þegar þessi orð eru rituð er blek á nýgerðum kjarasamningi Félags leikskólakennara nýþornað og ekki er langt síðan undirritaðir voru samningar við Félag grunnskólakennara og Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum en enn hefur ekki tekist að ljúka kjarasamningi við stjórnendafélög leik- og grunnskóla innan KÍ. Í öllum þessum samningum hafa lítil skref verið tekin í átt að bættum kjörum kennara en við vitum öll að enn er langt í land með að við náum þeim áföngum á leiðinni sem lengi hefur verið sveiflað að væri handan horns og í raun eru óuppfyllt loforð sem hanga yfir samskiptum okkar við viðsemjendur okkar, ríki og sveitarfélög. Loforð um jöfnun launa sem fylgdu jöfnun lífeyrisréttinda árið 2016 eru þar stærst. Sú sjálfsagða krafa að sérfræðingastéttin kennarar sé með launakjör sambærileg við sérfræðinga á almennum markaði var það ár sett í farveg sem enn hefur ekki skilað af sér neinu sem hönd á festir og það er einfaldlega þannig að tími funda, rannsókna og skýrslna er liðinn og kominn er tími á að taka þau skref sem lofað hefur verið að muni verða tekin. Við höfum tekið á okkur þann hlut sem okkur var ætlað og nú er komið að því að vinnuveitandinn taki sín skref. Þeir kjarasamningar sem að gerðir hafa verið að undanförnu hafa allir átt það sammerkt að þeir fylgja svonefndum lífskjarasamningi, en sá rennur út snemma árs 2023, eða á þeim tíma þar sem flestir okkar samningar renna líka út. Það er því okkur öllum ljóst að fram undan eru lykiltímar í kjarabaráttu kennara enn á ný. Í aðdraganda nýgerðra kjarasamninga mátti öllum vera ljóst að samtakamáttur og baráttuandi kennarastéttarinnar er mikill. Við höfum unnið enn eitt stórvirkið síðustu ár þar sem við náðum betri árangri í varnarbaráttu menntunar í heimsfaraldri en annars staðar í heiminum og erum tilbúin að nýta þá reynslu til að verða enn betri í störfum okkar, öllum börnum til heilla. Ég treysti því að viðsemjendur okkar standi við að þau fallegu orð sem okkur voru færð í þeirri baráttu og hafi í raun réttri sýnt þeim fram á mikilvægi kennarastéttarinnar fyrir íslenskt samfélag og tryggi henni þann aðbúnað sem hún þarf í störfum sínum. Vissulega kemur ýmislegt þar inn í en stærsti þátturinn eru að sjálfsögðu launakjör stéttarinnar og þá einfaldlega að gefin loforð verði efnd. Eins og nefnt hefur verið í umræðum kennara víða í vetur, núna er næst. Sá tími er kominn! Við skulum taka þátt í viðburðum baráttudags launafólks nú á sunnudaginn. Með því heiðrum við baráttu þeirra sem á undan okkur hafa gengið og þjöppum okkur líka saman fyrir komandi verkefni, við ætlum að bera saman fána þessa framtíðarlands! Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar