Rúnar: Ekkert sem skildi liðin að í þessum leik Hjörvar Ólafsson skrifar 30. apríl 2022 22:20 Rúnar Kristinsson, þjálfari KR. Vísir/Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var ekki sáttur við niðurstöðuna í tapi liðs síns gegn Val í þriðju umferð Bestudeildar karla í fótbolta í kvöld. Rúnar var aftur á móti sáttur við frammistöðu lærisveina sinna þrátt fyrir tapið. „Ég met bara niðurstöðuna þannig að Valur vann og við töpuðum í jöfnum leik. Það var ekkert sem skildi liðin að. Liðin voru svipað mikið boltann held ég og sköpuðu álíka mörg færi. En Valur náði í stigin þrjú," sagði Rúnar í samtali við Stöð 2 sport eftir leikinn en hann vildi ekkert tjá sig um dómara leiksins. Spennustigið í leiknum var afar hátt og KR-ingar voru ósáttir við nokkrar ákvarðanir Helga Mikaels Jónssonar í leiknum. Rúnar eftirlét sérfræðingum Stöðvar 2 sport að rýna í frammisötðu dómarans. „Við fengum fimm til sjö dauðafæri í fyrri hálfleik en náðum ekki að nýta nema eitt. Svo riðlast leikskipulagið aðeins þegar við þurfum að bregðast við meiðslum en ég var mjög sáttur við þá leikmenn sem fylltu skörð þeirra sem þurftu frá að hverfa vegna meiðsla," sagði þjálfarinn enn fremur. „Atli Sigurjónsson var stífur í nára eftir að hafa hlaupið mikið í fyrstu tveimur leikjum deildarinnar og gat ekki spilað meira í dag. Sama átti við Pálma Rafn sem stífnaði upp í upphafi seinni hálfleiks og náði ekki að spila meira en raunin varð. Kennie Chopart fékk svo höfuðhögg og fór upp á sjúkrahús en mér skilst að hann sé við ágætis heilsu þar. Við verðum svo bara að sjá hvernig þróunin verður á því á næstu dögum," sagði Rúnar sem er sáttur við spilamennsku KR-liðsins í upphafi deildarinnar þrátt fyrir að stigasöfnunin hafi verið dræm. „Við erum meira með boltann og höfum betur í XG-baráttunni á móti Blikum og í kvöld fannst mér við spila vel. Fótbolti er hins vegar þannig að þú þarft að ná í úrslit og það hefur ekki gengið vel það sem af er hjá okkur. Nú þurfum við bara að halda áfram að æfa vel og berjast fyrir stigunum," sagði hann. Rúnar vildi svo ekkert gefa upp um hvort liðsstyrkur væri á leið í Vesturbæinn fyrir lok félagaskiptagluggans en lokað verður fyrir félagaskipti 15. maí næstkomandi. „Við erum að skoða í kringum okkur og leita leiða til þess að stækka hópinn og auka samkeppnina. Eins og staðan er núna er þó ekkert fast í hendi. Það eru gríðarleg átök fram undan og ef það verða allir leikir eins og þessi í kvöld verðum við að bæta vopnabúrið töluvert," sagði Rúnar um mögulega styrkingu á leikmannahópi KR á næstu dögum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla KR Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - KR 2-1 | Valur hafði betur í hörðum slag við KR Valur lagði KR að velli með tveimur mörkum gegn einu þegar liðin mættust í þriðju umferð Bestudeildar karla í fótbolta á Origo-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. 30. apríl 2022 21:12 Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Fleiri fréttir Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Sjá meira
„Ég met bara niðurstöðuna þannig að Valur vann og við töpuðum í jöfnum leik. Það var ekkert sem skildi liðin að. Liðin voru svipað mikið boltann held ég og sköpuðu álíka mörg færi. En Valur náði í stigin þrjú," sagði Rúnar í samtali við Stöð 2 sport eftir leikinn en hann vildi ekkert tjá sig um dómara leiksins. Spennustigið í leiknum var afar hátt og KR-ingar voru ósáttir við nokkrar ákvarðanir Helga Mikaels Jónssonar í leiknum. Rúnar eftirlét sérfræðingum Stöðvar 2 sport að rýna í frammisötðu dómarans. „Við fengum fimm til sjö dauðafæri í fyrri hálfleik en náðum ekki að nýta nema eitt. Svo riðlast leikskipulagið aðeins þegar við þurfum að bregðast við meiðslum en ég var mjög sáttur við þá leikmenn sem fylltu skörð þeirra sem þurftu frá að hverfa vegna meiðsla," sagði þjálfarinn enn fremur. „Atli Sigurjónsson var stífur í nára eftir að hafa hlaupið mikið í fyrstu tveimur leikjum deildarinnar og gat ekki spilað meira í dag. Sama átti við Pálma Rafn sem stífnaði upp í upphafi seinni hálfleiks og náði ekki að spila meira en raunin varð. Kennie Chopart fékk svo höfuðhögg og fór upp á sjúkrahús en mér skilst að hann sé við ágætis heilsu þar. Við verðum svo bara að sjá hvernig þróunin verður á því á næstu dögum," sagði Rúnar sem er sáttur við spilamennsku KR-liðsins í upphafi deildarinnar þrátt fyrir að stigasöfnunin hafi verið dræm. „Við erum meira með boltann og höfum betur í XG-baráttunni á móti Blikum og í kvöld fannst mér við spila vel. Fótbolti er hins vegar þannig að þú þarft að ná í úrslit og það hefur ekki gengið vel það sem af er hjá okkur. Nú þurfum við bara að halda áfram að æfa vel og berjast fyrir stigunum," sagði hann. Rúnar vildi svo ekkert gefa upp um hvort liðsstyrkur væri á leið í Vesturbæinn fyrir lok félagaskiptagluggans en lokað verður fyrir félagaskipti 15. maí næstkomandi. „Við erum að skoða í kringum okkur og leita leiða til þess að stækka hópinn og auka samkeppnina. Eins og staðan er núna er þó ekkert fast í hendi. Það eru gríðarleg átök fram undan og ef það verða allir leikir eins og þessi í kvöld verðum við að bæta vopnabúrið töluvert," sagði Rúnar um mögulega styrkingu á leikmannahópi KR á næstu dögum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla KR Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - KR 2-1 | Valur hafði betur í hörðum slag við KR Valur lagði KR að velli með tveimur mörkum gegn einu þegar liðin mættust í þriðju umferð Bestudeildar karla í fótbolta á Origo-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. 30. apríl 2022 21:12 Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Fleiri fréttir Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Sjá meira
Umfjöllun: Valur - KR 2-1 | Valur hafði betur í hörðum slag við KR Valur lagði KR að velli með tveimur mörkum gegn einu þegar liðin mættust í þriðju umferð Bestudeildar karla í fótbolta á Origo-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. 30. apríl 2022 21:12