Ég brenn fyrir þessu starfi Þorgerður Laufey Diðriksdóttir skrifar 1. maí 2022 19:30 Fyrir stuttu var mér boðið að eiga samtal við kennaranema í Háskóla Íslands. Tilefnið voru vangaveltur og spurningar sem brunnu á kennaranemum um störf og starfsskilyrði í grunnskóla. Þrátt fyrir stutta heimsókn þá upplifði ég og fann að þau höfðu þennan brennandi neista sem og væntingar um að hafa áhrif á skólastarf framtíðar. Mikilvægt er að kennaranámið nesti þau sem best til kennslu en hlutverk okkar kennara á vettvangi er ekki síður mikilvægt við að búa þeim þau starfsskilyrði sem nauðsynleg eru til að þrífast í starfi. Samfélagslegar væntingar til kennara eru miklar og til allrar hamingju snýst umræðan um málefni grunnskóla iðulega um það hvernig við getum gert enn betur, hvernig menntun íslenskra barna geti verið framúrskarandi að gæðum. Fólk sem starfar í stjórnmálum ætlast einnig til mikils af kennurum og það er vel. Þá umræðu verðum við öll að setja í samhengi við starfsskilyrði, starfsgleði og þær sjálfsögðu kröfur sem allar stéttir gera, að búa við viðunandi starfskjör. Ég trúi því að kennarar, samfélagið og stjórnmálafólk geti fylkt sér að baki eftirfarandi markmiðum, annars vegar að gera kennarastarfið að heillandi kosti fyrir ungt fólk og hins vegar að búa öllum kennurum þau skilyrði að þeir vaxi og dafni í starfi. Þessum markmiðum hef ég unnið að og vil gera áfram. Heimsókn mín til kennaranema sannaði enn og aftur að þeir töfrar sem felast í kennslu kveikja hjá okkur löngun til þess að hafa jákvæð áhrif á samfélagið í gegnum þetta mikilvæga starf. Félag grunnskólakennara þarf forystu sem gætir hagsmuna kennara á öllum sviðum, hvort sem um er að ræða kjör, starfsaðstæður, nýliðun, kennaramenntun, starfsgleði og möguleika til starfsþróunar. Ég hef langa reynslu, þekkingu og yfirsýn á löggjöf, stjórnsýslu og aðstæðum kennara í ólíkum landshlutum. Þess vegna gef ég kost á mér til að starfa áfram sem formaður Félags grunnskólakennara. Höfundur sækist eftir áframhaldandi umboði félagsmanna Félags grunnskólakennara til formennsku fyrir félagið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Grunnskólar Stéttarfélög Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Sjá meira
Fyrir stuttu var mér boðið að eiga samtal við kennaranema í Háskóla Íslands. Tilefnið voru vangaveltur og spurningar sem brunnu á kennaranemum um störf og starfsskilyrði í grunnskóla. Þrátt fyrir stutta heimsókn þá upplifði ég og fann að þau höfðu þennan brennandi neista sem og væntingar um að hafa áhrif á skólastarf framtíðar. Mikilvægt er að kennaranámið nesti þau sem best til kennslu en hlutverk okkar kennara á vettvangi er ekki síður mikilvægt við að búa þeim þau starfsskilyrði sem nauðsynleg eru til að þrífast í starfi. Samfélagslegar væntingar til kennara eru miklar og til allrar hamingju snýst umræðan um málefni grunnskóla iðulega um það hvernig við getum gert enn betur, hvernig menntun íslenskra barna geti verið framúrskarandi að gæðum. Fólk sem starfar í stjórnmálum ætlast einnig til mikils af kennurum og það er vel. Þá umræðu verðum við öll að setja í samhengi við starfsskilyrði, starfsgleði og þær sjálfsögðu kröfur sem allar stéttir gera, að búa við viðunandi starfskjör. Ég trúi því að kennarar, samfélagið og stjórnmálafólk geti fylkt sér að baki eftirfarandi markmiðum, annars vegar að gera kennarastarfið að heillandi kosti fyrir ungt fólk og hins vegar að búa öllum kennurum þau skilyrði að þeir vaxi og dafni í starfi. Þessum markmiðum hef ég unnið að og vil gera áfram. Heimsókn mín til kennaranema sannaði enn og aftur að þeir töfrar sem felast í kennslu kveikja hjá okkur löngun til þess að hafa jákvæð áhrif á samfélagið í gegnum þetta mikilvæga starf. Félag grunnskólakennara þarf forystu sem gætir hagsmuna kennara á öllum sviðum, hvort sem um er að ræða kjör, starfsaðstæður, nýliðun, kennaramenntun, starfsgleði og möguleika til starfsþróunar. Ég hef langa reynslu, þekkingu og yfirsýn á löggjöf, stjórnsýslu og aðstæðum kennara í ólíkum landshlutum. Þess vegna gef ég kost á mér til að starfa áfram sem formaður Félags grunnskólakennara. Höfundur sækist eftir áframhaldandi umboði félagsmanna Félags grunnskólakennara til formennsku fyrir félagið.
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar