Týndi formaðurinn og 2F Guðni Þór Elísson og Þorsteinn Ingi Hjálmarsson skrifa 1. maí 2022 21:30 Hvenær hættir stéttarfélag að hugsa um hag allra sinna félagsmanna og stundar að mismuna félagsmönnum? Í VM í dag eru ólíkir hópar starfsstétta í einu og sama stéttarfélagi en VM er því miður slæmt dæmi um þannig stéttarfélag. Þar er okkur vélstjórum á sjó mismunað t.d. gagnvart kjörgengi og kjarasamningum. Týndi formaðurinn og kjarasvið félagsins virðast ekki geta klárað kjarasamning fyrir þennan hóp félagsmanna sinna og til að snúa sig út úr klúðrinu er félagið sameinað öðru félagi sem heitir 2F, og kjarasviðið hjá VM flutt í það! Það er búið að flytja aðra lykilstarfsemi stéttafélagsins VM einnig í þetta leynifélag 2F. En umhugsunarefni mitt er að þetta var gert allt án samþykkis félagsmanna. Bæði formaður og stjórn félagsins voru að leynimakka þetta í nokkra mánuði, ekkert mátti fréttast, félagsmenn voru ekki upplýstir um neitt fyrr en eftir að sameiningin hafði farið fram. Þetta er jafnframt brot á lögum stéttarfélagsins VM en það er einhvern veginn þannig að týnda formanninum finnst það í lagi að fara ekki að lögum þess félags sem hann er í forsvari fyrir. Þetta er því miður ekki það eina sem er að, heldur óeðlilegar fjármunafærslur án heimilda eftir samþykktum frá aðalfundi sem var 70 milljónir eru orðnar umtalsvert hærri. Talan er nálægt 400 milljónum en sundurliðunin liggur fyrir á skjali frá endurskoðanda frá aðalfundi 2022. Þetta er eingöngu vegna færslu á skrifstofu félagsins. Ég sem félagsmaður í VM tel þetta einræðistilburði hjá týnda formanninum og stjórninni sem studdi hann, öll þau lög sem hann braut voru mörg með þessum fjármunatilfærslum. Þessi algjöra hundsun og vanvirðing á lögum félagsins hæfir ekki formanni stéttarfélags og er í raun lögreglumál. Ég tala um týnda formanninn en þannig upplifum við stór hluti félagsmanna stöðuna í dag, en þá aðallega við vélstjórar á sjó, að stéttarfélagið VM sé klofið. Það er engin virðing fyrir lögum félagsins um meðferð fjármuna, ákvarðanir eru teknar ólýðræðislega og hinn almenni félagsmaður ekki upplýstur. Það eru búnar til ofurlaunastöður, framkvæmdastjóri og forstöðumaður ráðin í leynifélagið 2F sem á að sjá um lykilstarfsemi eins og kjaramál VM? Til hvers veit ég ekki en það er auðvelt að sjá að þetta hefur aukin kostnað við rekstur stéttarfélagsins VM. En eitt það kjánalegasta við þessa sameiningu er að það er farið í þessa vegferð án þess að fjárskuldbindingaáætlun eða rekstraráætlun liggi fyrir, þetta er í raun samningur og uppáskrift á óútfylltan tékka. Týndi formaðurinn passar sig á því að segja sem minnst, það gæti verið að hann segði óvart of mikið. Ég get imprað á öðru sem reynt er að fara leynt með líka en það er ofurlaunastefna á launakjörum formanns VM. Sú tala er í dag opinber og var birt á síðasta aðalfundi í skýrslu endurskoðanda félagsins, en það má segja það að launakjör formanns í dag séu allt of há miðað við vinnuframlag þar sem stór hluti af hans vinnuframlagi er nú í höndum starfsmanna 2F. Launakjörin eru einnig of há í samanburði við laun annara formanna stéttarfélaga á Íslandi. Sannleikurinn er oft sárastur. Höfundar eru félagsmenn í VM og eru vélstjórar á sjó. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Hvenær hættir stéttarfélag að hugsa um hag allra sinna félagsmanna og stundar að mismuna félagsmönnum? Í VM í dag eru ólíkir hópar starfsstétta í einu og sama stéttarfélagi en VM er því miður slæmt dæmi um þannig stéttarfélag. Þar er okkur vélstjórum á sjó mismunað t.d. gagnvart kjörgengi og kjarasamningum. Týndi formaðurinn og kjarasvið félagsins virðast ekki geta klárað kjarasamning fyrir þennan hóp félagsmanna sinna og til að snúa sig út úr klúðrinu er félagið sameinað öðru félagi sem heitir 2F, og kjarasviðið hjá VM flutt í það! Það er búið að flytja aðra lykilstarfsemi stéttafélagsins VM einnig í þetta leynifélag 2F. En umhugsunarefni mitt er að þetta var gert allt án samþykkis félagsmanna. Bæði formaður og stjórn félagsins voru að leynimakka þetta í nokkra mánuði, ekkert mátti fréttast, félagsmenn voru ekki upplýstir um neitt fyrr en eftir að sameiningin hafði farið fram. Þetta er jafnframt brot á lögum stéttarfélagsins VM en það er einhvern veginn þannig að týnda formanninum finnst það í lagi að fara ekki að lögum þess félags sem hann er í forsvari fyrir. Þetta er því miður ekki það eina sem er að, heldur óeðlilegar fjármunafærslur án heimilda eftir samþykktum frá aðalfundi sem var 70 milljónir eru orðnar umtalsvert hærri. Talan er nálægt 400 milljónum en sundurliðunin liggur fyrir á skjali frá endurskoðanda frá aðalfundi 2022. Þetta er eingöngu vegna færslu á skrifstofu félagsins. Ég sem félagsmaður í VM tel þetta einræðistilburði hjá týnda formanninum og stjórninni sem studdi hann, öll þau lög sem hann braut voru mörg með þessum fjármunatilfærslum. Þessi algjöra hundsun og vanvirðing á lögum félagsins hæfir ekki formanni stéttarfélags og er í raun lögreglumál. Ég tala um týnda formanninn en þannig upplifum við stór hluti félagsmanna stöðuna í dag, en þá aðallega við vélstjórar á sjó, að stéttarfélagið VM sé klofið. Það er engin virðing fyrir lögum félagsins um meðferð fjármuna, ákvarðanir eru teknar ólýðræðislega og hinn almenni félagsmaður ekki upplýstur. Það eru búnar til ofurlaunastöður, framkvæmdastjóri og forstöðumaður ráðin í leynifélagið 2F sem á að sjá um lykilstarfsemi eins og kjaramál VM? Til hvers veit ég ekki en það er auðvelt að sjá að þetta hefur aukin kostnað við rekstur stéttarfélagsins VM. En eitt það kjánalegasta við þessa sameiningu er að það er farið í þessa vegferð án þess að fjárskuldbindingaáætlun eða rekstraráætlun liggi fyrir, þetta er í raun samningur og uppáskrift á óútfylltan tékka. Týndi formaðurinn passar sig á því að segja sem minnst, það gæti verið að hann segði óvart of mikið. Ég get imprað á öðru sem reynt er að fara leynt með líka en það er ofurlaunastefna á launakjörum formanns VM. Sú tala er í dag opinber og var birt á síðasta aðalfundi í skýrslu endurskoðanda félagsins, en það má segja það að launakjör formanns í dag séu allt of há miðað við vinnuframlag þar sem stór hluti af hans vinnuframlagi er nú í höndum starfsmanna 2F. Launakjörin eru einnig of há í samanburði við laun annara formanna stéttarfélaga á Íslandi. Sannleikurinn er oft sárastur. Höfundar eru félagsmenn í VM og eru vélstjórar á sjó.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar