Blómleg atvinnustarfsemi í Hveragerði – allra gróði Guðjóna Björk Sigurðardóttir skrifar 2. maí 2022 12:15 Rétt fyrir kosningar heyrum við stjórnmálamenn oft nota frasa eins og „Við viljum styðja við atvinnulifið í bænum“, enda er það eitt af meginhlutverkum stjórnvalda í smærra og stærra samhengi að styðja við grunnstarfsemi á hverjum stað. Fullyrðing sem þessi þýðir í huga okkar flestra að það sé auðvelt, aðgengilegt og aðlaðandi, fyrir þá sem vilja standa á eigin fótum að stofna fyrirtæki eða hefja nýja starfsemi á viðkomandi stað. Þeir sem reynt hafa á eigin skinni vita hversu mikilvægt það er að umhverfi og stjórnsýsla styðji við nýja atvinnustarfsemi, því hún felur alltaf í sér áhættu, það liggur mikið undir og mikilvægt að hugsa hvert skref til enda. Í vel reknum bæjarfélögum er þessi grunnskilningur til staðar, stjórnsýslan er gagnsæ, leiðir skýrar og engar óvæntar hindranir í vegi þess sem vill taka það stóra stökk að hefja atvinnustarfsemi af eigin frumkvæði. Gagnsæ stjórnsýsla skiptir máli Hlutverk þeirra sem halda um stjórnvald á hverjum tíma er að fylgja þeim reglum sem upp eru gefnar, það að allir sitji við sama borð þegar kemur að stofnun fyrirtækja – þ.m.t. þeirra þar sem rekstur leiðir til eðlilegrar samkeppni innan samfélagsins, því það er jú eitt grunnstef í okkar hagkerfi að í fjölbreytileika og samkeppni felist lykill að gæðum þjónustu og hagkvæmni. Fyrirsjáanleiki, hraði á afgreiðslu erinda og gagnsæi í stjórnsýslunni gerir bæjarfélag eins og okkar Hveragerði aðlaðandi fyrir þau sem leggja í atvinnurekstur, nokkuð sem ætti að leggja áherslu á. Það má ekki gerast að bæjaryfirvöld hlutist á nokkurn hátt til um það hvernig þessi mál ganga fyrir sig, að það sé t.d. samræmi í gjaldtöku á við önnur sveitafélög, að öll upplýsingagjöf sé bæði hröð og rétt og að hér sé á allan mögulegan hátt stuðlað að blómlegu atvinnulífi, að hingað langi fólk að koma með sín fyrirtæki. Það er ekki hlutverk stjórnvalds að hlutast til á einhvern hátt til um það hvernig eða hvort atvinnustarfsemi eða fyrirtæki sem fylgir í einu og öllu þeim kröfum sem til þess eru gerðar geti hafið sína starfsemi í bænum. Slík stefna og framkvæmd brýtur ekki bara í bága við grunnreglur heldur skapar hér óöryggi og dregur upp mynd sem fælir drífandi og kjarkmikið fólk frá því að hefja rekstur. Og á því tapa allir. Ný fyrirtæki og ný starfsemi er súrefni inn í bæinn okkar Það er ekki langt síðan undirrituð talaði við unga konu sem stofnaði Kaffirútuna í Vík í Mýrdal en hún sagði að stuðningur frá bæjarfélaginu hefði skipt sköpum fyrir hana. Sá stuðningur fólst ekki í fyrirgreiðslu á neinn hátt heldur góðu viðbragði á afgreiðslu, lausnarmiðum leiðbeiningum og hvatningu. Þetta er nokkuð sem ætti að vera okkur fyrirmynd, það á ekki að þurfa að beygja sig undir aðrar reglur en þær sem standa skrifaðar á blaði og það á að ríkja hér andi hvatningar og stuðnings til allra þeirra sem vilja leyfa okkar góða bæjarfélagi að njóta góðs af sinni starfsemi og atorku. Gróði samfélagsins felst ekki bara í auknu framboði starfa og útsvarstekna, því að afleidd starfsemi felst í aðkomu þess fjölbreytta hóps fagfólks og verkafólks sem þarf til að setja fyrirtæki á laggirnar og halda því gangandi. Því það er eitt mikilvægasta hlutverk bæjaryfirvalda að standa við bakið á þeim sem eiga frumkvæði að slíkum rekstri og taka því hlutverki alvarlega og gera bókstaflega allt það sem þeirra valdi stendur til að tryggja snuðrulaust ferli þar sem allir sitja við sama borð. Samstarf og samvinna í sinni bestu mynd – gerum betur Bæjarfélag ætti að vera leiðandi afl í samstarfi ólíkra fyrirtækja innan bæjarfélags með það að markmiði að hámarka hagnað, bæta þjónustu, auka lærdóm og samvinnu. Það er ávinningur fyrir alla. Sem dæmi má nefna fyrirtæki sem framleiddi vöru, hratið af þeirri vöru fór á sveitabæ, sem fóðraði nautin sín, seldi nautakjöt sem síðan bæjarbúar nutu góðs af og hratið þar fór í hænurnar. Hversu frábært er það? Við getum með samstillingu og yfirsýn séð leiðir fyrir fyrirtæki innan okkar marka að stilla saman strengi og styðja við atvinnustarfsemi hvers annars, það er verkefni framtíðarinnar og ætti að teljast til þeirra sem mest um vert er að sinna, enda viljum við öll búa í bæ sem er lifandi og gefandi á búa í. Styðjum við atvinnulífið með því að fagna fjölbreytileikanum, hvetja íbúa til að framkvæma drauma sína, leggjum okkur fram um að einfalda verkferla svo hægt sé að afgreiða málin hratt og vel þar sem jafnræðis er gætt ásamt því að stuðla að samvinnu þeirra fyrirtækja sem fyrir eru. Höfundur situr í 12. sæti Okkar Hveragerðis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Rétt fyrir kosningar heyrum við stjórnmálamenn oft nota frasa eins og „Við viljum styðja við atvinnulifið í bænum“, enda er það eitt af meginhlutverkum stjórnvalda í smærra og stærra samhengi að styðja við grunnstarfsemi á hverjum stað. Fullyrðing sem þessi þýðir í huga okkar flestra að það sé auðvelt, aðgengilegt og aðlaðandi, fyrir þá sem vilja standa á eigin fótum að stofna fyrirtæki eða hefja nýja starfsemi á viðkomandi stað. Þeir sem reynt hafa á eigin skinni vita hversu mikilvægt það er að umhverfi og stjórnsýsla styðji við nýja atvinnustarfsemi, því hún felur alltaf í sér áhættu, það liggur mikið undir og mikilvægt að hugsa hvert skref til enda. Í vel reknum bæjarfélögum er þessi grunnskilningur til staðar, stjórnsýslan er gagnsæ, leiðir skýrar og engar óvæntar hindranir í vegi þess sem vill taka það stóra stökk að hefja atvinnustarfsemi af eigin frumkvæði. Gagnsæ stjórnsýsla skiptir máli Hlutverk þeirra sem halda um stjórnvald á hverjum tíma er að fylgja þeim reglum sem upp eru gefnar, það að allir sitji við sama borð þegar kemur að stofnun fyrirtækja – þ.m.t. þeirra þar sem rekstur leiðir til eðlilegrar samkeppni innan samfélagsins, því það er jú eitt grunnstef í okkar hagkerfi að í fjölbreytileika og samkeppni felist lykill að gæðum þjónustu og hagkvæmni. Fyrirsjáanleiki, hraði á afgreiðslu erinda og gagnsæi í stjórnsýslunni gerir bæjarfélag eins og okkar Hveragerði aðlaðandi fyrir þau sem leggja í atvinnurekstur, nokkuð sem ætti að leggja áherslu á. Það má ekki gerast að bæjaryfirvöld hlutist á nokkurn hátt til um það hvernig þessi mál ganga fyrir sig, að það sé t.d. samræmi í gjaldtöku á við önnur sveitafélög, að öll upplýsingagjöf sé bæði hröð og rétt og að hér sé á allan mögulegan hátt stuðlað að blómlegu atvinnulífi, að hingað langi fólk að koma með sín fyrirtæki. Það er ekki hlutverk stjórnvalds að hlutast til á einhvern hátt til um það hvernig eða hvort atvinnustarfsemi eða fyrirtæki sem fylgir í einu og öllu þeim kröfum sem til þess eru gerðar geti hafið sína starfsemi í bænum. Slík stefna og framkvæmd brýtur ekki bara í bága við grunnreglur heldur skapar hér óöryggi og dregur upp mynd sem fælir drífandi og kjarkmikið fólk frá því að hefja rekstur. Og á því tapa allir. Ný fyrirtæki og ný starfsemi er súrefni inn í bæinn okkar Það er ekki langt síðan undirrituð talaði við unga konu sem stofnaði Kaffirútuna í Vík í Mýrdal en hún sagði að stuðningur frá bæjarfélaginu hefði skipt sköpum fyrir hana. Sá stuðningur fólst ekki í fyrirgreiðslu á neinn hátt heldur góðu viðbragði á afgreiðslu, lausnarmiðum leiðbeiningum og hvatningu. Þetta er nokkuð sem ætti að vera okkur fyrirmynd, það á ekki að þurfa að beygja sig undir aðrar reglur en þær sem standa skrifaðar á blaði og það á að ríkja hér andi hvatningar og stuðnings til allra þeirra sem vilja leyfa okkar góða bæjarfélagi að njóta góðs af sinni starfsemi og atorku. Gróði samfélagsins felst ekki bara í auknu framboði starfa og útsvarstekna, því að afleidd starfsemi felst í aðkomu þess fjölbreytta hóps fagfólks og verkafólks sem þarf til að setja fyrirtæki á laggirnar og halda því gangandi. Því það er eitt mikilvægasta hlutverk bæjaryfirvalda að standa við bakið á þeim sem eiga frumkvæði að slíkum rekstri og taka því hlutverki alvarlega og gera bókstaflega allt það sem þeirra valdi stendur til að tryggja snuðrulaust ferli þar sem allir sitja við sama borð. Samstarf og samvinna í sinni bestu mynd – gerum betur Bæjarfélag ætti að vera leiðandi afl í samstarfi ólíkra fyrirtækja innan bæjarfélags með það að markmiði að hámarka hagnað, bæta þjónustu, auka lærdóm og samvinnu. Það er ávinningur fyrir alla. Sem dæmi má nefna fyrirtæki sem framleiddi vöru, hratið af þeirri vöru fór á sveitabæ, sem fóðraði nautin sín, seldi nautakjöt sem síðan bæjarbúar nutu góðs af og hratið þar fór í hænurnar. Hversu frábært er það? Við getum með samstillingu og yfirsýn séð leiðir fyrir fyrirtæki innan okkar marka að stilla saman strengi og styðja við atvinnustarfsemi hvers annars, það er verkefni framtíðarinnar og ætti að teljast til þeirra sem mest um vert er að sinna, enda viljum við öll búa í bæ sem er lifandi og gefandi á búa í. Styðjum við atvinnulífið með því að fagna fjölbreytileikanum, hvetja íbúa til að framkvæma drauma sína, leggjum okkur fram um að einfalda verkferla svo hægt sé að afgreiða málin hratt og vel þar sem jafnræðis er gætt ásamt því að stuðla að samvinnu þeirra fyrirtækja sem fyrir eru. Höfundur situr í 12. sæti Okkar Hveragerðis.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun