Erfið byrjun hjá Bayern: „Mamma kom til mín í heilan mánuð til að styrkja mig andlega“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. maí 2022 09:00 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og móðir hennar, Fjóla Rún Þorleifsdóttir, fagna þýska meistaratitlinum síðasta vor. instagram-síða karólínu Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, landsliðskona í fótbolta, viðurkennir að fyrstu mánuðirnar hjá Bayern München hafi reynt á. Það hafi hins vegar hjálpað mikið þegar hún fékk tvo íslenska samherja. Eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með Breiðabliki 2020 gekk Karólína í raðir þýska stórliðsins Bayern München. Í júlí 2021 samdi Glódís Perla Viggósdóttir við Bayern og í janúar á þessu ári bættist markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir í hópinn. Karólína segir gott að hafa stuðning frá stöllum sínum í íslenska landsliðinu og það hjálpi mikið eftir erfiða fyrstu mánuði hjá Bayern. „Það er allt annað. Fyrstu sex mánuðirnir voru mjög erfiðir. Ég þori alveg að segja að mamma kom til mín í heilan mánuð til að styrkja mig andlega,“ sagði Karólína í samtali við Vísi í Prag þar sem íslenska landsliðið dvaldi fyrir leikinn gegn Tékklandi í undankeppni HM. „Núna er ég með tvo Íslendinga með mér, þannig það er allt annað líf að vera þarna núna. Þetta er orðin lítil fjölskylda. Ég er meira með þeim en minni eigin fjölskyldu. Það hefur verið mjög skemmtilegt að fá tvo Íslendinga með.“ Mótlætið gerir mann sterkari Þrátt fyrir að hafa ekki alltaf spilað mikið með Bayern hefur Karólína bætt sig mikið síðan hún fór til liðsins. „Bæði tæknilega og svo hlaupagetan meiri. Þegar maður kemur út í atvinnumennsku reynir maður bara að einbeita sér hundrað prósent að fótboltanum. Maður æfir með mögnuðum leikmönnum og það hjálpar mér þegar ég kem inn í landsliðið, þá er ég vanari hærra tempói. Það er erfitt að segja sjálf en ég hef heyrt að fólk sér mun á mér sem er bara jákvætt,“ sagði Karólína. Klippa: Karólína um Bayern München „Ég er að keppa við bestu miðjumenn í heimi þannig að það er erfitt að fá spiltíma. En mótlætið gerir mann sterkari og þá er maður betur undirbúinn fyrir landsliðið, þegar maður fær spiltíma.“ Karólína kveðst ánægð með þetta stóra skref sem hún tók, að fara úr íslensku deildinni í eitt besta lið heims. Hún segir að það hafi ekki komið til tals að fara á lán til liðs í aðeins lakari deild til að fá fleiri mínútur. Milliskrefið ekki málið fyrir mig „Ég fór strax til Bayern frá Breiðabliki. Svo hefur verið mikið mótlæti en mér finnst ég hafa bætt mig þótt ég hafi ekki fengið nógu mikinn spiltíma. En það er alltaf hægt að segja: hún hefði átt að fara á lán en það var ekki í boði fyrir mig. Ég fékk ekki að fara þannig ég þurfti að vera mjög sterk andlega,“ sagði Karólína. „Ég hef bætt mig mikið í líkamlega þættinum; meiri tími í líkamsrækt þegar maður er ekki að spila. En þetta milliskref var ekki alveg málið fyrir mig þótt það sé kannski auðveldara en að fara beint í stærstu deildina.“ Þýski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Í beinni: FH - Fenix Toulouse | Síðasti Evrópudans FH-inga í bili Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Fleiri fréttir Atlético skoraði sex Í beinni: Man. City - Feyenoord | City-menn sigurþurfi Í beinni: Sporting - Arsenal | Gerir Gyökeres Skyttunum grikk? Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Sjá meira
Eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með Breiðabliki 2020 gekk Karólína í raðir þýska stórliðsins Bayern München. Í júlí 2021 samdi Glódís Perla Viggósdóttir við Bayern og í janúar á þessu ári bættist markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir í hópinn. Karólína segir gott að hafa stuðning frá stöllum sínum í íslenska landsliðinu og það hjálpi mikið eftir erfiða fyrstu mánuði hjá Bayern. „Það er allt annað. Fyrstu sex mánuðirnir voru mjög erfiðir. Ég þori alveg að segja að mamma kom til mín í heilan mánuð til að styrkja mig andlega,“ sagði Karólína í samtali við Vísi í Prag þar sem íslenska landsliðið dvaldi fyrir leikinn gegn Tékklandi í undankeppni HM. „Núna er ég með tvo Íslendinga með mér, þannig það er allt annað líf að vera þarna núna. Þetta er orðin lítil fjölskylda. Ég er meira með þeim en minni eigin fjölskyldu. Það hefur verið mjög skemmtilegt að fá tvo Íslendinga með.“ Mótlætið gerir mann sterkari Þrátt fyrir að hafa ekki alltaf spilað mikið með Bayern hefur Karólína bætt sig mikið síðan hún fór til liðsins. „Bæði tæknilega og svo hlaupagetan meiri. Þegar maður kemur út í atvinnumennsku reynir maður bara að einbeita sér hundrað prósent að fótboltanum. Maður æfir með mögnuðum leikmönnum og það hjálpar mér þegar ég kem inn í landsliðið, þá er ég vanari hærra tempói. Það er erfitt að segja sjálf en ég hef heyrt að fólk sér mun á mér sem er bara jákvætt,“ sagði Karólína. Klippa: Karólína um Bayern München „Ég er að keppa við bestu miðjumenn í heimi þannig að það er erfitt að fá spiltíma. En mótlætið gerir mann sterkari og þá er maður betur undirbúinn fyrir landsliðið, þegar maður fær spiltíma.“ Karólína kveðst ánægð með þetta stóra skref sem hún tók, að fara úr íslensku deildinni í eitt besta lið heims. Hún segir að það hafi ekki komið til tals að fara á lán til liðs í aðeins lakari deild til að fá fleiri mínútur. Milliskrefið ekki málið fyrir mig „Ég fór strax til Bayern frá Breiðabliki. Svo hefur verið mikið mótlæti en mér finnst ég hafa bætt mig þótt ég hafi ekki fengið nógu mikinn spiltíma. En það er alltaf hægt að segja: hún hefði átt að fara á lán en það var ekki í boði fyrir mig. Ég fékk ekki að fara þannig ég þurfti að vera mjög sterk andlega,“ sagði Karólína. „Ég hef bætt mig mikið í líkamlega þættinum; meiri tími í líkamsrækt þegar maður er ekki að spila. En þetta milliskref var ekki alveg málið fyrir mig þótt það sé kannski auðveldara en að fara beint í stærstu deildina.“
Þýski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Í beinni: FH - Fenix Toulouse | Síðasti Evrópudans FH-inga í bili Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Fleiri fréttir Atlético skoraði sex Í beinni: Man. City - Feyenoord | City-menn sigurþurfi Í beinni: Sporting - Arsenal | Gerir Gyökeres Skyttunum grikk? Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Sjá meira