Fótbolti

Ósanngjarnt að tala svona um Messi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi hefur bara skorað fjórum sinnum á 1882 mínútum með PSG í frönsku deildinni á þessari leitkíð en það þýðir mark á 471 mínútu fresti.
Lionel Messi hefur bara skorað fjórum sinnum á 1882 mínútum með PSG í frönsku deildinni á þessari leitkíð en það þýðir mark á 471 mínútu fresti. AP Photo/Jean-Francois Badias)

Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri PSG, lofar því að stuðningsmenn Paris Saint Germain muni sjá betri frammistöðu hjá Lionel Messi á næstu leiktíð en þeirri fyrstu hjá argentínska leikmanninum í París.

Lionel Messi og félagar hjá PSG eru franskir meistarar en hann er með fjögur mörk og þrettán stoðsendingar í 23 leikjum. Messi er enn með fleiri mörk í Meistaradeildinni á þessari leiktíð en í frönsku deildinni.

Vonbrigðin voru mikil hjá PSG að detta út strax í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Messi hefur ekki að verið að skora eins mikið og hann gerði hjá Barcelona og hann hefur fengið á sig mun meiri gagnrýni en áður.

„Það er ósanngjarnt að dæma Messi á þennan hátt,“ sagði Mauricio Pochettino.

„Það er bara ekki hægt að tala svona um Messi. Það er eins og þegar ég tala um Maradona. Ég er ekki að tala um einhvern venjulegan leikmann,“ sagði Pochettino.

„Næsta tímabil verður allt öðruvísi hjá honum,“ sagði Pochettino.

Messi skoraði mark PSG sem tryggði liðinu franska titilinn en kom ekki að neinu marki, hvorki með því að skora eða gefa stoðsendingu, þegar liðið gerði 3-3 jafntefli við Strasbourg um helgina.

Strasbourg leikurinn var þrettándi deildarleikurinn í vetur þar sem Messi spilar en kemur ekki að neinu marki. Hann hefur átt þátt í marki í tíu deildarleikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×