„Andverðleikasamfélagið“ Karl Héðinn Kristjánsson skrifar 2. maí 2022 15:00 Ég og fjölskylda mín erum ein af þeim fjölmörgu fjölskyldum sem misstu allt sitt í hruninu. Faðir minn og móðir unnu af dugnaði og samvisku til að veita sér og börnum sínum gott líf. Þau söfnuðu peningum í stóra útborgun á íbúð sem var síðan öll étin upp í hruninu. Þannig varð dugnaður þeirra og vinna að engu.. Við sátum í sárum á meðan þeir sem báru raunverulega ábyrgð á stöðunni sluppu með létt högg á úlnliðinn. Þetta er saga um 10.000 Íslenskra fjölskyldna. Svona á þetta ekki að vera. Í góðu samfélagi, (svona að öllu jöfnu) er góðri hegðun verðlaunað og slæmri hegðun refsað. En Í samfélagi þar sem glæpamenn stjórna getur glæpsamleg hugsun smitað frá sér inn í alla kima samfélagsins. Þegar helstu ráðamenn, eigendur og stjórnendur í samfélagi eru spilltir fer fólk að upplifa hlutina þannig að þau standa ein gegn siðlausu samfélagi og fer að líða sem svo að þau verði sjálf að fara að gera allt sem þau komast upp með til að sjá fyrir sér og sínum. "Skítt með hina, þetta er allt rotið hvortsem er". Við verðum að snúa þeirri þróun við. Á Íslandi er kerfislæg skekkja í áttina að spillingu, fúski og frændhygli. Kerfislæg skekkja í áttina að pilsfaldakapítalisma og tækifærismennsku. "Einkavinavæðing" Íslandsbanka er bara nýjasta dæmið um þetta á Íslandi. Og þetta er ekkert klúður eins og sumir segja. Þetta er gert vísvitandi og meðvitað svo þeir útvöldu geti hagnast á kostnað okkur hinna. Hvernig eru þeir útvöldu valdir? Jú þau eru fólkið sem er á réttum stað á réttum tíma. Þeir sem hafa, með einu bolabragði eða öðru, komið sér að borði. Þetta fólk er ekki einstaklega samviskusamt, duglegt, gáfað eða hæft. Það er frekara, siðlausara og betur tengt en við hin. Það er einfalda ástæðan fyrir því að þau fá að kaupa í lokuðu útboði Ríkisins en ekki við hin. "Fagfjárfestar" líkt og Þorsteinn Már sem arðrændi fátæka Afríkuþjóð sem er nýbyrjuð að rétta úr sér fótunum eftir 100 ára ógnarstjórnun og nauðgun vesturlanda fær að græða feitt á sölu Íslandsbanka þegar hann ætti að sitja í fangelsi í Namibíu. Fjárglæpamennirnir og áhættufjárfestarnir sem settu samfélagið á hliðina fyrir 14 árum er verðlaunað með boði í lokað útboð ríkisins.Bjarna Ben er verðlaunað fyrir spillingu sína með því að fá að selja föður sínum hlut í banka. Hlut sem hann mun líklega erfa sjálfur eftir nokkur ár. Hvar verðum við sem samfélag eftir 20 ár með þessu framhaldi? Ætlum við að leyfa "gangsterisma" að vaxa og dafna? Nei! Ætlum við að leyfa glæpamönnum yfir okkur að drottna? Nei! Við eigum ekki að sætta sig okkur við þennan farveg sem við erum komin á. Það eru MIKLU betri valkostir í boði! Við eigum nýja stjórnarskrá! En hún er ekki klíkunni þóknanleg og það er eina alvöru ástæðan fyrir því að hún er ekki orðin að veruleika. Það eina sem þarf að gerast a Íslandi til þess að koma okkur á betri farveg er að Íslendingar segi NEI!! Við eigum ekki að sætta okkur við þetta kjaftæði lengur. Glæpamenn eiga EKKI að fá rauða dregilinn lagðann fyrir sig og stjórnmálamenn EIGA að taka ábyrgð á eigin gjörðum. Það er algert lágmark!! Stjórnmálamenn líkt og Katrín Jakobsdóttir sem auglýsa sig sem framsækna og heiðarlega stjórnmálamenn verða að vera samkvæmir sjálfum sér eða víkja á brott!! Of oft á Íslandi ganga nýir stjórnmálaflokkar inn í samstarf með Sjálfstæðisflokknum (a.k.a Sjálftökuflokknum) og halda þá annaðhvort að þau fái eitthvað af sínum málum framgengt útúr því eða eru einfaldlega hungruð í völd og stöðu. Eins og Ögmundur Jónasson skrifaði gott um daginn; "Viljinn til þess að hafa áhrif verður að vilja til þess að komast til valda en ef ásæknin í völd verður of mikil verða áhrifin engin!"! Það er nákvæmlega það sem hefur gerst við Katrínu Jakobsdóttir. Ég skora á hana að taka ábyrgð á eigin ráðherrum. Það er aldrei of seint að gera það sem er rétt. Því segi ég góðu gestir; snúum þessari glæpsamlegu þróun við. Það eina sem við þurfum að gera er að halda áfram að mæta á Austurvöll og draga alla með okkur, mikill meirihluti samfélagsins sér beint í gegnum þessa vitleysu, fáum þau með okkur! Bjarni Ben og "fagfjárfestarnir" vilja ekkert meir en að við förum að gleyma þessu og að fólk fari að tala um eitthvað annað. EKKI SÉNS! Þau eru kominn langt yfir línuna og þess vegna drögum við línu í sandinn! Krefjumst þess að ríkisstjórnin taki ábyrgð á gjörðum sínum! Krefjumst þess að Bjarna verði vikið úr embætti! Krefjumst þess að nýja stjórnarskráin verði að veruleika! Krefjumst þess að samfélagið okkar sé réttlátt! Við getum gert svo miklu, miklu betur! Höfundur er meðlimur í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Salan á Íslandsbanka Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Ég og fjölskylda mín erum ein af þeim fjölmörgu fjölskyldum sem misstu allt sitt í hruninu. Faðir minn og móðir unnu af dugnaði og samvisku til að veita sér og börnum sínum gott líf. Þau söfnuðu peningum í stóra útborgun á íbúð sem var síðan öll étin upp í hruninu. Þannig varð dugnaður þeirra og vinna að engu.. Við sátum í sárum á meðan þeir sem báru raunverulega ábyrgð á stöðunni sluppu með létt högg á úlnliðinn. Þetta er saga um 10.000 Íslenskra fjölskyldna. Svona á þetta ekki að vera. Í góðu samfélagi, (svona að öllu jöfnu) er góðri hegðun verðlaunað og slæmri hegðun refsað. En Í samfélagi þar sem glæpamenn stjórna getur glæpsamleg hugsun smitað frá sér inn í alla kima samfélagsins. Þegar helstu ráðamenn, eigendur og stjórnendur í samfélagi eru spilltir fer fólk að upplifa hlutina þannig að þau standa ein gegn siðlausu samfélagi og fer að líða sem svo að þau verði sjálf að fara að gera allt sem þau komast upp með til að sjá fyrir sér og sínum. "Skítt með hina, þetta er allt rotið hvortsem er". Við verðum að snúa þeirri þróun við. Á Íslandi er kerfislæg skekkja í áttina að spillingu, fúski og frændhygli. Kerfislæg skekkja í áttina að pilsfaldakapítalisma og tækifærismennsku. "Einkavinavæðing" Íslandsbanka er bara nýjasta dæmið um þetta á Íslandi. Og þetta er ekkert klúður eins og sumir segja. Þetta er gert vísvitandi og meðvitað svo þeir útvöldu geti hagnast á kostnað okkur hinna. Hvernig eru þeir útvöldu valdir? Jú þau eru fólkið sem er á réttum stað á réttum tíma. Þeir sem hafa, með einu bolabragði eða öðru, komið sér að borði. Þetta fólk er ekki einstaklega samviskusamt, duglegt, gáfað eða hæft. Það er frekara, siðlausara og betur tengt en við hin. Það er einfalda ástæðan fyrir því að þau fá að kaupa í lokuðu útboði Ríkisins en ekki við hin. "Fagfjárfestar" líkt og Þorsteinn Már sem arðrændi fátæka Afríkuþjóð sem er nýbyrjuð að rétta úr sér fótunum eftir 100 ára ógnarstjórnun og nauðgun vesturlanda fær að græða feitt á sölu Íslandsbanka þegar hann ætti að sitja í fangelsi í Namibíu. Fjárglæpamennirnir og áhættufjárfestarnir sem settu samfélagið á hliðina fyrir 14 árum er verðlaunað með boði í lokað útboð ríkisins.Bjarna Ben er verðlaunað fyrir spillingu sína með því að fá að selja föður sínum hlut í banka. Hlut sem hann mun líklega erfa sjálfur eftir nokkur ár. Hvar verðum við sem samfélag eftir 20 ár með þessu framhaldi? Ætlum við að leyfa "gangsterisma" að vaxa og dafna? Nei! Ætlum við að leyfa glæpamönnum yfir okkur að drottna? Nei! Við eigum ekki að sætta sig okkur við þennan farveg sem við erum komin á. Það eru MIKLU betri valkostir í boði! Við eigum nýja stjórnarskrá! En hún er ekki klíkunni þóknanleg og það er eina alvöru ástæðan fyrir því að hún er ekki orðin að veruleika. Það eina sem þarf að gerast a Íslandi til þess að koma okkur á betri farveg er að Íslendingar segi NEI!! Við eigum ekki að sætta okkur við þetta kjaftæði lengur. Glæpamenn eiga EKKI að fá rauða dregilinn lagðann fyrir sig og stjórnmálamenn EIGA að taka ábyrgð á eigin gjörðum. Það er algert lágmark!! Stjórnmálamenn líkt og Katrín Jakobsdóttir sem auglýsa sig sem framsækna og heiðarlega stjórnmálamenn verða að vera samkvæmir sjálfum sér eða víkja á brott!! Of oft á Íslandi ganga nýir stjórnmálaflokkar inn í samstarf með Sjálfstæðisflokknum (a.k.a Sjálftökuflokknum) og halda þá annaðhvort að þau fái eitthvað af sínum málum framgengt útúr því eða eru einfaldlega hungruð í völd og stöðu. Eins og Ögmundur Jónasson skrifaði gott um daginn; "Viljinn til þess að hafa áhrif verður að vilja til þess að komast til valda en ef ásæknin í völd verður of mikil verða áhrifin engin!"! Það er nákvæmlega það sem hefur gerst við Katrínu Jakobsdóttir. Ég skora á hana að taka ábyrgð á eigin ráðherrum. Það er aldrei of seint að gera það sem er rétt. Því segi ég góðu gestir; snúum þessari glæpsamlegu þróun við. Það eina sem við þurfum að gera er að halda áfram að mæta á Austurvöll og draga alla með okkur, mikill meirihluti samfélagsins sér beint í gegnum þessa vitleysu, fáum þau með okkur! Bjarni Ben og "fagfjárfestarnir" vilja ekkert meir en að við förum að gleyma þessu og að fólk fari að tala um eitthvað annað. EKKI SÉNS! Þau eru kominn langt yfir línuna og þess vegna drögum við línu í sandinn! Krefjumst þess að ríkisstjórnin taki ábyrgð á gjörðum sínum! Krefjumst þess að Bjarna verði vikið úr embætti! Krefjumst þess að nýja stjórnarskráin verði að veruleika! Krefjumst þess að samfélagið okkar sé réttlátt! Við getum gert svo miklu, miklu betur! Höfundur er meðlimur í Sósíalistaflokki Íslands.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun