Rangnick segir að United þurfi að styrkja allar stöður nema markið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. maí 2022 08:31 Ralf Rangnick er sáttur með David de Gea og hina markverði Manchester United. GETTY/Robbie Jay Barratt Ralf Rangnick, bráðabirgðastjóri Manchester United, segir að styrkja þurfi allar stöður í liðinu nema markvarðastöðuna. Rangnick stýrði United í síðasta sinn á heimavelli þegar liðið vann öruggan sigur á Brentford, 3-0, í gær. United er í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og spilar að öllum líkindum í Evrópudeildinni á næsta tímabili. Rangnick hættir sem stjóri United eftir tímabilið og við starfi hans tekur Erik ten Hag. Sá þýski verður United þó áfram innan handar í einhvers konar ráðgjafarhlutverki. Hann telur að bæta þurfi leikmannahóp United svo liðið geti aftur barist á toppnum. „Fyrir utan markvarðastöðuna, við erum með þrjá frábæra markverði í David de Gea, Dean Henderson og Tom Heaton, eru leikmenn í öllum öðrum stöðum á förum. Ég vil ekki einblína á sérstakar stöður en þetta þarf að gerast við allt liðið,“ sagði Rangnick eftir leikinn í gær. „Það er augljóst að nokkrir leikmenn munu fara og því þarf topp leikmenn í þeirra stað. Ef ég fulla trú á því að ef allir vinna saman getum við komið United aftur þangað sem liðið á að vera. Önnur lið þurftu bara tvo til þrjá félagaskiptaglugga til að komast í baráttuna en við þurfum topp leikmenn sem bæta liðið. Ef það gerist ætti ekki að taka svo langan tíma.“ Cristiano Ronaldo skoraði í gær og hefur verið heitur upp á síðkastið. Rangnick segir að Ten Hag ætti að halda Portúgalanum en hann þurfi meiri hjálp í framlínunni. „Cristiano er ekki framherji. Hann vill ekki spila í þeirri stöðu og til að spila miðsvæðis þarftu tvo framherja. Þegar þú horfir á fótbolta á hæsta getustigi eru ekki mörg lið sem spila með tvo framherja. Þú ert annað hvort með platframherja [e. false nine] eða þrjá framherja. Þetta snýst ekki um stöðu. Liðið þarf tvo framherja sem gera það betra,“ sagði Rangnick. United mætir Brighton og Crystal Palace á útivelli í síðustu tveimur leikjum sínum á tímabilinu. Enski boltinn Tengdar fréttir Viljum enda eins vel og mögulegt er Bruno Fernandes skoraði eitt marka Manchester United í 3-0 sigri kvöldsins á Brentford. Hann segir leikmenn liðsins vilja enda tímabilið eins vel og mögulegt er. 2. maí 2022 23:00 Ten Hag ekki enn haft samband við Rangnick: „Nokkuð viss um að hann sé með númerið mitt“ Erik ten Hag, verðandi knattspyrnustjóri Manchester United, hefur ekki enn heyrt í manninum sem hann tekur við starfinu af, Ralf Rangnick. 2. maí 2022 08:00 Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Sjá meira
Rangnick stýrði United í síðasta sinn á heimavelli þegar liðið vann öruggan sigur á Brentford, 3-0, í gær. United er í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og spilar að öllum líkindum í Evrópudeildinni á næsta tímabili. Rangnick hættir sem stjóri United eftir tímabilið og við starfi hans tekur Erik ten Hag. Sá þýski verður United þó áfram innan handar í einhvers konar ráðgjafarhlutverki. Hann telur að bæta þurfi leikmannahóp United svo liðið geti aftur barist á toppnum. „Fyrir utan markvarðastöðuna, við erum með þrjá frábæra markverði í David de Gea, Dean Henderson og Tom Heaton, eru leikmenn í öllum öðrum stöðum á förum. Ég vil ekki einblína á sérstakar stöður en þetta þarf að gerast við allt liðið,“ sagði Rangnick eftir leikinn í gær. „Það er augljóst að nokkrir leikmenn munu fara og því þarf topp leikmenn í þeirra stað. Ef ég fulla trú á því að ef allir vinna saman getum við komið United aftur þangað sem liðið á að vera. Önnur lið þurftu bara tvo til þrjá félagaskiptaglugga til að komast í baráttuna en við þurfum topp leikmenn sem bæta liðið. Ef það gerist ætti ekki að taka svo langan tíma.“ Cristiano Ronaldo skoraði í gær og hefur verið heitur upp á síðkastið. Rangnick segir að Ten Hag ætti að halda Portúgalanum en hann þurfi meiri hjálp í framlínunni. „Cristiano er ekki framherji. Hann vill ekki spila í þeirri stöðu og til að spila miðsvæðis þarftu tvo framherja. Þegar þú horfir á fótbolta á hæsta getustigi eru ekki mörg lið sem spila með tvo framherja. Þú ert annað hvort með platframherja [e. false nine] eða þrjá framherja. Þetta snýst ekki um stöðu. Liðið þarf tvo framherja sem gera það betra,“ sagði Rangnick. United mætir Brighton og Crystal Palace á útivelli í síðustu tveimur leikjum sínum á tímabilinu.
Enski boltinn Tengdar fréttir Viljum enda eins vel og mögulegt er Bruno Fernandes skoraði eitt marka Manchester United í 3-0 sigri kvöldsins á Brentford. Hann segir leikmenn liðsins vilja enda tímabilið eins vel og mögulegt er. 2. maí 2022 23:00 Ten Hag ekki enn haft samband við Rangnick: „Nokkuð viss um að hann sé með númerið mitt“ Erik ten Hag, verðandi knattspyrnustjóri Manchester United, hefur ekki enn heyrt í manninum sem hann tekur við starfinu af, Ralf Rangnick. 2. maí 2022 08:00 Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Sjá meira
Viljum enda eins vel og mögulegt er Bruno Fernandes skoraði eitt marka Manchester United í 3-0 sigri kvöldsins á Brentford. Hann segir leikmenn liðsins vilja enda tímabilið eins vel og mögulegt er. 2. maí 2022 23:00
Ten Hag ekki enn haft samband við Rangnick: „Nokkuð viss um að hann sé með númerið mitt“ Erik ten Hag, verðandi knattspyrnustjóri Manchester United, hefur ekki enn heyrt í manninum sem hann tekur við starfinu af, Ralf Rangnick. 2. maí 2022 08:00