Matvæli eða öskuhaugar Guðmundur Oddgeirsson skrifar 3. maí 2022 07:45 Uppistaða atvinnulífs í Þorlákshöfn byggist á fiskvinnslu, umskipun á fiski til útflutnings og ýmiskonar iðnaði. Ferðamennska er enn í litlum mæli hér við ströndina en fer vaxandi. Framsýni við breytingar á höfninni á kjörtímabilinu 2014 til 2018 leiddi til þess að Þorlákshöfn varð að vöruhöfn með tilkomu Smyril Line. Ótrúlegt en satt þá var það ekki baráttulaust þar sem nokkur nátttröll, svokallaðir máttarstólpar hér í bæ, töluðu gegn breytingunum á þeim tíma. Nýr meirihluti D-listans tók við árið 2018 og til að byrja með var það sem var í gangi í hafnarmálunum og starf hafnarstjóra talað niður af bæjarstjóranum, draumaprinsinum frá Vestmannaeyjum, og hans aðdáendum í meirihlutanum. Þurfti minnihluti bæjarstjórnar að standa í harðri baráttu fyrir höfninni og verja starf hafnarstjóra í upphafi kjörtímabilsins sem er að ljúka. En svo var eins og meirihlutinn áttaði sig á mikilvægi þess sem var unnið að og sneri algjörlega við blaðinu, meira að segja bæjarstjórinn. Nú fór í hönd sá tími, sem enn stendur yfir, að eigna sér það sem á undan er gengið. Tímatalið hjá D-listanum er nú ekki lengur bundið við eftir Krist heldur við það þegar bæjarstjórinn, sem var hafnað í Eyjum, tók til starfa. Tími sérhagsmuna er núna í algleymingi. Fiski allsstaðar af landinu er ekið til Þorlákshafnar, auk þess sem landað er hér, til útflutnings. Fiskiskipin landa fiskinum í opnum körum og þá skiptir miklu máli að tekið sé mið af því á hafnarsvæðinu, fjúkandi ryk og eldfjallaaska (sandur) fer ekki saman við óvarin matvæli. Ekkert lát er á umsvifum í höfninni þegar horft er til fyrirhugaðs landeldis á laxi upp á tugi þúsunda tonna á ári, á stórum lóðum vestur með ströndinni sem voru settar inn á skipulag á kjörtímabilinu 2014 til 2018. Smyril Line er nú með þrjú skip í vikulegum ferðum til Evrópu og horfa eldisfyrirtækin til þess. Tvær milljónir tonna af jarðvegi í gegnum sveitarfélagið Við hér í Þorlákshöfn könnumst öll við öskuhaugana hjá Jarðefnaiðnaði sem sífellt fýkur úr yfir allt og alla, og ekki er einu sinni fyrir því haft að þrífa bryggjuna eftir útskipun. Eins og það sé ekki nóg þá er í bígerð að bæta verulega í jarðefnaflutninga, allt að tveimur milljónum tonna á ári, sem á að aka til Þorlákshafnar og haugsetja þar. Milljón tonn eiga að koma frá Hjörleifshöfða á Mýrdalssandi og annað eins ofan úr Þrengslum á vegum Jarðefnaiðnaðar/BM. Vallá/Hornsteins/Björgunar þar sem hver á í öðrum og með einhverjum snúningi við Eden-námur. Tvær milljónir tonna eru ekkert smáræði, ígildi 240 bílfarma á hverjum virkum degi ársins og auk ferðar til baka. Sem sagt trukkur á mínútu fresti og slit á vegum sem jafngildir því að 28 milljónir fólksbíla fari um vegina á hverjum degi. Til að fegra þetta allt saman stendur til að setja upp mölunarverksmiðju sem á að mala efnið allan sólarhringinn í verksmiðju sem yrði staðsett við höfnina, steinsnar frá fyrirhugaðari íbúðabyggð í Móanum. Sjáið fyrir ykkur hvaða áhrif það muni hafa á lífsgæði íbúa Þorlákshafnar, hljóðmengunin, rykið og hávaði frá vinnuvélum og verksmiðjunni alla daga ársins auk hávaða frá trukkum og vinnuvélum. Réttlætingin er sú að verið sé að búa til vistvænt íblöndunarefni í sement og þegar þetta er skrifað er alls ekki víst að það gangi upp. Getum við ekki kallað þetta fögur orð um ófagurt. Höfundur er bæjarfulltrúi O-listans og frambjóðandi Íbúalistans í 10. sæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Ölfus Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Uppistaða atvinnulífs í Þorlákshöfn byggist á fiskvinnslu, umskipun á fiski til útflutnings og ýmiskonar iðnaði. Ferðamennska er enn í litlum mæli hér við ströndina en fer vaxandi. Framsýni við breytingar á höfninni á kjörtímabilinu 2014 til 2018 leiddi til þess að Þorlákshöfn varð að vöruhöfn með tilkomu Smyril Line. Ótrúlegt en satt þá var það ekki baráttulaust þar sem nokkur nátttröll, svokallaðir máttarstólpar hér í bæ, töluðu gegn breytingunum á þeim tíma. Nýr meirihluti D-listans tók við árið 2018 og til að byrja með var það sem var í gangi í hafnarmálunum og starf hafnarstjóra talað niður af bæjarstjóranum, draumaprinsinum frá Vestmannaeyjum, og hans aðdáendum í meirihlutanum. Þurfti minnihluti bæjarstjórnar að standa í harðri baráttu fyrir höfninni og verja starf hafnarstjóra í upphafi kjörtímabilsins sem er að ljúka. En svo var eins og meirihlutinn áttaði sig á mikilvægi þess sem var unnið að og sneri algjörlega við blaðinu, meira að segja bæjarstjórinn. Nú fór í hönd sá tími, sem enn stendur yfir, að eigna sér það sem á undan er gengið. Tímatalið hjá D-listanum er nú ekki lengur bundið við eftir Krist heldur við það þegar bæjarstjórinn, sem var hafnað í Eyjum, tók til starfa. Tími sérhagsmuna er núna í algleymingi. Fiski allsstaðar af landinu er ekið til Þorlákshafnar, auk þess sem landað er hér, til útflutnings. Fiskiskipin landa fiskinum í opnum körum og þá skiptir miklu máli að tekið sé mið af því á hafnarsvæðinu, fjúkandi ryk og eldfjallaaska (sandur) fer ekki saman við óvarin matvæli. Ekkert lát er á umsvifum í höfninni þegar horft er til fyrirhugaðs landeldis á laxi upp á tugi þúsunda tonna á ári, á stórum lóðum vestur með ströndinni sem voru settar inn á skipulag á kjörtímabilinu 2014 til 2018. Smyril Line er nú með þrjú skip í vikulegum ferðum til Evrópu og horfa eldisfyrirtækin til þess. Tvær milljónir tonna af jarðvegi í gegnum sveitarfélagið Við hér í Þorlákshöfn könnumst öll við öskuhaugana hjá Jarðefnaiðnaði sem sífellt fýkur úr yfir allt og alla, og ekki er einu sinni fyrir því haft að þrífa bryggjuna eftir útskipun. Eins og það sé ekki nóg þá er í bígerð að bæta verulega í jarðefnaflutninga, allt að tveimur milljónum tonna á ári, sem á að aka til Þorlákshafnar og haugsetja þar. Milljón tonn eiga að koma frá Hjörleifshöfða á Mýrdalssandi og annað eins ofan úr Þrengslum á vegum Jarðefnaiðnaðar/BM. Vallá/Hornsteins/Björgunar þar sem hver á í öðrum og með einhverjum snúningi við Eden-námur. Tvær milljónir tonna eru ekkert smáræði, ígildi 240 bílfarma á hverjum virkum degi ársins og auk ferðar til baka. Sem sagt trukkur á mínútu fresti og slit á vegum sem jafngildir því að 28 milljónir fólksbíla fari um vegina á hverjum degi. Til að fegra þetta allt saman stendur til að setja upp mölunarverksmiðju sem á að mala efnið allan sólarhringinn í verksmiðju sem yrði staðsett við höfnina, steinsnar frá fyrirhugaðari íbúðabyggð í Móanum. Sjáið fyrir ykkur hvaða áhrif það muni hafa á lífsgæði íbúa Þorlákshafnar, hljóðmengunin, rykið og hávaði frá vinnuvélum og verksmiðjunni alla daga ársins auk hávaða frá trukkum og vinnuvélum. Réttlætingin er sú að verið sé að búa til vistvænt íblöndunarefni í sement og þegar þetta er skrifað er alls ekki víst að það gangi upp. Getum við ekki kallað þetta fögur orð um ófagurt. Höfundur er bæjarfulltrúi O-listans og frambjóðandi Íbúalistans í 10. sæti.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun