Matvæli eða öskuhaugar Guðmundur Oddgeirsson skrifar 3. maí 2022 07:45 Uppistaða atvinnulífs í Þorlákshöfn byggist á fiskvinnslu, umskipun á fiski til útflutnings og ýmiskonar iðnaði. Ferðamennska er enn í litlum mæli hér við ströndina en fer vaxandi. Framsýni við breytingar á höfninni á kjörtímabilinu 2014 til 2018 leiddi til þess að Þorlákshöfn varð að vöruhöfn með tilkomu Smyril Line. Ótrúlegt en satt þá var það ekki baráttulaust þar sem nokkur nátttröll, svokallaðir máttarstólpar hér í bæ, töluðu gegn breytingunum á þeim tíma. Nýr meirihluti D-listans tók við árið 2018 og til að byrja með var það sem var í gangi í hafnarmálunum og starf hafnarstjóra talað niður af bæjarstjóranum, draumaprinsinum frá Vestmannaeyjum, og hans aðdáendum í meirihlutanum. Þurfti minnihluti bæjarstjórnar að standa í harðri baráttu fyrir höfninni og verja starf hafnarstjóra í upphafi kjörtímabilsins sem er að ljúka. En svo var eins og meirihlutinn áttaði sig á mikilvægi þess sem var unnið að og sneri algjörlega við blaðinu, meira að segja bæjarstjórinn. Nú fór í hönd sá tími, sem enn stendur yfir, að eigna sér það sem á undan er gengið. Tímatalið hjá D-listanum er nú ekki lengur bundið við eftir Krist heldur við það þegar bæjarstjórinn, sem var hafnað í Eyjum, tók til starfa. Tími sérhagsmuna er núna í algleymingi. Fiski allsstaðar af landinu er ekið til Þorlákshafnar, auk þess sem landað er hér, til útflutnings. Fiskiskipin landa fiskinum í opnum körum og þá skiptir miklu máli að tekið sé mið af því á hafnarsvæðinu, fjúkandi ryk og eldfjallaaska (sandur) fer ekki saman við óvarin matvæli. Ekkert lát er á umsvifum í höfninni þegar horft er til fyrirhugaðs landeldis á laxi upp á tugi þúsunda tonna á ári, á stórum lóðum vestur með ströndinni sem voru settar inn á skipulag á kjörtímabilinu 2014 til 2018. Smyril Line er nú með þrjú skip í vikulegum ferðum til Evrópu og horfa eldisfyrirtækin til þess. Tvær milljónir tonna af jarðvegi í gegnum sveitarfélagið Við hér í Þorlákshöfn könnumst öll við öskuhaugana hjá Jarðefnaiðnaði sem sífellt fýkur úr yfir allt og alla, og ekki er einu sinni fyrir því haft að þrífa bryggjuna eftir útskipun. Eins og það sé ekki nóg þá er í bígerð að bæta verulega í jarðefnaflutninga, allt að tveimur milljónum tonna á ári, sem á að aka til Þorlákshafnar og haugsetja þar. Milljón tonn eiga að koma frá Hjörleifshöfða á Mýrdalssandi og annað eins ofan úr Þrengslum á vegum Jarðefnaiðnaðar/BM. Vallá/Hornsteins/Björgunar þar sem hver á í öðrum og með einhverjum snúningi við Eden-námur. Tvær milljónir tonna eru ekkert smáræði, ígildi 240 bílfarma á hverjum virkum degi ársins og auk ferðar til baka. Sem sagt trukkur á mínútu fresti og slit á vegum sem jafngildir því að 28 milljónir fólksbíla fari um vegina á hverjum degi. Til að fegra þetta allt saman stendur til að setja upp mölunarverksmiðju sem á að mala efnið allan sólarhringinn í verksmiðju sem yrði staðsett við höfnina, steinsnar frá fyrirhugaðari íbúðabyggð í Móanum. Sjáið fyrir ykkur hvaða áhrif það muni hafa á lífsgæði íbúa Þorlákshafnar, hljóðmengunin, rykið og hávaði frá vinnuvélum og verksmiðjunni alla daga ársins auk hávaða frá trukkum og vinnuvélum. Réttlætingin er sú að verið sé að búa til vistvænt íblöndunarefni í sement og þegar þetta er skrifað er alls ekki víst að það gangi upp. Getum við ekki kallað þetta fögur orð um ófagurt. Höfundur er bæjarfulltrúi O-listans og frambjóðandi Íbúalistans í 10. sæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Ölfus Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Sjá meira
Uppistaða atvinnulífs í Þorlákshöfn byggist á fiskvinnslu, umskipun á fiski til útflutnings og ýmiskonar iðnaði. Ferðamennska er enn í litlum mæli hér við ströndina en fer vaxandi. Framsýni við breytingar á höfninni á kjörtímabilinu 2014 til 2018 leiddi til þess að Þorlákshöfn varð að vöruhöfn með tilkomu Smyril Line. Ótrúlegt en satt þá var það ekki baráttulaust þar sem nokkur nátttröll, svokallaðir máttarstólpar hér í bæ, töluðu gegn breytingunum á þeim tíma. Nýr meirihluti D-listans tók við árið 2018 og til að byrja með var það sem var í gangi í hafnarmálunum og starf hafnarstjóra talað niður af bæjarstjóranum, draumaprinsinum frá Vestmannaeyjum, og hans aðdáendum í meirihlutanum. Þurfti minnihluti bæjarstjórnar að standa í harðri baráttu fyrir höfninni og verja starf hafnarstjóra í upphafi kjörtímabilsins sem er að ljúka. En svo var eins og meirihlutinn áttaði sig á mikilvægi þess sem var unnið að og sneri algjörlega við blaðinu, meira að segja bæjarstjórinn. Nú fór í hönd sá tími, sem enn stendur yfir, að eigna sér það sem á undan er gengið. Tímatalið hjá D-listanum er nú ekki lengur bundið við eftir Krist heldur við það þegar bæjarstjórinn, sem var hafnað í Eyjum, tók til starfa. Tími sérhagsmuna er núna í algleymingi. Fiski allsstaðar af landinu er ekið til Þorlákshafnar, auk þess sem landað er hér, til útflutnings. Fiskiskipin landa fiskinum í opnum körum og þá skiptir miklu máli að tekið sé mið af því á hafnarsvæðinu, fjúkandi ryk og eldfjallaaska (sandur) fer ekki saman við óvarin matvæli. Ekkert lát er á umsvifum í höfninni þegar horft er til fyrirhugaðs landeldis á laxi upp á tugi þúsunda tonna á ári, á stórum lóðum vestur með ströndinni sem voru settar inn á skipulag á kjörtímabilinu 2014 til 2018. Smyril Line er nú með þrjú skip í vikulegum ferðum til Evrópu og horfa eldisfyrirtækin til þess. Tvær milljónir tonna af jarðvegi í gegnum sveitarfélagið Við hér í Þorlákshöfn könnumst öll við öskuhaugana hjá Jarðefnaiðnaði sem sífellt fýkur úr yfir allt og alla, og ekki er einu sinni fyrir því haft að þrífa bryggjuna eftir útskipun. Eins og það sé ekki nóg þá er í bígerð að bæta verulega í jarðefnaflutninga, allt að tveimur milljónum tonna á ári, sem á að aka til Þorlákshafnar og haugsetja þar. Milljón tonn eiga að koma frá Hjörleifshöfða á Mýrdalssandi og annað eins ofan úr Þrengslum á vegum Jarðefnaiðnaðar/BM. Vallá/Hornsteins/Björgunar þar sem hver á í öðrum og með einhverjum snúningi við Eden-námur. Tvær milljónir tonna eru ekkert smáræði, ígildi 240 bílfarma á hverjum virkum degi ársins og auk ferðar til baka. Sem sagt trukkur á mínútu fresti og slit á vegum sem jafngildir því að 28 milljónir fólksbíla fari um vegina á hverjum degi. Til að fegra þetta allt saman stendur til að setja upp mölunarverksmiðju sem á að mala efnið allan sólarhringinn í verksmiðju sem yrði staðsett við höfnina, steinsnar frá fyrirhugaðari íbúðabyggð í Móanum. Sjáið fyrir ykkur hvaða áhrif það muni hafa á lífsgæði íbúa Þorlákshafnar, hljóðmengunin, rykið og hávaði frá vinnuvélum og verksmiðjunni alla daga ársins auk hávaða frá trukkum og vinnuvélum. Réttlætingin er sú að verið sé að búa til vistvænt íblöndunarefni í sement og þegar þetta er skrifað er alls ekki víst að það gangi upp. Getum við ekki kallað þetta fögur orð um ófagurt. Höfundur er bæjarfulltrúi O-listans og frambjóðandi Íbúalistans í 10. sæti.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun