Bætt skipulagsmál í Fjarðabyggð Kristinn Þór Jónasson og Jóhanna Sigfúsdóttir skrifa 3. maí 2022 08:46 Mikilvægur hluti uppbyggingar sveitarfélags vaxtar og styrks eru skipulagsmál. Í vor vann Sjálfstæðisflokkurinn í Fjarðabyggð að metnaðarfullri stefnuskrá fyrir komandi kosningar. Ekki síst á sviði skipulagsmála lögðu margir sitt að mörkum. Enda byggir gott skipulag gott samfélag. Það á ekki síst við um sveitarstjórn sem sameinar marga ólíka byggðakjarna. Í góðu skipulagi er hugað að því hvernig byggð og umhverfi geta stuðlað að virkum lífstíl, aðgengi og samspili náttúru og byggðar. Tryggja þarf endurnýjun og uppbyggingu svæða, samhliða aðgengi allra. Við teljum mikil lífsgæði felast í að búa í nánd við náttúru Fjarðabyggðar og því mikilvægt að skipulag sýni náttúru og umhverfi virðingu. Mikilvægt er að skipulagið sé hreyfanlegt og geti brugðist við breyttum aðstæðum og áherslum. Hér eru nokkur atriði sem við viljum leggja áherslu á skipulagsmálum í Fjarðabyggðar: Krefjast áfram uppbyggingar Suðurfjarðarvegar. Á Vordegi Fjarðabyggðar verði efnt til hátíðahalda í tengslum við hreinsunarátak í byggðakjörnunum. Unnið verði að því að innleiða samhent átak atvinnulífsins, sveitarfélagsins og íbúa um hreinsun, tiltekt og hátíðarhalda í byggðakjörnunum. Ráðast í átak í merkingu sagnfræðilegra heimilda, stíga, safna og tjaldsvæða innan Fjarðabyggðar. Við viljum bæta leikaðstöðu barna á leikvöllum. Skipuleggja uppbyggingu hreystivalla í samráði við íbúa. Klára verður uppbyggingu tjaldsvæða á Breiðdalsvík, Eskifirði, Stöðvarfirði og Neskaupstað. Krefjast verður aukinna fjármuna í fornleifauppgröft á Stöðvarfirði. Fara þarf í hugmyndavinnu með íbúum um uppbyggingu ferðamannasegla (myndatökustaða) í öllum bæjarkjörnum. Framkvæma langtímaáætlun um uppbyggingu í hafnarmálum. Áfram skyldi þróa almenningssamgöngur í samráði við íbúa, félagasamtök og atvinnulíf. Tryggja að ljósleiðaravæðingu sveitarfélagsins verði lokið. Hefja markvissa Led- væðingu ljósastaura. Leggja þarf aukna fjármuni í göngu- og hjólreiðastíga í Fjarðabyggð og ljúka þar tengingu milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar. Til þessara verka leitum við eftir þínum stuðningi þann 14. maí n.k. Kristinn Þór Jónasson er verkstjóri og Jóhanna Sigfúsdóttir er viðskiptafræðingur. Höfundar skipa 2. og 4. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Fjarðabyggð Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Halldór 02.11.24 Halldór Baldursson Halldór Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir Skoðun Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen Skoðun Unglingavandamálið Jón Gnarr Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Kæri frambjóðandi! Stefanía Björg Jónsdóttir Skoðun Stöndugur efnahagur og sterk velferð – undirstaða hvors annars Alma D. Möller Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kæri frambjóðandi! Stefanía Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Unglingavandamálið Jón Gnarr skrifar Skoðun Stöndugur efnahagur og sterk velferð – undirstaða hvors annars Alma D. Möller skrifar Skoðun Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen skrifar Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Mikilvægur hluti uppbyggingar sveitarfélags vaxtar og styrks eru skipulagsmál. Í vor vann Sjálfstæðisflokkurinn í Fjarðabyggð að metnaðarfullri stefnuskrá fyrir komandi kosningar. Ekki síst á sviði skipulagsmála lögðu margir sitt að mörkum. Enda byggir gott skipulag gott samfélag. Það á ekki síst við um sveitarstjórn sem sameinar marga ólíka byggðakjarna. Í góðu skipulagi er hugað að því hvernig byggð og umhverfi geta stuðlað að virkum lífstíl, aðgengi og samspili náttúru og byggðar. Tryggja þarf endurnýjun og uppbyggingu svæða, samhliða aðgengi allra. Við teljum mikil lífsgæði felast í að búa í nánd við náttúru Fjarðabyggðar og því mikilvægt að skipulag sýni náttúru og umhverfi virðingu. Mikilvægt er að skipulagið sé hreyfanlegt og geti brugðist við breyttum aðstæðum og áherslum. Hér eru nokkur atriði sem við viljum leggja áherslu á skipulagsmálum í Fjarðabyggðar: Krefjast áfram uppbyggingar Suðurfjarðarvegar. Á Vordegi Fjarðabyggðar verði efnt til hátíðahalda í tengslum við hreinsunarátak í byggðakjörnunum. Unnið verði að því að innleiða samhent átak atvinnulífsins, sveitarfélagsins og íbúa um hreinsun, tiltekt og hátíðarhalda í byggðakjörnunum. Ráðast í átak í merkingu sagnfræðilegra heimilda, stíga, safna og tjaldsvæða innan Fjarðabyggðar. Við viljum bæta leikaðstöðu barna á leikvöllum. Skipuleggja uppbyggingu hreystivalla í samráði við íbúa. Klára verður uppbyggingu tjaldsvæða á Breiðdalsvík, Eskifirði, Stöðvarfirði og Neskaupstað. Krefjast verður aukinna fjármuna í fornleifauppgröft á Stöðvarfirði. Fara þarf í hugmyndavinnu með íbúum um uppbyggingu ferðamannasegla (myndatökustaða) í öllum bæjarkjörnum. Framkvæma langtímaáætlun um uppbyggingu í hafnarmálum. Áfram skyldi þróa almenningssamgöngur í samráði við íbúa, félagasamtök og atvinnulíf. Tryggja að ljósleiðaravæðingu sveitarfélagsins verði lokið. Hefja markvissa Led- væðingu ljósastaura. Leggja þarf aukna fjármuni í göngu- og hjólreiðastíga í Fjarðabyggð og ljúka þar tengingu milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar. Til þessara verka leitum við eftir þínum stuðningi þann 14. maí n.k. Kristinn Þór Jónasson er verkstjóri og Jóhanna Sigfúsdóttir er viðskiptafræðingur. Höfundar skipa 2. og 4. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar