Innri-Njarðvík, því hér á ég heima Steinþór J. Gunnarsson Aspelund skrifar 3. maí 2022 14:00 Innri - Njarðvík er það hverfi sem ég bý í ásamt fjölskyldu minni og ég vil að það blómstri. Hér er hægt að gera frábæra hluti en til þess þarf vilja og metnað ef við viljum sjá raunverulegar breytingar. Nú eru tæpar tvær vikur til kosninga og aðeins einn flokkur hefur sett fram skýra stefnu varðandi málefni Innri - Njarðvíkur. Það erum við í Sjálfstæðisflokknum. Umhverfið og skipulagið Við í Sjálfstæðisflokknum samþykkjum ekki öryggisvistun innan eða við íbúabyggð. Þetta þýðir einfaldlega að öryggisvistun mun ekki rísa í Innri - Njarðvík í okkar meirihluta! Við viljum opna og efla Landnámsdýragarðinn. Við ætlum að þróa lifandi og öflugan þjónustukjarna í Innri - Njarðvík með þjónustu, verslun og veitingastöðum. Við ætlum að gera gróðursælan fjölskyldugarð í Innri - Njarðvík fyrir fólk á öllum aldri þar sem fjölskyldur geta notið sín í fallegu umhverfi. Við ætlum að fegra innkomur í hverfið og gera nærumhverfið meira aðlaðandi. Við ætlum að bæta lýsingu göngustíga sem við í Innri - Njarðvík vitum vel að þörf er á. Börn, ungmenni & eldri íbúar Við viljum að unglingarnir okkar geti notið sín í félagsmiðstöðvum í sínu hverfi og í samstarfi við grunnskólana og Fjörheima ætlum við að opna slíka í Innri - Njarðvík. Við frambjóðendur sem búum í Innri - Njarðvík, þekkjum vel mikilvægi almannasamgangna. Við viljum því auka samvinnu á milli rekstraraðila strætó og forsvarsmanna skóla-, íþrótta & tómstundastarfs og tryggja þannig að frístundaakstur og strætisvagnaferðir verði skipulagt með þarfir notenda í huga. Þá viljum við að það sé frítt í strætó á skólatíma fyrir nemendur. Við munum setja kraft í félagsstarf eldri íbúa og skoða möguleikana á afþreyingu í Innri - Njarðvík. Þegar öllu er á botninn hvolft þá verðum við að tryggja að samhliða uppbyggingu nýrra hverfa fylgi innviðauppbygging og að samráð sé haft við íbúa hverfanna. Tækifærin eru hér í Innri - Njarðvík og við eigum að grípa þau, þess vegna boðum við breytingar. Höfundur er frambjóðandi á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjanesbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Innri - Njarðvík er það hverfi sem ég bý í ásamt fjölskyldu minni og ég vil að það blómstri. Hér er hægt að gera frábæra hluti en til þess þarf vilja og metnað ef við viljum sjá raunverulegar breytingar. Nú eru tæpar tvær vikur til kosninga og aðeins einn flokkur hefur sett fram skýra stefnu varðandi málefni Innri - Njarðvíkur. Það erum við í Sjálfstæðisflokknum. Umhverfið og skipulagið Við í Sjálfstæðisflokknum samþykkjum ekki öryggisvistun innan eða við íbúabyggð. Þetta þýðir einfaldlega að öryggisvistun mun ekki rísa í Innri - Njarðvík í okkar meirihluta! Við viljum opna og efla Landnámsdýragarðinn. Við ætlum að þróa lifandi og öflugan þjónustukjarna í Innri - Njarðvík með þjónustu, verslun og veitingastöðum. Við ætlum að gera gróðursælan fjölskyldugarð í Innri - Njarðvík fyrir fólk á öllum aldri þar sem fjölskyldur geta notið sín í fallegu umhverfi. Við ætlum að fegra innkomur í hverfið og gera nærumhverfið meira aðlaðandi. Við ætlum að bæta lýsingu göngustíga sem við í Innri - Njarðvík vitum vel að þörf er á. Börn, ungmenni & eldri íbúar Við viljum að unglingarnir okkar geti notið sín í félagsmiðstöðvum í sínu hverfi og í samstarfi við grunnskólana og Fjörheima ætlum við að opna slíka í Innri - Njarðvík. Við frambjóðendur sem búum í Innri - Njarðvík, þekkjum vel mikilvægi almannasamgangna. Við viljum því auka samvinnu á milli rekstraraðila strætó og forsvarsmanna skóla-, íþrótta & tómstundastarfs og tryggja þannig að frístundaakstur og strætisvagnaferðir verði skipulagt með þarfir notenda í huga. Þá viljum við að það sé frítt í strætó á skólatíma fyrir nemendur. Við munum setja kraft í félagsstarf eldri íbúa og skoða möguleikana á afþreyingu í Innri - Njarðvík. Þegar öllu er á botninn hvolft þá verðum við að tryggja að samhliða uppbyggingu nýrra hverfa fylgi innviðauppbygging og að samráð sé haft við íbúa hverfanna. Tækifærin eru hér í Innri - Njarðvík og við eigum að grípa þau, þess vegna boðum við breytingar. Höfundur er frambjóðandi á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar