Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison og Björk Davíðsdóttir skrifa 4. maí 2022 07:31 Umræðunni um einstaklinga sem glíma við fíknisjúkdóma hættir til að verða afar neikvæð gagnvart þeim sem um ræðir. Fyrst og fremst eru þetta einstaklingar sem eiga jafnan tilverurétt í samfélaginu líkt og aðrir. Það er samfélagslegt álitamál að einstaklingur megi ekki neyta vímuefna nema innan ákveðins ramma sem samþykktur er af samfélaginu. Einstaklingurinn sem samfélagið vill ekki hafa í garðinum hjá sér, er jafnan kallaður „þetta“. Sá aðili á ástvini, fjölskyldu, jafnvel börn og hefur jafnvel stundað nám og átt áhugamál. Ýmissa hluta vegna þróar sá aðili með sér mjög alvarlegan fíknsjúkdóm og fjölskyldan situr eftir í heljargreipum því það er litla hjálpa að fá, bæði eru langir biðlistar og lítið af úrræðum til ásamt útbreiddri fáfræði og fordómum. Til að koma með dæmi til samanburðar, væri hægt að líkja þessum þunga vanda sem að fíknisjúkdómurinn er, við einstakling sem greinst hefur með krabbamein á lokastigi. Krabbameinið er sjáanlegt á mynd, þar af leiðandi er hægt að fá meðferð við því eins fljótt og það greinist. Einstaklingur með krabbamein fær lyfjameðferð á spítala og stuðning frá fjölskyldu og vinum, jafnvel söfnunum á Facebook. Það er samfélagslega samþykktur sjúkdómur. Hvað ef það væri hægt að taka mynd af fíknisjúkdómi? Myndu sömu mannréttindi gilda fyrir þann einstakling? Hér í Hafnarfirði er haldið á lofti umræðu um sterkari fjárhagsstöðu í bæjarfélaginu og meiri uppbyggingu, inni í þessari uppbyggingu ætti þá að vera gert ráð fyrir hópum sem tilheyra öllum stéttum samfélagsins. Í sömu umræðu er talað um að Hafnarfjörður sé bær fólksins. Hins vegar er staðreyndin sú að biðin eftir félagslegum úrræðum lengist, ásamt því að samstarf við Laufey, nærþjónusta fíknimeðferðar sem þjónustar fólk sem glímir við bæði alvarlegan fíkni- og geðvanda er ábótavant. Reykjavíkurborg er bæði með VoR Teymi og Housing First, ásamt því að vera með öruggt skjól fyrir konur og karla sem eiga engin hús að vernda - Konukot og Gistiskýlin. Hvar er gert ráð fyrir þessum úrræðum hjá Hafnarfjarðarbæ? Í lokaverkefni sem skrifað var af tveim nemendum við Háskóla Íslands um Neyslurými, af hverju og hvernig? kemur fram að mannréttindi eru ekki forréttindi og einstaklingar sem nota vímuefni hafa hvorki fyrirgert mannréttindum sínum né þeim rétti að lifa við bestu mögulegu heilsu miðað við aðstæður. Það eru ekki forréttindi að vera til, fá húsnæði og mat, það eru mannréttindi. Fólk með fíknisjúkdóm virðist þurfa að berjast fyrir því að vera til dag frá degi. Einstaklingar með fíknisjúkdóma eru oft með andlegt mein sem þeir deyfa með vímugjöfum. Ætlum við sem samfélag að neita þeim um lágmarks sjúkraþjónustu, húsaskjól og hlýju? Myndir þú sem einstaklingur neita krabbameinssjúklingi um sömu þjónustu og útskúfa hann algjörlega úr venjulegu samfélagi líkt og ef um einstakling með fíknisjúkdóm væri að ræða? Þegar litið er yfir kosningaloforð flokka í Hafnarfjarðarbæ, þá er sorglegt að sjá að málefni jaðarsetts fólks eru ekki ofarlega á baugi. Einstaklingurinn skiptir okkur Vinstri Græn máli. Við viljum ganga lengra í félags- og velferðarmálum og sýna fram á það að þó svo andleg veikindi hrjái einstakling að þá getum við sem samfélag hjálpað honum að standa aftur upp. Bryndís Rós Morrison er í stjórn SÁÁ og skipar 5.sæti á lista VG Hafnarfirði og Björk Davíðsdóttir er fangavörður og skipar 12.sæti á lista VG í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Hafnarfjörður Vinstri græn Fíkn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Umræðunni um einstaklinga sem glíma við fíknisjúkdóma hættir til að verða afar neikvæð gagnvart þeim sem um ræðir. Fyrst og fremst eru þetta einstaklingar sem eiga jafnan tilverurétt í samfélaginu líkt og aðrir. Það er samfélagslegt álitamál að einstaklingur megi ekki neyta vímuefna nema innan ákveðins ramma sem samþykktur er af samfélaginu. Einstaklingurinn sem samfélagið vill ekki hafa í garðinum hjá sér, er jafnan kallaður „þetta“. Sá aðili á ástvini, fjölskyldu, jafnvel börn og hefur jafnvel stundað nám og átt áhugamál. Ýmissa hluta vegna þróar sá aðili með sér mjög alvarlegan fíknsjúkdóm og fjölskyldan situr eftir í heljargreipum því það er litla hjálpa að fá, bæði eru langir biðlistar og lítið af úrræðum til ásamt útbreiddri fáfræði og fordómum. Til að koma með dæmi til samanburðar, væri hægt að líkja þessum þunga vanda sem að fíknisjúkdómurinn er, við einstakling sem greinst hefur með krabbamein á lokastigi. Krabbameinið er sjáanlegt á mynd, þar af leiðandi er hægt að fá meðferð við því eins fljótt og það greinist. Einstaklingur með krabbamein fær lyfjameðferð á spítala og stuðning frá fjölskyldu og vinum, jafnvel söfnunum á Facebook. Það er samfélagslega samþykktur sjúkdómur. Hvað ef það væri hægt að taka mynd af fíknisjúkdómi? Myndu sömu mannréttindi gilda fyrir þann einstakling? Hér í Hafnarfirði er haldið á lofti umræðu um sterkari fjárhagsstöðu í bæjarfélaginu og meiri uppbyggingu, inni í þessari uppbyggingu ætti þá að vera gert ráð fyrir hópum sem tilheyra öllum stéttum samfélagsins. Í sömu umræðu er talað um að Hafnarfjörður sé bær fólksins. Hins vegar er staðreyndin sú að biðin eftir félagslegum úrræðum lengist, ásamt því að samstarf við Laufey, nærþjónusta fíknimeðferðar sem þjónustar fólk sem glímir við bæði alvarlegan fíkni- og geðvanda er ábótavant. Reykjavíkurborg er bæði með VoR Teymi og Housing First, ásamt því að vera með öruggt skjól fyrir konur og karla sem eiga engin hús að vernda - Konukot og Gistiskýlin. Hvar er gert ráð fyrir þessum úrræðum hjá Hafnarfjarðarbæ? Í lokaverkefni sem skrifað var af tveim nemendum við Háskóla Íslands um Neyslurými, af hverju og hvernig? kemur fram að mannréttindi eru ekki forréttindi og einstaklingar sem nota vímuefni hafa hvorki fyrirgert mannréttindum sínum né þeim rétti að lifa við bestu mögulegu heilsu miðað við aðstæður. Það eru ekki forréttindi að vera til, fá húsnæði og mat, það eru mannréttindi. Fólk með fíknisjúkdóm virðist þurfa að berjast fyrir því að vera til dag frá degi. Einstaklingar með fíknisjúkdóma eru oft með andlegt mein sem þeir deyfa með vímugjöfum. Ætlum við sem samfélag að neita þeim um lágmarks sjúkraþjónustu, húsaskjól og hlýju? Myndir þú sem einstaklingur neita krabbameinssjúklingi um sömu þjónustu og útskúfa hann algjörlega úr venjulegu samfélagi líkt og ef um einstakling með fíknisjúkdóm væri að ræða? Þegar litið er yfir kosningaloforð flokka í Hafnarfjarðarbæ, þá er sorglegt að sjá að málefni jaðarsetts fólks eru ekki ofarlega á baugi. Einstaklingurinn skiptir okkur Vinstri Græn máli. Við viljum ganga lengra í félags- og velferðarmálum og sýna fram á það að þó svo andleg veikindi hrjái einstakling að þá getum við sem samfélag hjálpað honum að standa aftur upp. Bryndís Rós Morrison er í stjórn SÁÁ og skipar 5.sæti á lista VG Hafnarfirði og Björk Davíðsdóttir er fangavörður og skipar 12.sæti á lista VG í Hafnarfirði.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun