Klopp: Við gerðum okkur erfitt fyrir Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. maí 2022 22:45 Jürgen Klopp var vitaskuld ánægður eftir að Liverpool tryggði sér sæti í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. David S. Bustamante/Soccrates/Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, gat leift sér að brosa eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitum Meistaradeildar Evrópu með 3-2 sigri gegn Villarreal í síðari undanúrslitaleik liðanna í kvöld. „Þetta er frábært. Við gerðum okkur erfitt fyrir, en við vissum það fyrir fram að svona hlutir geta gerst. Þetta snýst alltaf um hvernig þú bregst við þegar hlutirnir eru ekki að falla með þér,“ sagði Þjóðverjinn glaðbeittur eftir leik. Heimamenn í Villarreal tóku forystuna strax í upphafi leiks og Klopp hrósaði andstæðingum sínum fyrir þeirra frammistöðu í kvöld. „Að fá á sig mark svona snemma er auðvitað algjör andstæða við það sem maður vill. Við verðum líka að bera virðingu fyrir Villarreal. Liðið og þjálfarinn, það er ótrúlegt hvað þeir náðu að gera í fyrri hálfleik. Þeir settu pressu á okkur og voru alltaf mættir maður á mann úti um allan völl.“ „Við spiluðum bara alls ekki fótbolta. Ég sagði við strákana að þeir [Villarreal] hefðu meðbyrinn með sér, en að þeir ættu hann ekki, við getum náð honum aftur. Við þurftum að spila á milli línanna og þvinga okkur aftur inn í leik sem byrjaði ekki vel fyrir okkur. Allt í einu þegar við spiluðum á milli línanna og teygðum meira á okkur þá komumst við inn í leikinn. Við skoruðum mörk og létum hlutina gerast.“ Þá sagði Klopp að hann og hans menn hafi vitað upp á hár hvað það hafi verið sem var að í fyrri hálfleik og að Villarreal væri á leið í úrslit ef leikurinn hefði haldið eins áfram í síðari hálfleik. „Málið er að í hálfleik vissum við hvað það var sem var að. Það var augljóst, en við gátum ekki sýnt fram á neina stöðu þar sem við vorum að spila þetta rétt. En við héldum samt ró okkar.“ „Ef Villarreal hefði spilað eins í síðari hálfleik og þeir gerðu í þeim fyrri og við hefðum haldið eins áfram þá væru þeir á leiðinni í úrslit. En við erum enn hér og við ætlum að láta vaða.“ Að lokum sagðist Klopp ætla að horfa á hinn undanúrslitaleikinn þegar Real Madrid tekur á móti Manchester City á morgun, en segir það ekki skipta öllu máli hvort liðið verður andstæðingur Liverpool í úrslitum. „Já ég ætla að horfa á hann. Sama hvort liðið fer áfram þá verður það risaleikur. Hvort liðið sem vinnur mun njóta þess og svo munum við mæta þeim í París,“ sagði Þjóðverjinn að lokum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Liverpool í úrslit Meistaradeildarinnar Liverpool er á leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 útisigur gegn Villarreal í síðari undanúrslitaleik liðanna í kvöld. 3. maí 2022 20:53 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
„Þetta er frábært. Við gerðum okkur erfitt fyrir, en við vissum það fyrir fram að svona hlutir geta gerst. Þetta snýst alltaf um hvernig þú bregst við þegar hlutirnir eru ekki að falla með þér,“ sagði Þjóðverjinn glaðbeittur eftir leik. Heimamenn í Villarreal tóku forystuna strax í upphafi leiks og Klopp hrósaði andstæðingum sínum fyrir þeirra frammistöðu í kvöld. „Að fá á sig mark svona snemma er auðvitað algjör andstæða við það sem maður vill. Við verðum líka að bera virðingu fyrir Villarreal. Liðið og þjálfarinn, það er ótrúlegt hvað þeir náðu að gera í fyrri hálfleik. Þeir settu pressu á okkur og voru alltaf mættir maður á mann úti um allan völl.“ „Við spiluðum bara alls ekki fótbolta. Ég sagði við strákana að þeir [Villarreal] hefðu meðbyrinn með sér, en að þeir ættu hann ekki, við getum náð honum aftur. Við þurftum að spila á milli línanna og þvinga okkur aftur inn í leik sem byrjaði ekki vel fyrir okkur. Allt í einu þegar við spiluðum á milli línanna og teygðum meira á okkur þá komumst við inn í leikinn. Við skoruðum mörk og létum hlutina gerast.“ Þá sagði Klopp að hann og hans menn hafi vitað upp á hár hvað það hafi verið sem var að í fyrri hálfleik og að Villarreal væri á leið í úrslit ef leikurinn hefði haldið eins áfram í síðari hálfleik. „Málið er að í hálfleik vissum við hvað það var sem var að. Það var augljóst, en við gátum ekki sýnt fram á neina stöðu þar sem við vorum að spila þetta rétt. En við héldum samt ró okkar.“ „Ef Villarreal hefði spilað eins í síðari hálfleik og þeir gerðu í þeim fyrri og við hefðum haldið eins áfram þá væru þeir á leiðinni í úrslit. En við erum enn hér og við ætlum að láta vaða.“ Að lokum sagðist Klopp ætla að horfa á hinn undanúrslitaleikinn þegar Real Madrid tekur á móti Manchester City á morgun, en segir það ekki skipta öllu máli hvort liðið verður andstæðingur Liverpool í úrslitum. „Já ég ætla að horfa á hann. Sama hvort liðið fer áfram þá verður það risaleikur. Hvort liðið sem vinnur mun njóta þess og svo munum við mæta þeim í París,“ sagði Þjóðverjinn að lokum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Liverpool í úrslit Meistaradeildarinnar Liverpool er á leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 útisigur gegn Villarreal í síðari undanúrslitaleik liðanna í kvöld. 3. maí 2022 20:53 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Liverpool í úrslit Meistaradeildarinnar Liverpool er á leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 útisigur gegn Villarreal í síðari undanúrslitaleik liðanna í kvöld. 3. maí 2022 20:53