Farsæll leiðtogi í framboði Guðni Ársæll Indriðason skrifar 4. maí 2022 12:00 Leiðtogi Miðflokksins í Reykjavík er drengur góður að nafni Ómar Már Jónsson. Kemur að vestan eins og margt annað gott fólk. Ómar er með 2. stigs skipstjórnarréttindi og hefur því stigið ölduna eins og svo margir Vestfirðingar. En hugur hans stefndi á frekara nám. Hann útskrifaðist sem iðnrekstrarfræðingur af markaðssviði frá Tækniskólanum í Reykjavík. Eins og er um fróðleiksfúsa menn hefur hann tekið ýmis námskeið til að efla víðsýni sína, s.s. í stjórnendafræðum, fjármálum, lögfræði, markþjálfun og fl. Menntun hans er víðtæk og blandast vel við reynslu hana af sveitarstjórnarmálum og atvinnulífi. Í verkum sínum og framkomu er Ómar sanngjarn, hógvær, lausnamiðaður og umfram allt kurteis maður með kímnigáfu. Hann er mikil félagsvera og leggur áherslu á samverustundir með fjölskyldu og vinum, en stundar líkamsrækt og útiveru og hefur mjög mikla ánægju af ferðalögum. Í farteskinu að vestan hafði hann mikla reynslu af sveitarstjórnarmálum. Var ráðinn sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og varð einnig oddviti, starfaði í 12 ár við uppbyggingu og rekstur sveitarfélagsins við góðan orðstír. Í litlum samfélögum þurfa menn æði oft að bera marga hatta, líkt og Ómar gerði á Súðavík. Sinna ýmsum hlutverkum innan sem utan sveitarstjórnar víða í samfélaginu. Jafnt fyrir sveitarfélagið sem og fjórðunginn. Það var eftirtektarvert hve mikla áherslu hann lagði á að gera Súðavík aðlaðandi samfélag fyrir ungt fólk og ferðamenn. Mikil reynsla úr atvinnulífinu Reynsla Ómars úr atvinnulífinu er ekki síðri. Hann hefur rekið fyrirtæki á heimsvísu, sem framleiðir gæludýrafóður úr íslenskum hráefnum. Verið ráðgjafi og tengt saman erlend og íslensk fyrirtæki, og er með mikla reynslu af viðburðahaldi ýmiskonar. Hann hefur haldið fjölda vöru- og þjónustusýninga, ráðstefnur og flutt inn tónlistarfólk fyrir sína viðburði. Nú hefur Ómar ákveðið að snúa sér að pólitíkinni aftur, á heldur stærri skala en síðast. Ómar fer fyrir oddaflugi Miðflokksins inn í borgarstjórn ásamt einvala liði. Hans víðtæka reynsla af sveitarstjórnarmálum og fyrirtækjarekstri mun nýtast borgarbúum vel með hann sem í borgarstjórn. Setjum X við M þann 14 maí næstkomandi. Höfundur skipar 5. sæti á lista Miðflokksins til borgarstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Miðflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Leiðtogi Miðflokksins í Reykjavík er drengur góður að nafni Ómar Már Jónsson. Kemur að vestan eins og margt annað gott fólk. Ómar er með 2. stigs skipstjórnarréttindi og hefur því stigið ölduna eins og svo margir Vestfirðingar. En hugur hans stefndi á frekara nám. Hann útskrifaðist sem iðnrekstrarfræðingur af markaðssviði frá Tækniskólanum í Reykjavík. Eins og er um fróðleiksfúsa menn hefur hann tekið ýmis námskeið til að efla víðsýni sína, s.s. í stjórnendafræðum, fjármálum, lögfræði, markþjálfun og fl. Menntun hans er víðtæk og blandast vel við reynslu hana af sveitarstjórnarmálum og atvinnulífi. Í verkum sínum og framkomu er Ómar sanngjarn, hógvær, lausnamiðaður og umfram allt kurteis maður með kímnigáfu. Hann er mikil félagsvera og leggur áherslu á samverustundir með fjölskyldu og vinum, en stundar líkamsrækt og útiveru og hefur mjög mikla ánægju af ferðalögum. Í farteskinu að vestan hafði hann mikla reynslu af sveitarstjórnarmálum. Var ráðinn sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og varð einnig oddviti, starfaði í 12 ár við uppbyggingu og rekstur sveitarfélagsins við góðan orðstír. Í litlum samfélögum þurfa menn æði oft að bera marga hatta, líkt og Ómar gerði á Súðavík. Sinna ýmsum hlutverkum innan sem utan sveitarstjórnar víða í samfélaginu. Jafnt fyrir sveitarfélagið sem og fjórðunginn. Það var eftirtektarvert hve mikla áherslu hann lagði á að gera Súðavík aðlaðandi samfélag fyrir ungt fólk og ferðamenn. Mikil reynsla úr atvinnulífinu Reynsla Ómars úr atvinnulífinu er ekki síðri. Hann hefur rekið fyrirtæki á heimsvísu, sem framleiðir gæludýrafóður úr íslenskum hráefnum. Verið ráðgjafi og tengt saman erlend og íslensk fyrirtæki, og er með mikla reynslu af viðburðahaldi ýmiskonar. Hann hefur haldið fjölda vöru- og þjónustusýninga, ráðstefnur og flutt inn tónlistarfólk fyrir sína viðburði. Nú hefur Ómar ákveðið að snúa sér að pólitíkinni aftur, á heldur stærri skala en síðast. Ómar fer fyrir oddaflugi Miðflokksins inn í borgarstjórn ásamt einvala liði. Hans víðtæka reynsla af sveitarstjórnarmálum og fyrirtækjarekstri mun nýtast borgarbúum vel með hann sem í borgarstjórn. Setjum X við M þann 14 maí næstkomandi. Höfundur skipar 5. sæti á lista Miðflokksins til borgarstjórnar.
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar