Ráðist á Chappelle á sviði í Los Angeles Kjartan Kjartansson skrifar 4. maí 2022 08:54 Dave Chappelle var gagnrýndur harðlega fyrir að segja að kyn væri „staðreynd“ og að transfólk væri of hörundsárt í uppistandsþætti á Netflix í fyrra. Vísir/EPA Bandaríski uppistandarinn Dave Chappelle slapp ómeiddur þegar karlmaður hljóp hann niður á sviði í Los Angeles í gærkvöldi. Árásarmaðurinn hljóp baksviðs eftir atlöguna en var snúinn niður af öryggisvörðum. Uppákoman átti sér stað þegar Chappelle kom fram á uppistandshátíðinni Netflix er brandari í Hollywood-skálinni í Los Angeles á vesturströnd Bandaríkjanna. Myndbönd af árásinni fóru á flug á samfélagsmiðlum en þar sést karlmaðurinn hlaupa á grínistann. #davechappelle attacked at #hollywoodbowl #netflixisajoke pic.twitter.com/oP04S0de90— abazar 🦇🔊 (@abazar) May 4, 2022 Ekki kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC af atvikinu hvað árásarmanninum gekk til. Árásin er þar sett í samhengi við gagnrýni sem Chappelle sætti vegna þáttar hans á Netflix þar sem hann var sakaður um andúð á transfólki í fyrra. Til mótmæla kom fyrir utan höfuðstöðvar streymisveitunnar Netflix vegna þáttarins. „Þetta var transmaður,“ sagði Chappelle þegar hann kom aftur upp á svið eftir árásina. Vinir Chappelle úr frægðarmennastétt komu honum til aðstoðar í darraðardansinum. Chris Rock, sem var sjálfur sleginn á sviði á Óskarsverðlaunahátíðinni fyrir skemmstu, kom upp á sviðið og leikarinn og söngvarinn Jamie Foxx sömuleiðis. „Þegar þú ert í kröppum dansi kemur Jamie Foxx alltaf á staðinn með skerfarahatt,“ grínaðist Chappelle. Talskona Hollywood-skálarinnar sagði að rannsókn væri hafin á atvikinu og hún gæti ekki tjáð sig frekar um það af þeim sökum. Bandaríkin Uppistand Hollywood Tengdar fréttir Chappelle sakaður um transfóbíu Forsvarsmenn Netflix eru undir þrýstingi um að fjarlægja nýjustu sýningu grínistans Dave Chappelle af streymisveitunni vegna ummæla hans um trans-fólk. Í sýningunni, sem heitir The Closer, lýsir Chappelle yfir stuðningi við rithöfundinn JK Rowling, sem hefur einnig verið sökuð um transfóbíu, og sagði kyn vera staðreynd. 8. október 2021 14:48 Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Sjá meira
Uppákoman átti sér stað þegar Chappelle kom fram á uppistandshátíðinni Netflix er brandari í Hollywood-skálinni í Los Angeles á vesturströnd Bandaríkjanna. Myndbönd af árásinni fóru á flug á samfélagsmiðlum en þar sést karlmaðurinn hlaupa á grínistann. #davechappelle attacked at #hollywoodbowl #netflixisajoke pic.twitter.com/oP04S0de90— abazar 🦇🔊 (@abazar) May 4, 2022 Ekki kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC af atvikinu hvað árásarmanninum gekk til. Árásin er þar sett í samhengi við gagnrýni sem Chappelle sætti vegna þáttar hans á Netflix þar sem hann var sakaður um andúð á transfólki í fyrra. Til mótmæla kom fyrir utan höfuðstöðvar streymisveitunnar Netflix vegna þáttarins. „Þetta var transmaður,“ sagði Chappelle þegar hann kom aftur upp á svið eftir árásina. Vinir Chappelle úr frægðarmennastétt komu honum til aðstoðar í darraðardansinum. Chris Rock, sem var sjálfur sleginn á sviði á Óskarsverðlaunahátíðinni fyrir skemmstu, kom upp á sviðið og leikarinn og söngvarinn Jamie Foxx sömuleiðis. „Þegar þú ert í kröppum dansi kemur Jamie Foxx alltaf á staðinn með skerfarahatt,“ grínaðist Chappelle. Talskona Hollywood-skálarinnar sagði að rannsókn væri hafin á atvikinu og hún gæti ekki tjáð sig frekar um það af þeim sökum.
Bandaríkin Uppistand Hollywood Tengdar fréttir Chappelle sakaður um transfóbíu Forsvarsmenn Netflix eru undir þrýstingi um að fjarlægja nýjustu sýningu grínistans Dave Chappelle af streymisveitunni vegna ummæla hans um trans-fólk. Í sýningunni, sem heitir The Closer, lýsir Chappelle yfir stuðningi við rithöfundinn JK Rowling, sem hefur einnig verið sökuð um transfóbíu, og sagði kyn vera staðreynd. 8. október 2021 14:48 Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Sjá meira
Chappelle sakaður um transfóbíu Forsvarsmenn Netflix eru undir þrýstingi um að fjarlægja nýjustu sýningu grínistans Dave Chappelle af streymisveitunni vegna ummæla hans um trans-fólk. Í sýningunni, sem heitir The Closer, lýsir Chappelle yfir stuðningi við rithöfundinn JK Rowling, sem hefur einnig verið sökuð um transfóbíu, og sagði kyn vera staðreynd. 8. október 2021 14:48