Pawel Bartoszek, formaður skipulags- og samgönguráðs, lagði fram tillöguna og var hún samþykkt einróma. Í dag eru 32 ár frá því að Lettland lýsti yfir endurheimt sjálfstæðis.
„Allar höfuðborgir Eystrasaltsríkjanna eru með götur og torg til heiðurs Ísland. Nú endurgjöldum við vináttuna,“ segir hann í Facebook-færslu. Íslandsstræti má til að mynda finna í Vilníus, höfuðborg Litháen, og Íslandstorg í Ríga í Lettlandi og Tallin í Eistlandi.

„Hlakka til að fá mér kaffi við Eislandsbryggju, fara í klippingu á Lettlandsbryggju og kasta mæðinni við enda Litháenbryggju áður en ég kíki í nýju sundlaugina!“ segir Pawel.
Skipulags- og samgönguráð samþykkti sömuleiðis að útbúa upplýsingaskilti um tengsl Íslands og Lettlands við torg á horni Garðastrætis og Túngötu sem hefur hlotið nafnið Kænugarður. Sendiráð Rússlands stendur við Garðastræti.
Á torginu má finna verkið Stuðningur sem er gjöf frá Lettlandi og þakklætisvottur vegna viðurkenningu Íslands á sjálfstæði landsins.