Það er ekki gott að búa í Kópavogi – fyrir aldraða Kristín Sævarsdóttir skrifar 4. maí 2022 14:01 Í árslok 2020 voru íbúar í Kópavogi eldri en 67 ára 5.166 og fjölgar þeim hlutfallslega á hverju ári. Hlutfall aldraðra er 13,5% af heildarfjölda bæjarbúa. Samt er varla minnst á aldrað fólk í stefnu Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, nema að þeir eigi að fá að velja hvort þeir vilji búa lengur heima og að það þurfi að samþætta þjónustu til þeirra. Í Kópavogi í valdatíð Sjálfstæðisflokksins hefur skipulagsmálum verið þannig háttað að duglegir verktakar sjá tækifæri og koma með tillögur um uppbyggingu íbúðarhverfa og lati meirihlutinn (Sjálfstæðisflokkurinn flest undanfarin 30 ár) gerir það að sinni stefnu, blæs í lúðra og byggir dýrar, stórar íbúðir þangað sem flykkjast fólk yfir miðjum aldri sem kemur sér fyrir og árin líða. Hvað svo? Hlutfall eldri borgara er nú hærra í Kópavogi en annars staðar og ljóst að það endurspeglar áherslur í húsnæðismálum undanfarin 20 ár. Kópavogsbúum yfir níræðu hefur fjölgað um 62% undanfarin fimm ár og aldrað fólk þarf gjarnan aukna þjónustu heim eða hreinlega getur ekki búið heima og þarf að komast á hjúkrunarheimili. Öll þekkjum við stöðuna á hjúkrunarheimilunum. Þeim rýmum hefur ekkert fjölgað undanfarin 12 ár. 120 hjúkrunarrými eru í bænum og fimm hvíldarrými. Um 75 Kópavogsbúar eru á biðlista eftir hjúkrunarrými. Margir þeirra lifa biðina ekki af! Þar er við ríkisvaldið að sakast, svo við höldum því til haga. Um 140 einstaklingar sækja dagsvöl fyrir aldraða í Kópavogi en um 100 manns eru á biðlista. Dagdvöl er mikilvæg mörgum öldruðum, ekki síst þeim sem búa einir og eru heilsuveilir. Það eru mannréttindi að aldraðir fái að vera samvistum við jafningja og nái að rjúfa einangrun með því að sækja dagþjónustu á vegum sveitarfélagsins einhverja daga í viku. Lengi hefur staðið til að útbúa dagvistun í Gjábakka fyrir 20-25 aldraða sem ekki þurfa mjög mikla umönnun en enn bólar ekkert á nauðsynlegum framkvæmdum. Það er forgangsmál að boðið verði upp á fleiri dagvistunarpláss í Kópavogi. Málastjóri fyrir aldraða Aðgengi eldri borgara að upplýsingum og þjónustu í Kópavogi er of flókið. Það er erfitt fyrir aldraða og aðstandendur þeirra að vita hvert á að leita eftir nauðsynlegri þjónustu. Það er mikilvægt að heimahjúkrun og heimaþjónusta verði samþætt og efld. Við í Samfylkingunni leggjum einnig áherslu á málastjóra fyrir aldraða Kópavogsbúa sem aldraðir og aðstandendur þeirra geti leitað til við úrlausn sinna mála. Rannsóknir hafa sýnt að hægt er að auka verulega lífsgæði eldri borgara og koma í veg fyrir ýmsa lífsstílssjúkdóma með því að bjóða upp á skipulagða hreyfingu og líkamsþjálfun. Samfylkingin í Kópavogi vill áfram styðja við fjölbreytt tómstunda- og íþróttastarf meðal aldraðra. Sérstaklega mikilvægt er að ná til eldri borgara sem búa einir á heimilum sínum og styðja þau sem það vilja í hreyfingu og virkni í samfélagi aldraðra. Tryggjum öldruðum góða daga í Kópavogi. Höfundur skipar 7. sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Eldri borgarar Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Í árslok 2020 voru íbúar í Kópavogi eldri en 67 ára 5.166 og fjölgar þeim hlutfallslega á hverju ári. Hlutfall aldraðra er 13,5% af heildarfjölda bæjarbúa. Samt er varla minnst á aldrað fólk í stefnu Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, nema að þeir eigi að fá að velja hvort þeir vilji búa lengur heima og að það þurfi að samþætta þjónustu til þeirra. Í Kópavogi í valdatíð Sjálfstæðisflokksins hefur skipulagsmálum verið þannig háttað að duglegir verktakar sjá tækifæri og koma með tillögur um uppbyggingu íbúðarhverfa og lati meirihlutinn (Sjálfstæðisflokkurinn flest undanfarin 30 ár) gerir það að sinni stefnu, blæs í lúðra og byggir dýrar, stórar íbúðir þangað sem flykkjast fólk yfir miðjum aldri sem kemur sér fyrir og árin líða. Hvað svo? Hlutfall eldri borgara er nú hærra í Kópavogi en annars staðar og ljóst að það endurspeglar áherslur í húsnæðismálum undanfarin 20 ár. Kópavogsbúum yfir níræðu hefur fjölgað um 62% undanfarin fimm ár og aldrað fólk þarf gjarnan aukna þjónustu heim eða hreinlega getur ekki búið heima og þarf að komast á hjúkrunarheimili. Öll þekkjum við stöðuna á hjúkrunarheimilunum. Þeim rýmum hefur ekkert fjölgað undanfarin 12 ár. 120 hjúkrunarrými eru í bænum og fimm hvíldarrými. Um 75 Kópavogsbúar eru á biðlista eftir hjúkrunarrými. Margir þeirra lifa biðina ekki af! Þar er við ríkisvaldið að sakast, svo við höldum því til haga. Um 140 einstaklingar sækja dagsvöl fyrir aldraða í Kópavogi en um 100 manns eru á biðlista. Dagdvöl er mikilvæg mörgum öldruðum, ekki síst þeim sem búa einir og eru heilsuveilir. Það eru mannréttindi að aldraðir fái að vera samvistum við jafningja og nái að rjúfa einangrun með því að sækja dagþjónustu á vegum sveitarfélagsins einhverja daga í viku. Lengi hefur staðið til að útbúa dagvistun í Gjábakka fyrir 20-25 aldraða sem ekki þurfa mjög mikla umönnun en enn bólar ekkert á nauðsynlegum framkvæmdum. Það er forgangsmál að boðið verði upp á fleiri dagvistunarpláss í Kópavogi. Málastjóri fyrir aldraða Aðgengi eldri borgara að upplýsingum og þjónustu í Kópavogi er of flókið. Það er erfitt fyrir aldraða og aðstandendur þeirra að vita hvert á að leita eftir nauðsynlegri þjónustu. Það er mikilvægt að heimahjúkrun og heimaþjónusta verði samþætt og efld. Við í Samfylkingunni leggjum einnig áherslu á málastjóra fyrir aldraða Kópavogsbúa sem aldraðir og aðstandendur þeirra geti leitað til við úrlausn sinna mála. Rannsóknir hafa sýnt að hægt er að auka verulega lífsgæði eldri borgara og koma í veg fyrir ýmsa lífsstílssjúkdóma með því að bjóða upp á skipulagða hreyfingu og líkamsþjálfun. Samfylkingin í Kópavogi vill áfram styðja við fjölbreytt tómstunda- og íþróttastarf meðal aldraðra. Sérstaklega mikilvægt er að ná til eldri borgara sem búa einir á heimilum sínum og styðja þau sem það vilja í hreyfingu og virkni í samfélagi aldraðra. Tryggjum öldruðum góða daga í Kópavogi. Höfundur skipar 7. sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun