„Það er mikill heiður að fá að kynna stigin enda engir smá karakterar sem hafa gert það hingað til,“ er haft eftir tónlistarkonunni á vef RÚV.
Árný keppti ásamt Gagnamagninu fyrir Íslands hönd í Eurovision á síðasta ári og enduðu þau í fjórða sæti í keppninni, sem er næst besti árangur Íslands. Tvisvar höfum við lent í öðru sæti.
„Ég er mjög spennt og hef fengið Lovísu Tómas til að sauma á mig svo ég líti nú þokkalega út þessar örfáu sekúndur.”
Úrslitakvöld Eurovision fer fram í Torino á Ítalíu laugardaginn 14. maí.